Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Page 17

Samvinnan - 01.12.1955, Page 17
Hann lokaði fjdrhúsinu vandlega, þegar hann var búinn að hýsa œrnar. Hér hafði hann byggt hús handa konu, en hún hafði ekki treyst ást þeirra til að þola fásinnið, og hún hafði hlegið að heimsku hans, þegar hann vildi ekki fylgja henni í fjöl- mennið. Hann vonaði, að hún væri hamingjusöm núna. Hjá honum var hún aðeins fögur minning. Nei, hann ætlaði ekki að flýja; þá var betra að vera útilegumaður, hæddur af þeim, sem umfram allt vildu vera kaupstaðarbúar, ekki fyrst og fremst íslendingar, bara kaupstað- arbúar. Utilegumaður varð hann, sekur, þegar hann vildi ekki vera í halaróf- unni miklu, sem flúði moldina. Hann hafði aldrei gleymt þessum hlátri hennar; líklega sáu aðrir hann þannig líka, hlægilegan eins og nátt- tröllin í þjóðsögunum, sem urðu of sein að forða sér áður en dagaði. Hann vildi ekki trúa því, að hann væri gagnslaus, að verk hans hér í Holti ættu eftir að drafna niður eng- um til gagns. Gat ekki flóttinn stöðv- ast? Jú, vissulega. Næsta kynslóð hlaut að sjá villu þessarar og leiðrétta hana. Það var verst að ráða ekki við ný verkefni, af því að maður var einn. Það var svo gaman að breyta móum í tún með bylgjandi grasi, að sigra. Nú var hann smám saman að verða þræll vanans. Sömu verkin, dag eftir dag. Eiginlega var það vonin um, að vorið kæmi snemma, sem hjálpaði manni til að þola tilbreytingarleysi vetrarins. Blessað vorið, með sínum björtu nótt- um, ilminum, sem fyllti loftið, iðandi lífinu, sem alls staðar lifnaði eins og af sjálfu sér, hlýju vorregninu, sem þyrst jörðin drakk í sig, og svo ótal mörgu öðru, sem maður átti engin orð yfir, en bara vissi — og þurfti þess heldur ekki, af því að maður var einn. Það var skrítið, þegar maður þráði vorið, vonaði maður, að það yrði eins og vor, sem var löngu liðið, og manni fannst hafa verið svo gott. Var það óskin um að finna aftur eitthvað af því, sem hafði glatazt? En vorið sem kom varð aldrei eins. ---------Heims um ból helg eru jóL------- — . Það bjó nú enginn lengur í Asi, næsta bænum fyrir vestan Holt. Hjónin, sem þar höfðu verið síðustu ábúendur, áttu mörg, ung börn; þau, og þó sérstaklega bömin, höfðu verið vinir hans, áður en þau fluttu. Nú voru þau líklega búin að gleyma hon- um. Það var ekki gaman að koma að Ási núna. Hann hafði farið þar fram hjá í fyrradag. Vindurinn skellti hurð, sem hafði opnazt eða verið brotin 17

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.