Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Síða 20

Samvinnan - 01.12.1955, Síða 20
ið og kastaðist út af veginum. Hann var risi að vexti og rauður í andliti og hann hrópaði til Umjaans: „Hvað á þetta að þýða, gamli idíót, að standa á miðjum veginum og glápa?“ Hann hristi kreppta hnefana móti Umjaan, en gamli maðurinn svaraði með því að endurtaka kurteislega kveðju hinna innfæddu. Hvíti mað- urinn stökk fokvondur á hjólið aftur og ók áfram, en Umjaan hélt áfram ferð sinni, uppfullur af innri gleði, eins og hann hefði hitt gamlan vin. Svo sá hann bíl, sem stóð spölkorn frá veginum. Engan sá hann þar í námunda. Með aðdáun strauk hann gripinn með sínum sinaberu höndum, en þá heyrði hann einhvern segja eitt- hvað. Furðu lostinn starði hann í allar áttir. „Nei, gamli minn, ég er hér undir.“ Fölur, ungur maður í stuttbuxum skreið undan bílnum. Hann stóð á fætur og var gremjulegur á svipinn. „Það er víst eitthvað að skrjóðnum,“ sagði hann og sneri upp á yfirskeggið. Umjaan brosti og sagði á sinni eig- in tungu: „Ég er Umjaan, höfðingi og leiðtogi meðal Bapedi-manna. Megi akrar þínir vel þrífast og konur þín- ar fæða þér mörg börn.“ „Það er vonandi.“ Ungi maðurinn hafði ekki verið lengi í Afríku, en hann hafði óljósan grun um, að ekki væri viðeigandi að standa þar og kjafta við innfæddan. Hann gekk nokkur skref aftur á bak og sagði aft- ur: „Það er vonandi, — vonandi er það.“ Og Umjaan hafði meðfæddan rílcu- legan skilning á því, hvað viðeigandi væri og hvað ekki og hann lyfti hend- inni í kveðjuskyni. Um leið og hann var kominn spölkorn frá bílnum, lagð- ist hann til svefns undir tré. Það var miklu lengra til Shamva en hann hafði haldið og hann varð að vera vel vakandi og upplagður, þegar hann kæmi til hvítu mannanna í Shamva. HANN VAKNAÐI aftur í dögun og flýtti sér af stað, af því að hann var hræddur um, að hann yrði að gista, ef hann yrði seinn. í fjarska sá Umjaan ljós og hann varð nú enn léttari í lund, þegar hann sá, að hann var á réttri leið. Samt liðu nokkrir tímar áður en hann komst til Shamva. Umjaan þrammaði þreyttur en ham- ingjusamur ettir gangstettunum og starði stórum augum á búðarglugg- ana og það skein í hvítar tennurnar. Hann var svangur, en það gat nú beð- ið. Hann hafði nóg að gera í bili að athuga furðuverk hvítu mannanna. Allt í einu varð honum Ijóst, að hann var eini innfæddi maðurinn á götunni og allir litu um öxl og störðu á hann. Umjaan var í sjöunda himni yfir öllu, sem hann sá, og þegar hann kom á enda götunnar, gekk hann yfir hana til að athuga búðargluggana hinum megin. En Umjaan komst ekki langt þeim megin. Hann stóð og horfði hrif- inn á dýr nærföt í glugga, þegar hann fann allt í einu, að hönd var lögð á öxl hans. Umjaan sneri sér við og sá stóran og hörkulegan mann í dásam- lega fallegum fötum með gylltum hnöppum. — „Það var svo sem auð- vitað,“ sagði lögregluþjónninn. „Þú ert ekki hræddur um þig! Hvar er vegabréfið þitt?“ Umjaan brosti, lyfti hönd sinni til að heilsa manninum og byrjaði að tala á tungumáli sínu. Hann rétt gat óskað, að konur lögregluþjónsins mættu fæða honum mörg börn, þeg- ar gripið var fram í fyrir honum: „Þetta vissi ég! Ekkert vegabréf. En við höfum rúm fyrir þig í kjall- aranum, vinur sæll.“ Síðan tók lögregluþjónninn í handlegg Umjaans og leiddi hann eft- ir götunni. „Hver er hann þessi?“ spurði yfir- lögregluþjónninn á lögreglustöðinni og kinkaði kolli til Umjaans. „Hann gekk á götunni eftir lokun- artíma,“ sagði lögregluþjónninn, „hann gekk bara um og glápti, eins og hann hefði beztu samvizku í heimi.“ Það var í rauninni þessi greinilega, góða samvizka Umjaans, sem Iög- regluþjónninn var mest undrandi yfir. „Hann lítur nú út fyrir að vera bezti náungi,“ sagði yfirlögreglu- þjónninn og sneri sér að Umjaan. Umjaan brosti og sívaraði ein- hverju á hrognamáli sínu. „Látið hann í klefa nr. 4,“ sagði yfirlögregluþjónninn. „Abbot skilur þetta tungumál. Hann getur séð um hann, þegar hann kemur á morgun.“ Atburðina þar á eftir mun Umjaan muna til æviloka. Hann var þveginn og fékk ríkulega máltíð. Þar næst voru látin á hann Ijómandi falleg handjárn og hann látinn í klefa. Og í þessu notalega umhverfi sofnaði gamli Umjaan fljótt. Morguninn eftir var hann enn þveginn og hann fékk ágætan morg- unmat og þar næst var hann færður fyrir Abbot yfirlögregluþjón, sem nú var á vakt. „Hver ert þú?“ spurði Abbot á tungu Umjaans og gamli maðurinn varð mjög glaður. „Ég er Umjaan, höfðingi og leið- togi meðal Bapedi-manna . . . .“ Yfirlögregluþjónninn hlustaði á allt, sem Umjaan hafði að segja með stakri þolinmæði og svo tók hann símann brosandi. „Heyrið þið,“ sagði hann í sfmann, „það er Umjaan gamli negrahöfðingi. Komið þið strax með vörubíl og ak- ið honum heim.“ ÞEGAR UMJAAN sat aftur heima í þorpinu sínu um kvöldið og drakk öl með hinum höfðingjunum, lýsti hann með mikilli lotningu heimsókn sinni til hvítu mannanna. „Ég var blá- ókunnugur og ráfaði um eins og barn, sem villist að næturlagi,“ sagði Um- jaan og dreypti á ölinu, „en svo var það einhver, sem þekkti mig, sem ég held, að hafi verið undirhöfðingi á einhvern hátt, því að klæðnaður hans 20

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.