Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Side 11

Samvinnan - 01.12.1955, Side 11
Einhvers staðar hér má finna Fiðlu- Jón hennar við fossinn, þar sem for- eldrar hans vörpuðu sér út í iðuna, flúin úr þeirri baráttu, sem hann varð síðar að heyja. Enn er hann hugfang- inn af reginkrafti fossins og heljar- glímu hans við bergið, dáleiddur af beljandi straumiðunni, sem endur- hljómar í niði blóðsins í æðum hins suðræna skógardrengs hér í norrænu landi. Marit er naumast langt frá, og ef til vill er Geirmundur faðir henn- ar enn í dag á hælum þeirra. Og ein- hvers staðar hérna lengst inni á milli hæðanna, falið í þykkum og þögulum skógi, sem trúandi er fy'rir leyndar- málum, er sellandið, þar sem þau hittust Lisbet og Eiríkur í hlöðunni forðum. — Æskuvonir, sem rætast, og æskuvonir, sem rætast ekki. Um Ljusdal hefur áin sveigt mjög til suðurs og heldur þeirri stefnu gegnum nokkur stöðuvötn, unz hún er komin í gegnum Varpen við Boll- nás. Þar sameinast henni stærsta hlið- aráin, Voxna, er kemur úr vestri og flytur vatn af suðvesturhluta Hels- ingjalands, auk þess sem hún sækir nokkrar kvíslar til þess landssvæðis, er heyrir undir Dali. Tekur nú Ljus- nan að halla sér austur á bóginn, fell- ur gegnum Bergviken og Marmen og síðan til sævar, þar sem heita Ljusne strömmar. KVÖLD VIÐ VARPEN. Oscar Björkman bauð til ferðar um- hverfis Varpen og niður að Bergvik- en. Hann er formaður Bollnás Hem- bygds förening og rekur húsgagna- verzlun í Bollnás. Hann má kallast óbrigðul hjálparhella hvers manns, sem til hans leitar. Mönnum verður tíðförult í búðina til hans, en ekki nærri alltaf til að verzla, eins oft þurfa menn að hitta hann til að leita ráða eða hjálpar og jafnan re^mist hann hjálpfús með afbrigðum. Handan yfir Varpen blasir Bolle- bjerget vel við sjónum. Það er hæsta fjallið þar í grenndinni, 261 metri yf- ir sjávarmál. Einu sinni, er ísaldar- jökullinn huldi landið, stóð það eitt upp úr jökulhellunni, segir Björkman. Nú eru austurhlíðar þess huldar dökkum aftanskugga, og eins er um lægri hæðir nær. Yfir skóginn að líta er hann eins og blágrænt flos, en næst ljósgrænn með einkennilegum, móleit- Ljusnan er sannkölluð lifeeð Helsingjalands. Þyðing árinnar fyrir ibúa landsins sést að nokkru á þessum mynduin. Á þeirri efri er trjábolum fleytt. niður eftir ánni á leið til sugunarmyllanna. Odýr- ari flutninga er varla hægt að hugsa sér. A neðri myndinni eru fiskimenn að losa lax úr neti. — um blæ og í fjarskanum verða hæð- irnar ljósbláar, en djúpbláir skuggar skilja þær hverja frá annarri. Vatns- flöturinn ýmist dökkur eða undarlega glampandi bjartur. HÖNDIN, SEM SKAPAÐI LANDIÐ. Meðan bifreiðin, sem bygginga- meistarinn, vinur Björkmans, ók, (Framh. á bls. 29) 11

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.