Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Qupperneq 35

Samvinnan - 01.12.1955, Qupperneq 35
FRAMHALDSSAGA BARNANNA /\odm /ra' /sí íó EFTIR J. MAGNUS BJARNASON Einu sinni snemma á öldinni sem leið, átjándu öldinni, bjó fátækur steinhöggvari í snotru steinhúsi kipp- kom fyrir vestan Ríó de Janeiró, sem þá var aðeins stórt þorp. Hann var ekkjumaður, þegar þessi saga gerðist. Hann átti dóttur eina, er Linda hét. Hún var fríð sýnum og góðum kost- um búin, og unnu henni hugástum allir, sem nokkur kynni höfðu af henni. Og menn kölluðu hana „Rós- ina í Ríó“. Þá var hún lítil stúlka, lék sér oft á litlum hól fyrir vestan húsið. Einu sinni, er hún var að leika sér þar, — hún var þá tíu ára gömul, ■— kom lítill drengur á hennar reki á hól- inn til hennar. „Viltu leika þér við mig?“ spurði drengurinn. Hann var í grænum fötum, og augun hans voru falleg og blá eins og heiður himinn. „Já, ég vil leika mér við þig,“ sagði Linda litla. Og svo léku þau sér allt til sólarlags. „Nú verð ég að fara heim,“sagði drengurinn. — — „Hvar áttu heima?“ „Fyrir vestan fjöllin,“ sagði drengur- inn. Hann hljóp svo í áttina til fjallsins. Linda horfði á eftir hon- um, unz hann hvarf inn í skóginn í hlíðinni. Þegar steinhöggvarinn kom heim frá starfi sínu um kvöldið, sagði Linda honum frá ókunnuga drengn- um, sem komið hafði til hennar um daginn. „Ég hef aldrei séð neinn dreng í grænum fötum,“ sagði faðir hennar, „og ég veit ekki af neinum hvítum manni, sem býr fyrir vestan fjöllin. Þetta hefur verið einhver drengurinn hérna í þorpinu, og hefur verið að leika huldudreng, því að huldufólkið í Brazilíu á að vera í grænum fötum, en það er þó ekki til. Daginn eftir, þegar Linda var ný- farin til að leika sér á hólnum, kom drengurinn aftur til hennar. „Viltu leika þér við mig í dag?“ spurði hann. „Það vil ég gjarnan,“ sagði hún. Og nú léku þau sér saman allt til sólar- lags. „Nú fer ég heim,“ sagði dreng- urinn. „Þú átt heima hérna í þorp- inu,“ sagði Linda litla. „Þú þyrðir ekki að fara einn yfir fjöllin, og svo býr þar heldur ekkert hvítt fólk.“ „Jú, mamma mín og ég búum fyrir vestan fjallið,“ sagði drengurinn, „og ég er ekki hræddur við að fara einn yfir fjöllin, jafnvel þó að myrkur sé.“ Svo hljóp hann af stað vestur til fjallsins og hvarf inn í skóginn í hlíð- inni. Daginn eftir kom drengurinn og lék sér við Lindu litlu á hólnum. Og í marga daga kom hann, og þau léku sér alltaf saman, þangað til komið var undir sólarlag, þá hljóp hann æv- inlega af stað vestur til fjallsins og hvarf þar inn í skóginn. Og Lindu þótti alltaf vænna og vænna um hann, því að hann var svo miklu kurteisari og allt öðruvísi en hin börn- in, sem hún þekkti þar í þorpinu, og svo vildu þau svo sjaldan leika sér við hana, af því að faðir hennar var bara einfaldur steinhöggvari og fá- tækur í tilbót. En enginn þar í þorp- inu sá dreng þennan, nema hún ein, því að hann kom aldrei til að leika sér við hana, nema þegar hún var ein á hólnum. „Hvað heitir þú?“ sagði hún einu sinni við hann. „Ég má ekki segja það núna,“ sagði hann, „en mér þykir ósköp vænt um þig.“ „Og mér þykir líka ósköp vænt um þig,“ sagði Linda litla og stakk svuntuhorninu í munninn. „Viltu verða konan mín, þegar við erum bæði orðin stór?“ sagði drengurinn. „Já, ég skal verða konan þín, þegar ég er orðin stór,“ sagði Linda litla og beit í svuntu- hornið og togaði í. — Svo fór dreng- urinn sína leið, og hún sá hann ekki aftur í mörg ár. En hún mundi alltaf, hverju hún hafði lofað. Linda varð sextán ára. Hún bar þá af öllum öðrum stúlkum í Ríó de Janeiró, hvað fríð- leik og háttprýðí snerti. „Satt er það,“ sagði fólkið, „já, víst er það satt, að fríð er hún, Rósin í Ríó.“ Og augu allra ungu piltanna þar í þorpinu mændu á þessa yndisfríðu mey, — og enga nema hana. En hún leit ekki við neinum þeirra, því að hún mundi, hverju hún hafði lof- að litla drengnum í grænu fötunum. Svo var það einn dag, þegar hún var rúmlega sextán ára, að pilturinn í grænu fötunum kom til hennar, þar sem hún var að huga að blómum fyr- ir vestan hólinn. Hann var enn í grænum fötum, en hann var nú ekki lengur lítill. Hann var nú vöxtuleg- ur og vænn sýnum og bar langt af öll- um þeim piltum, sem Linda hafði nokkru sinni þekkt. „Viltu koma með mér upp í fjallshlíðina?“ sagði piltur- (Framh. d bls. 41) Börnin góÖ. Það er hugmyndin að flytja ykkur framhaidssögu áfram, ef þið verðið góð og hlýðin á jólunum. Rósin frá Ríó er úr sögunni Brasilíufar- arnir og verður í tveim næstu blöðum. 35

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.