Samvinnan - 01.12.1955, Page 29
Þetta er ný mynd af Sambandshúsinu i Reykjavik. Á myndinni sést nýja dlman, sem byrjað var u
195}. í kjallara hússins hefur bókaútgáfan Norðri aðsetur. Á fyrstu hæð eru véladeild og skipa-
deild. Á annari hœð eru Samvinnutryggingar. A priðju lucð skrifstofa forstjóra og á fjórðu hœð
fræðsludeild. Þessi bygging er hin vandaðasta og öllu smekklega fyrir komið.
fálka af kappi, en gefur ánum gætui
um leið. A næstunni á hann að fara
að heiman í fyrsta sinn. Hann er ráð-
inn að Hafranesi við Reyðarfjörð til
Níelsar móðurbróður síns. Það er f jöl-
mennt rausnarheimili og búskapur
rekinn af kappi til lands og sjávar.
Þar yrði víst ekki mikill tími til að
sinna listrænum verkefnum. Svo líð-
ur dagurinn og drengurinn rekur ærn-
ar heim í kvíar.
Tvö ár eru liðin. Það er búið að
kveikja ljós í baðstofunni á Strýtu í
Hamarsfirði, því að enn er ekki áliðið
vors. Jón bóndi fæst við koparsmíði.
Finnur sonur hans hefur mulið tálgu-
stein í femisolíu og málar. Það á fvr-
ir honum að liggja að verða frægur
málari. Ríkarður er nýlega kominn
frá Hafranesi, þar sem hann hefur
verið í tvö ár. Hann er knár ungling-
vanur átökum til lands og sjávar. Þó
er hann fremur hæggerður og draum-
lyndur.
Hann situr á rúmi sínu í baðstof-
unni og greypir í stein mynd af Ijóni.
Fyrirmyndin er gyllt ljón á tóbaks-
bréfi frá föður hans. Hann hefur nokk-
ur útskurðarjárn í höndum. Þau hef-
ur Georg læknir Georgsson á Fá-
skrúðsfirði sent honum. Ríkarður
minnist þess með þakklæti. Hann
hugsar um listina og framtíðina.
Hann sér í huganum óunnin verk.
— Á morgun ætlar hann suður —
til náms.
G. S.
Þar glitra daggir...
(Framh. af bls. 11)
skríður liðlega krókótta skógargöt-
una með Varpen og Ljusnan niður að
Segersta, rekur Björkman aðaldrætt-
ina úr þróunarsögu byggðarlagsins.
Og eftir því, sem mínúturnar líða,
breytir landið um svip. Undir sól að
sjá verður árbakkinn svartur og speg-
almynd trjátoppanna á vatnsfletin-
um sem af ævintýralegum turnbygg-
ingum og köstulum. Sums staðar sést
líka ekki til neinna mannabýla fvrir
hinum miskunnsama skógi, sem kann
að fela, en týnir þó engu. Það gerir
ekkert til, því að mannvirkin eru ekki
til prýðis, þar sem guði hefur tekizt
bezt upp við sköpunarverkið. Um-
hverfið var fyrr en varði orðið óraun-
verulegt. Þessar turnspírur höfðu sézt
á vatnsfletinum, áður en skóhljóð
mannsins rauf hér kyrrðina í fyrsta
sinn. Og þó voru þær bara skuggar
á vatnsfleti árinnar. Hún hafði ráðið
hér ríkjum, brotið niður bakka og
hlaðið upp eyrar og nes, áður en trén
námu land. Hún hafði seitt til sín
lækina og allar hinar árnar hvaðan-
æva úr nágrenni sínu og lokkað til
að fylgja sér út til sævar. Hún hafði
sorfið landið til og mótað sem hönd
hins þolinmóða meistara, sem hand-
leikur leirinn af stakri vandvirkni og
nostursemi, eyðir og endurbyggir, unz
listaverkið er fullmótað og eins þótt
svo aldrei verði. Hún var sú hönd,
sem skapaði landið.
FLIÓTIÐ LOKKAR FRUM-
BYGGJANN.
Fljót höfðu hvarvetna ærna þýð-
ingu fyrir byggingu landa. Land, sem
stórfljót fellur um, hafði meiri mögu-
leika til að byggjast en annað, þar
sem svo hagaði til, að mörg fljót
smærri féllu hvert í sínu lagi til sæv-
ar. Fljótið var inngangurinn í landið.
Þannig hefur verið um Ljusnan og
Helsingjaland. Hún hefur lokkað
(Framh. á bls. 41)
29