Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Síða 21

Samvinnan - 01.12.1955, Síða 21
KENGÚRAN á keLmsmet í hástökki og lang- stökki og er ótráiega spretthörb var mjög fallegur. I fyrstu virtist hann undrandi að sjá mig — næstum því hrærður — en svo fór hann með mig í hús hins raunverulega höfð- ingja. Þeir tóku á móti mér með tak- markalausri kurteisi, og einn gaf mér auk þess dásamlega falleg armbönd. Þeir færðu mér mat á diskum, sem ég hugsa, að hafi verið úr skíru gulli . . . Gamli Umjaan var nú orðinn ör af ölinu og Iangt fram eftir nóttunni hélt hann áfram frásögn sinni af þess- ari vel heppnuðu heimsókn til borgar hvítu mannanna. -------i i ^--------- — Er þetta ekki frú Hansen, sem þarna gengur? — Jújú. Hún gifti sig í gær í fjórða sinn, og þegar hún kom heim með nýja eiginmanninn, tók litli sonur hennar fram gestabókina og bað hann að skrifa nafnið sitt í hana. ★ Síðla kvölds sátu þau í lystigarðin- um og létu vel hvort að öðru. Astin ljómaði í augum þeirra. — O, hvað þú kyssir vel, sagði hún. — Þakka þér fyrir. Ég er trompet- leikari í lúðrasveitinni, svaraði hann hrevkinn. ★ Á legstein lögfræðings nokkurs í Ameríku var letrað eftirfarandi: Hér hvílir lögfræðingur og heiðarlegur maður. Nokkrum árum seinna gengu tveir menn sér til skemmtunar eftir kirkju- garðinum og virtu fyrir sér hinar skipulögðu legsteinaraðir. Skyndilega fór annar að rýna í legstein lögfræð- ingsins. — Á hvað ertu að glápa? spurði hinn. — Ég er að velta því fyrir mér, hvort hér hafi tveimur mönnum verið holað í sömu gröf. Hvað er merkilegast við kengúr- una? Elestir munu nefna pokann, sem dýrið ber unga sína í, eða þá fram- fæturna, sem eru mjög smáir í hlut- falli við afturfæturna eða halann, sem er gífurlega stór og eftir því sterkur og algjör methali meðal spendýra. Kengúran hefur sem sagt margt, sem gaman er að athuga, en fyrrnefnd einkenni greina hana mest frá öðrum dýrum. Hvað mönnum finnst merki- legast af þeim, verður að vera smekksatriði. Annað mál er það, að þetta er ekki eins furðulega afbrigðilegt og í fljótu bragði mætti halda. Að minnsta kosti gefa vísindin einfalda skýringu á því, að kengúran skuli vera eins og hún er. Þá er þar til máls að taka, að öll spendýr og fuglar líka, eru uppruna- lega komin af skriðdýrum, sem voru meira eða minna skyld risaeðlunni ó- hugnanlegu. Ef við athugum mynd af risaeðlunni, verður ekki hjá því kom- izt að taka eftir sameiginlegum ein- kennum og hjá Kengúrunni. Að vísu hefur okkar dáfríða og sið- prúða Kengúra ekki hinn ægilega haus risaeðlunnar, né tennur sem sverð eða ógnþrungnar klær. En risa- eðlan hafði næstum hlægilega smá- vaxna framfætur, þó að afturfæturnir væru stórkostlegir og halinn hreint ferlíki. Við hljótum því að komast að þeirri niðurstöðu, að Kengúran hafi orðið aftur úr og standi á frumstæðara þró- unarstidgi. Rejmdar hafa öll spendýr hala, þótt misjafnlega sé hann langur og öll hafa þau sterkari afturfætur. Sjálfsagt hefur þú, lesandi góður, sterkari fætur en hendur. Hvers er svo Kengúran megnug með þessa einkennilegu limi? Fyrir það fyrsta eru framfæturnir hreint ekki svo máttlausir þótt grannir séu. Það er ótrúlegt, en satt, að menn hafa látið boxara-hanzka á framfæt- urna á Kengúru og það kom í ljós, að hún gat lamið hraustlega. Kengúrur eru mjög misjafnlega stórar, þær stærstu á hæð við fullorðinn mann, en þær minnstu ekki stærri en kanína (Framh. á bls. 43) Efri rnyndin: Kengúra býr sig til stökhs. Mun- urinn á aftur- og framfótunum sést greinilega. NeÖri myndin: Kengúran styður sig við halann, þegar hún situr. Unginn gcegist upp úr pok- anum. 21

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.