Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Page 16

Samvinnan - 01.12.1955, Page 16
$ól í lcíóinninu SAGA EFTIB GARÐAR JOHANNESSON Hann lokaði fjárhúsunum vand- lega, þegar hann var búinn að hýsa ærnar. Það hafði hvesst á meðan hann var að að gefa. Veðurhvinurinn spáði óveðri, enda ekki góðs von af norðanáttinni á þessum slóðum. Fölið, sem fallið hafði fyrrihluta dagsins, þaut hvíslandi undan vind- inum. Gamli snjórinn kom nú aftur í ljós á stöku stað, harður og óhreinn. Hann sá eftir þessu föli, það glitr- aði svo fallega í lugtarljósinu, þegar hann fór í húsin, og honum hafði fundizt það eins og jólkaveðja til sín —- eina jólakveðjan líklega, þar sem það lá á þökum húsanna og greinum trjánna í garðinum. Nú var það bara fjúkandi snjór — kóf, sem alls staðar smaug inn, þar sem einhver rifa var. Það var hlýtt inni. Hann kveikti og leit á klukkuna. Hún var fimm; eftir klukkutíma byrjaði jólahátíðin. Hann hafði lokið öllum jólaundir- búningi kvöldið áður; það yrði ekki mikið jólatilhald hjá honum, en hann gat þó rakað sig, fengið sér bað, borð- að jólamatinn og hlustað á útvarpið. Áður fyrr hafði maður hlakkað til jól- anna í marga daga, en það er ekki hægt að hlakka til jólanna, þegar maður býr einn. Minningarnar komu, hljóðlátar, sumar barnalegar, Ijúfar, fölnandi eins og ómur af söng, sem fjarlægist. Eins og ósjálfrátt komu þær úr fylgsnum hugans á svona kvöldum. Þær eiga ekki heima í hversdagsleik hins dag- lega — ennþá mundi hann dýrð fyrsta jólatrésins, sem hann sá, lítill snáði. Hann hafði horft hugfanginn á öll litlu ljósin, ekki fengist til að líta af þeim, og mamma hans hafði tekið hann í fangið og sagt honum, að Ijó.s- ið væri tákn hins góða, og að það væri alltaf birta um þá, sem góðir voru. Þessum jólum hafði hann aldrei gleymt. Hann horfði á þreytulegt andht sitt í speglinum. Bráðum færi aldurinn að marka sín spor með djúpum hrukk- um, hárið yrði grátt, ef hann þá ekki missti það áður. En það gerði ekki svo mikið til, það gladdi engan, þetta and- lit, hrjiggði engan heldur; enginn leit- aði þar neins. Hann átti það einn, og það líklega án öfundar. Hangikjötið var kalt, og eiginlega hafði hann litla lyst áþví. Þóvarþetta úrvals hangikjöt, boðlegt höfðingj- um; feginn hefði hann viljað seðja alla svanga í kvöld. Daufiegt var að sitja einn að veizlu, kaldhæðni örlag- anna, enginn til að njóta með manni sigursins yfir fátæktinni. Hann var cinn og hafði svo mikið. Svo voru margir, sem höfðu svo lítið af því, sem hann hafði nóg af, en þeir urðu að nota síðustu aurana til að kaupa ögn af til jólanna. Sumir af þeim nýflún- ir úr sveitunun:; ef til vill kunnu þeir nú betur að meta hina gjöfulu mold. Hann opnaði útvarpstækið og hlustaði á frásögnina um fæðingu jólabarnsins. Undarlegur er máttur þessarar gömlu frásagnar, manni finnst hún ávallt ný, af því að boð- skapur hennar er svar við dýrustu þrá mannsins, þránni eftir friði á jörðu. — Fyrir hennar látlausu orð- um verður stríðstrumban að þagna litla stund, og einhverntíma mun hún sameina aflið, sem býr í hinum fá- tæku, kúguðu og hrjáðu, til að láta stríðstrumbuna — kröfu hinna vold- ugu um meiri völd, þagna að eilífu. Hann þekkti frið einverunnar. — Var það annars nokkur friður? Losn- aði maður nokkurntíma við þessa þrá eftir samveru við aðra menn. Fölnaði hún aldrei, mynd þeirra, sem voru farnir? Hvarf hún aldrei, þessi löng- un til að flýja sjálfur? Hann gat ekki flúið, vildi það ekki heldur. Hér bar honum að vera. Hér hafði verið íslenzk byggð í þúsund ár. Faðir hans og hann höfðu breytt þessari jörð úr koti í stórbýli, ef hún væri fullnytjuð. Hér hafði hann dreynit draum æsku sinnar um ást- ina. Fagur hafði hann verið, eins og dans norðurljósanna á kvöldhimni vetrarins. En draumar þola ekki birtu dagsins, né heldur rök skynseminn- ar. Mat hins mögulega gerir þá að hjómi eða gullnu ryki, sem vindur- inn feykir burt. Nú vissi hann, ,tð ástin verður full- orðin alveg ein? og þeir ungu; hún breytist úr granr. i og léttfættri mey í virðulega hefðarfrú, sem athugar föt manna, efnahag, hvort þeir hafi þveg- ið hendur sínar, möguleika til skemmtana, réttindi, skyldur m. m. — ennþá mundi hann dýrð fyrsta jólatrésins, sem hann sá, lítill snáði. Hann hafði horft hugfang- inn á öll litlu Ijósin, ekki fengizt til að líta af þeim. 16

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.