Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Side 13

Samvinnan - 01.12.1955, Side 13
BREYTT VEÐURSPÁ. Vanmátt okkar enn eg finn auglýstan að nýju. Skákað hefir skaparinn skýrleik Teresíu. EKKI MARGIR. Fyrir aðra á sig hart ekki margir leggja, þó hjá flestum einhver art innan þröngra veggja. Á RINGULREIÐ. Ymsra lund er ekki rótt. Átaksmundir svitna. Yndisstundir eyðast fljótt. Allir fundir slitna. FÆST, EF LEITAÐ ER. Oft vill þreyta hugans hrönn, högum breyta stríðlynd önn, þó að hreyti í fetin fönn, finnst, ef leitum, gæfan sönn. HVÖT. Upp til starfa, unga þjóð, og það látið skilja, að þið hafið íslenzkt blóð, íslenzkt þrek og vilja. Störfum þörfum lið að ljá, Ieiðir betri kenna. Auðsuppsprettur íslands má örar láta renna. Að menn sjái ættland vort eigi hrausta drengi. Verið hefir gagnslaus* gut galað helzt til lengi. SÓI.RIS. Fer um strindi blíður hl.rr brögnum vndi vekur Roðar tinda röðul' skær rökkurmyndir hr'Tur. YFIRSJÓNIR. Uft vill glaða hugsun hrjá, hlýja drauma banna, endurminning ættuð frá yfirsjónum manna. AÐ MORGNI Á TJÖRNESI. Ut um sundið Ægis blátt upp er blundur hafinn, þar sem Lundey lyftist hátt lagarmundum vafin. Suipu' S)amtíJh armanna: Arnold Toynbee frægasti sagnfræðingur vorra tíma Brezki sagnfræðingurinn Arnold J. Toynbee hefur lagt liðnar aldir undir smásjá sögurannsókna sinna og í því ljósi hefur hann skoðað ýmis vanda- mál nútímans og komizt að merkileg- um niðurstöðum. í hinu risavaxna riti hans um rann- sóknir hans á mannkynssögunni, A Study of History, hefur hann gert at- huganir á tuttugu og sex menningum, sem samkvæmt ritum hans hafa ver- ið til síðast liðin sex þúsund ár. Toynbee hefur komizt að þeirri nið- urstöðu, að öll menning beri að sama brunni, og að vöxtur eða hnignun í sérhverju þjóðfélagi sé næstum ein- göngu afleiðing af erfiðleikum, sem þegnar þjóðfélagsins hafa orðið að mæta, og hvernig þeir hafa snúizt við þeim erfiðleikum. Til dæmis segir Toynbee, að fyrir ’öngu hafi eyðimerkur Norður-Afríku verið frjósamt land og þar hafi búið fjöldi manna, sem hafi lifað af veið- um. Eftir því sem tímar liðu fram, þornuðu þessi sléttlendi og skrælnuðu, dýrin flúðu veiðilöndin, en veiðimenn- irnir stóðu augliti til auglitis við erf- iðleikana. Hvernig áttu þeir að draga fram lífið? Sumir þes:ara veiðimanna gátu ekki mætt erfiðleikunum. Þeir gátu ekki breytt um lifnaðarhætti. Þeir annað hvort dóu út, eða lifðu mjög frumstæðu villimannalífi. Aðrir mættu erfiðleikunum með skynsemi. Þeir breyttu um lifnaðar- hætti og fluttu til Nílar-dalsins. Þar ruddu þeir skóga og þurrkuðu mýrar og landið varð vel fallið til búskapar. Afleiðingin varð sú, að þeir döfnuðu vel og sköpuðu hina gagnmerku egypzku menningu, sem entist í fjög- ur þúsund ár. Samkvæmt því sem Toynbee segir, geta erfiðleikar einnar þjóðar veíið með mörgum hætti. Að komast heilu og höldnu fram úr einum erfiðleikum vekur að jafnaði nýja erfiðleika. Tök- um til dæmis Aþenubúa hina fornu. Offjölgun fólks á fremur rýru landi skapaði hjá þeim vandamál. Þeir réðu fram úr þeim með því að setja á stofn nýlendur erlendis. Það skapaði brátt stjórnmálaleg vandamál, sem þeir á- samt öðrum erfiðleikum reyndust ekki nægilega sterkir til að ráða fram úr. Úr því fór hinni frábæru hellensku menningu að hnigna. Margir frægir sagnfræðingar hafa spottað þessi sjónarmið Toynbee? Þeir álíta starfsaðferðir hans r kenningar fjarstæðukenndar. Það bó viðurkennt um alian hei: r. kenning Toynbees hafi vaki^ r a rót og skrif rnpðal lærdóms. na heidur en nokkurt söeui''pt. erk, sem áður h'Tur út komið Arnold Toynbee e^ annvaxinn maður og álútur meö' ^ngleitt, fölt andlit og hvítt, f ít hár. Hann fæddist í Londor. arið 1889. Móðir hans h.aut há kólamenntun fyrst kvenna í Eneiandi. Toynbee hlaut gamald igs uppfræðslu í grísku og lat- ínu vio Oxford háskóia. Síðan var hann ár í Grikklandi. Meðan hann dvaldist þar fékk hann áhuga á utan- ríkismálum og samtímis sögu fornra menninga. (Framh. & bls. 23) 13

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.