Samvinnan - 01.12.1955, Blaðsíða 15
í réttarskjölum og kvittunum, sem
geymst hafa.
Hann eignaðist son, en enginn veit,
hvort móðirin var konan hans, eða
hvort hann giftist nokkurntíma. Hann
fór í mál við skattayfirvöldin. E1
Greco áleit, að list ætti ekki að skatt-
leggjast. Endalokin urðu þau, að hann
vann málið. Nú á dögum hefði hann
víst verið kallaður „business-maður“.
I fyrstu málaði hann aðallega fyrir
kirkjur. Filippus 2. fékk mynd hjá
honum, en var óánægður með hana
og verzlaði ekki meira við E1 Greco.
Samt sem áður var alltaf nóg að gera
á verkstæði Grecos. Hann geymir
frumdrætti að verkum sínum og mál-
ar aftur og aftur myndir, sem seljast.
I Toledo rekur hann verzlun, sölu-
menn fara um landið þvert og endi-
langt, og í Sevilla er sagt, að hann hafi
haft fasta útsölu á verkum sínum.
Augljóst er, að E1 Greco hefur haft
hóp aðstoðarmanna og fjölda nem-
enda til að anna pöntunum. Það er
sennileg skýring á því, að mörg verk
með hans nafni eru misjöfn að gæð-
um.
Fáar sögur eru enn til um E1 Greco.
Ein sagan segir, að nemandi hans gerði
mynd fyrir klaustur nokkurt. Munk-
arnir vildu ekki borga tvö hundruð
dúkata, eins og nemandinn krafðist,
og sendu boð eftir E1 Greco. Meistar-
inn kom, og þegar málið var skýrt fyr-
ir honum, réðist hann á nemanda sinn
og vildi lúskra honum með stafnum.
Munkamir gengu á milli þeirra og
sögðu, að drengurinn þekkti ekki gildi
peninga. E1 Greco svaraði: „Nei, en
það, sem verra er, að drengurinn
þekkir ekki gildi myndarinnar. Þorsk-
hausinn ætti að vita, að svona góð
mynd á að kosta minnst fimm hundr-
uð dúkata. Og ef hann fær ekki strax
sína peninga, þá getur hann komið
með myndina til mín.“
E1 Greco hélt sig ríkmannlega; þar
var nú „ekkert knífirí með harða
brauðið.“ Hann hafði hús á leigu með
hvorki meira né minna en tuttugu og
fjórum herbergjum, og hann hélt tón-
listarmenn til að spila sér til yndis og
ánægju við máltíðir.
Samt sem áður eru það engin ósköp,
sem hann lætur eftir sig, þegar hann
deyr 1614. Þar eru talin upp húsgögn,
sem í mesta lagi fylla tvö herbergi, enn
fremur eldhúsáhöld, sængurföt og
fatnaður af sama tagi og aðalsmenn
gengu í. Bókelskur hefur meistarinn
verið, því að í dánarbúi hans eru nítj-
án bækur um byggingarlist, tuttugu
og sjö grískar bækur og tuttugu og
sex latneskar, ítalskar og spænskar
bækur. Meðal annars eru þar rit Hom-
ers, Euripidesar, Demosþenesar og
Esóps.
Eitthvað lét E1 Greco eftir sig af
leir-, vax- og gipsmyndum, sem talið
hefur verið, að hann hafi málað eftir.
Fullvíst er þó talið, að hann hafi eitt-
hvað fengizt við höggmyndalist.
Það, sem einkennir mest verk E1
Grecos, er meðferð hans á ljósinu.
Það er ekki nein venjuleg birta, heldur
einhvers konar glampi eins og af sterk-
um ljóskastara eða sprengingu. Þessi
undrabirta skírir ekki lögun hlutanna,
heldur breytir þeim.
Samtíðarmaður E1 Grecos segir svo
frá:
„I gær heimsótti ég Greco og stakk
upp á smáferðalagi um borgina. Vor-
sólin, sem alla hlýtur að gleðja, skein
í heiði. Ég varð undrandi, þegar ég
gekk inn til Grecos. Gluggatjöldin
voru dregin svo þétt fyrir, að varla
sást skíma. Greco sat þar á stól. Hann
var ekki að vinna og hann svaf heldur
ekki. Ekki vildi hann ganga út með
(Framh. d bls. 31)
Kristur i GetsemanegarOinum.
Málverk eftir El Greco.
JÓLAKVEÐJA
til húsfreyjunnar í bænum
Hvað skal þér hátíð, er á ofþung
störf
þér annir ber.
Þar hefur vetur náð í nýja þörf
og níðst á þér.
Hver tyllidagur æpir ótt
á átök þín,
að hreinsa, fága, hlúa að
unz húsið skín.
Hvert bitakorn, hver sopi sá,
er seður mann,
er til þín sóttur. Það ert þú,
sem þar að vann.
Er aðrir bíða Ijóss og lits
og leggja starf
á hilluna, þú eljar enn
við allt sem þarf.
Þá velur klæði og veizlukost
þín veitul mund
og tendrar ljós og hlýjar hús
og helgar stund.
Þótt lítt eg kunni að þakka það,
sem þigg eg hér,
þá get eg skrifað, skráð á blað
hver skuld mín er.
Sigurður frá Brún.
15