Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.12.1955, Blaðsíða 26
Framhaldssagan: Tirekkvísi örlaöanna Sftír Sraga Sígurjónsson SOGULOK Annars var það Einar, sem fyrstur bar mér tíðindin um dótturina, og hafði ég aldrei séð hann glaðari. Hann var með miklar ráðagerðir á prjónunum um stækkun verk- stæðisins og aukna framleiðslu á húsgögnum, allt vegna nýja borgarans, sagði hann og brosti glöðu drengjabrosi. Mér kom það því nokkuð á óvart, er ég frétti það þrenr mánuðum síðar, að Einar hafði látið meistarann, sem séð hafði um verkstæðið í fjarveru hans, hætta hjá sér, og náunginn væri farinn úr bænum. En þetta kom ekki mál við mig, og Einar minntist ekki á það. En svo var það rösku ári eftir fæðingu dótturinnar, að Einar hringdi í mig kvöld eitt og bað mig að hitta sig. Sagðist vera einn heima, barnfóstra, bætti hann við með gamansemi í röddinni. Vildi mjög gjarnan hafa tal af mér. Ég man enn glöggt, að þetta var koldimmt febrúar- kvödd og ég var leiður yfir ónæðinu, var niðursokkinn í ættfræðisýsl. Nema hvað Einar tók á móti mér með mestu alúð, Ieiddi mig í stofu og blandaði í glös. Hann lét fánýt orð falla um veðráttuna og heilsufarið og bætti síðan við, að konan væri á slysavarnafundi. Tróð í pípu sína og sett- ist loks, eftir að hafa gert furðulega leit að eldspýtum. Síðan fór hann að segja mér frá því svo undarlega vand- ræðalega, að hann hefði alltaf litið á mig sem bezta vin sinn, í rauninni eina trúnaðarvin sinn, er hann hefði nokkru sinni átt, fyrir utan konuna, bætti hann við og brosti þurrlega. En ýmislegt væri þannig vaxið, sem fyrir karlmanninn kæmi á lífsleiðinni, að hann gæti ekki rætt það nema við karlmann. Og sig langaði til að trúa mér fyrir nokkru. Hann ætti sem sé að leggjast undir upp- skurð í næstu viku, að vísu hættulausan, en þó vildi hann, að annar vissi leyndarmál sitt , ef — Og svo sagði Einar mér með löngum hvíldum og vand- ræðaþögnum söguna af kynnum sínum og Ekmanshjón- anna, Charles Ekmans, sænskættaða liðsforingjans í Nor- folk og Amilíu ísabellu Rosha Ekmans, spánskættuðu konunnar hans. Þeir Einar höfðu kynnzt af hreinni til- viljun. Einar hafði verið nærstaddur, er Charles Ekman hafði lent í ökuslysi og meiðzt, þó ekki alvar- lega. Einar hafði fylgt honum til læknis og síðan heim, og Charles hafði verið honum mjög þakklátur. Hin unga og fagra frú hans ekki síður. Upp úr þessu hefðu svo nán- ari kynni spunnizt. Einar hafði farið á skemmtistaði með þeim, verið boðinn heim til þeirra, skroppið með þeim í stutt ferðalög um helgar. Þau voru barnlaus og virtust geta lifað og Iátið eins og þau lysti, Einar einmana út- lendingur, þakklátur og hrifinn af þessum kynnum. Tveim mánuðum áður en dvalarári Einars Iauk vestra, varð Ekman að fara frá Norfolk vegna herþjónustustarfa sinna, en frúin unga varð eftir. Ekman sagðist treysta því, að Einar léti henni ekki leiðast þá tvo mánuði, sem hann ætti eftir að dveljast í borginni, og Einar hafði lofað sínu bezta. Hann fór á skemmtistaði með henni um helgar, fylgdi henni heim, þáði jafnvel glas með henni í íbúð hennar. Það voru yndislegir tveir mánuðir og síðasta kvöldið þó yndislegast. Slíkur unaður hafði hann ekki vitað, að væri til hér á jörð. En heldur ekki slíkt helvíti, sem samvizkan bjó honum burtfarardaginn, þegar Char- les Ekman hafði komið óvænt heim og fylgt honum á járnbrautarstöðina, bezta vininum sínum, eins og hann orðaði það. Raunar fylgdu þau honum bæði hjónin. „Og sjáðu svo þetta bréf,“ sagði Einar, „og myndina.“ Hann rétti mér þéttskrifaða pappírsörk, ritaða styrkri og drátthreinni snarhönd, þar sem Charles Ekman tjáði sín- um kæra vini Einari Ásbjörnssyni, að þeim hjónunum hefði orðið sonar auðið tæpu ári eftir burtför hans, „eign- ast stóran og myndarlegan strák með Ijóst hár og blá augu, eins og sænskur víkingur,“ svo sem þar stóð. Mynd- in sýndi soninn, knæfan kubb, brosandi með eina tönn í efra gómi — og djúpa hrukku ofan frá hægra kinnbeini niður á kjálkabarðið. Ættareinkenni Einars. Þegar ég rétti Einari bréfið og myndina, mættust augu okkar, og hann kinkaði kolli. „Þú getur því nærri,“ hélt Einar áfram frásögn sinni, „að mér þótti það gráleg hefnd fyrir gleymsku einnar næt- ur, þegar kona mín ól dóttur tæpum níu mánuðum eftir heimkomu mína, svarthærða hnáku með pétursspor í höku og dökk augu, sem urðu innan tíðar brún. Þú veizt, að við hjónin bæði erum Ijóshærð og bláeyg. Ég skildi fljótt samhengið og lét meistarann, þú veizt, hætta. Ég gat ekki haft hann daglega fyrir augunum. En annað gat ég heldur ekki gert í málinu. Ég hafði hrasað sjálfur. Hvernig fórst mér að dæma konuna? En ég játa, að mér 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.