Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Qupperneq 8

Samvinnan - 01.12.1955, Qupperneq 8
LOFORÐIÐ Jólasaga eftir Preben Sckultz Héraðslæknirinn fylgdi starfsbræðr- um sínum til dyra. Hann opnaði fyrir þeim og stundi upp: — Það er þá víst ekkert meira, sem hægt er að gera? Spumingin var í rauninni óþörf. Sá elzti sagði: — Astandið hefur ekkert batnað við þessar serum-sprautur. Meira getum við ekki gert. — Haldið þér, að drengurinn lifi lengi enn? — Lengi? Yngsti læknirinn endur- tók orðið með nokkuð harðri röddu. — Sjálfsagt nokkra tíma, sagði sá elzti. Reynslan hafði kennt honum að tala gætilega. — En hann mun að minnsta kosti ekki þjást. Læknarnir settust upp í sleðann. Þeir vöfðu teppum og skinnum um sig. — Ég þakka ykkur fyrir, að þið lögðuð það á ykkur að koma hingað til að hjálpa mér, sagði Rustrand hér- aðslæknir. Yngsti læknirinn leit á úr sitt til að reikna út, hvenær hann kæmist heim. Það var aðfangadagskvöld og fjöl- skyldan beið eftir honum. Sleðinn rann eftir veginum og það hringlaði í bjöllum á hestunum. OIi Rustrand horfði á eftir þeim. Það var sem allar hans vonir liðu burtu með sleðanum og hyrfu alveg, þegar hljóm- ur bjallanna dvínaði. Það var að byrja að skyggja. OIi stóð í lækningastofu sinni og horfði yfir hana. Hvers vegna var hann kom- inn hingað, í afskekkta byggð, langt norður í fjöllum Noregs. Eftir farsælt nám í Oslo, hafði hann ungur gifzt Guri. Þau höfðu ekki pen- inga, svo að hann gat ekki komið sér fyrir sem læknir í kaupstað. Svo hafði hann fengið veitingu fyrir þessu hér- aði. Hér bjuggu þau meðal vinnu- samra og heiðarlegra manna. En hér- aðið var mjög innilokað. Hér voru ekki aðrir læknar til að veita honum samkeppni. Niðri í kaupstaðnum voru tveir læknar, en hér var ekki í önnur hús að venda en að leita til hans. Nóg var af verkefnum og fólkinu líkaði vel við hann og Guri. Þau voru ung og hamnigjusöm og fyrir fimm árum hafði Peter fæðst. Peter var eina barnið þeirra. Eftir aðeins eitt ár voru þau ná- kunnug öllum bændum og búandliði í Setedal. Hann var búinn að koma alls staðar, jafnvel á fjarlægustu bæi. Allir vissu, að óhætt var að treysta lækninum. Hann kom, þegar hann var kallaður, og hann gerði það sem hann gat. Einkum hafði það verið erfitt síðustu mánuði. Mjög slæm hálsbólga herjaði í sveitinni. Það voru sérstak- lega börnin, sem urðu fyrir barðinu á henni. Dag og nótt var Óli á ferð um héraðið til að hjálpa börnunum. Og það eina, sem hann ekki gat hjálpað, var Peter sonur hans. Meðalið hafði engin áhrif haft. Drengurinn varð veikari og veikari. Hann átti orðið mjög erfitt með að ná andanum. Verst var það í gær — á Þorláks- messukvöld. Óla hafði komið úr sjúkravitjun og var þreyttur. Hann hafði komið við í leikfangabúð og keypt hest og trompet. Honum fannst rétt að gefa drengnum jólagjafimar strax. -— Loksins — loksins! Guri hafði næstum hrópað, þegar hann stóð í forstofunni. — Komdu strax upp, — Peter--------- Það var ekki erfitt fyrir Ola að sjá, að nú var ástandið fyrst alvar- legt. Meðalið hafði að því er virtist ekki gefið árangur, og þess vegna bað hann starfsbræður sína á sjúkrahús- inu að koma og líta á drenginn. Þeir komu fyrst seinni partinn á Aðfanga- dag og heimsókn þeirra varð ekki til neins gagns. Oli gekk upp. Guri sat við rúmið og talaði til drengsins. Hann heyrði ekk- ert. — Hann deyr, sagði Guri. Oli end- urtók orð gamla læknisins um, að það væri ekkert annað að gera en að bíða. Svo settist hann við rúmið hjá Guri. Peter lá kyrr. Hann var nú næstum hitalaus, en andardrátturinn var veik- ur. Öðm hvoru opnaði drengurinn augun, en hann virtist ekkert sjá. Guri stóð upp með erfiðismunum. -— Hvert ætlarðu? — Ég ætla að kveikja Ijósið. — Hvers vegna? — Ég vil sjá hann meðan hann lifir. Klukkan var að verða fimm, þegar vinnukonan opnaði dymar gætilega. — Það er maður niðri, maður frá Heydal. Hann segist ekki fara, fyrr en að hann hafi talað við lækninn. — Ég tala ekki við neinn, Gerður, svaraði Oli. Nokkru seinna kom hún aftur. — Hann fer ekki fyrr en að hann er búinn að tala við yður, sagði hún aftur. Oli gekk niður til þess að hann fengi frið fyrir manninum. Sá ókunn- Mjög slæm hálsbólga geysaði og börnin urðu verst úti. Dag og nótt var Óli á ferð um héraðið til hjálpar. Og öllum gat hann hjálpað nema Peter, syni sínum. 8

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.