Samvinnan - 01.12.1955, Qupperneq 41
Þar glitra daggir...
(Framh. af bls. 29)
frumbyggjana til sín, er þeir á reiki
sínu um landið suður undan urðu þess
áskynja, að um breiða dali eyðilands-
ins í norðri féllu fiskauðug vötn. Slíkt
klaut að orka sterkt á hinn síhungr-
aða frummann. Og hann varð ekki
fyrir vonbrigðum. Ain geymdi honum
ríkulega veiði. Og hliðarárnar og læk-
irnir í fjölgreinóttu æðakerfi lands-
ins, sem sameinast í hinni stóru líf-
æð þess, Ljusnan sjálfri, vísuðu hon-
um leið gegnum villugjarna skógana.
Elzta byggð, sem vitað er um í
Helsingjalandi, kvað vera frá því fyr-
ir meira en 5000 árum. Voru þá flakk-
andi veiði- og fiskimenn á reiki með-
fram Ljusnan, hliðarám hennar og
vötnunum. Þetta voru steinaldar-
menn, og tíðast finnast eftir þá stein-
axir. Síðar festist byggðin. Víða á
þessum slóðum eru haugar, sem eiga
aldur að telja til tímabilsins frá því
um Krists fæðingu til 1000 e. Kr.
Vitna þeir um líf og menningu fornra
Helsingja. Á víkingaöld mun fólk
hafa flutzt og menningaráhrif hafa
borizt vestan yfir Jamtaland frá Nor-
egi, og geyma íslenzkar fornbók-
menntir sagnir frá þeim.
ÁIN SAMGÖNGULEIÐ
Á SUMRI OG VETRI.
En þótt fólk festi varanlega byggð
sína meðfram Ljusnan og Ieitaði fleiri
atvinnuvega en veiðanna, rýrnaði
ekki gildi hennar fyrir það. Auðvitað
héldu hinir fornu Helsingjar áfram að
veiða í ánni. En nú fékk hún enn eitt
hlutverk í þágu byggðarlagsins. Fólk-
inu reyndist engin leið greiðari til
ferðalaga og flutninga en hún. Þéttur
skógurinn var torfær vetur og sumar,
en árnar og vötnin stóðu opin til
samgangna.
Snemma tóku menn á þessum slóð-
um að gera sér eintrjáningsbáta, sem
yfirleitt munu ekki hafa borið nema
einn mann, en til voru einnig tveggja
manna för, þannig gerð, að tveir hol-
aðir trjábolir voru festir saman hlið
við hlið. Síðar var auðvitað farið að
smíða stærri og veglegri farkost, og
eru bátar notaðir á ánni enn í dag,
þótt nú sé liðinn sá tími, er hún mátti
kallast eina samgönguleiðin um land-
ið. Allvíða í ánni eru fossar og flúð-
ir, og varð þar ekki farin önnur leið
en bakkinn.
Áin var ekki einasta samgönguleið-
in um landið að sumrinu, meðan sam-
göngutækni var á frumstigi og nátt-
úrlegum skilyrðum þótti í flestu að
hlíta. Hún var það einnig að vetrin-
um. Hana lagði, og þá var ísinn al-
faraleiðin. Á jóladaginn, er fólk var
á leið til kirkju á hestasleðum sínum
eftir vötnunum og ánni, var siður, að
menn reyndu fráleik hesta sinna á
ísnum. Og einnig var algengt, meðan
bátsferðir voru tíðastar, að menn
færu í kappróður.
ÖÐINN í BOLLNÁS.
Þar eð árnar voru fyrrum eina
greiða leiðin um hið skógi klædda
land, hefur svo hlotið að fara snemma,
að svæðið umhverfis Varpen varð
miðsvæðis í stóru byggðarlagi. Þar
mætast Ljusnan og Voxnan, sem
tengdu fjarlægar skógarbyggðir sam-
an, og þar hefur snemma orðið blóm-
leg byggð. Haugar fornra höfðingja
og aðrar fornar byggðarminjar vitna
um það. Þarna var því tilvalinn sam-
komustaður til guðsdýrkunar. Inni í
borginni Bollnás er hæð, sem heitir
Ohnbacken, Óðinshóll, ávöl hólbunga
með strjálum trjágróðri. Þar var hof-
ið reist. Þar rétt hjá, þar sem hét
Baldurshagi, hefur fundizt járnöxi.
Fyrrum er talið, að hóll þessi hafi
staðið nær vatninu, og enn fyrr ver-
ið umflotinn því með öllu. En hofið
á hólnum hefur verið grafið upp og
telja sérfróðir, að það sé frá því um
800—900 e. Kr.
FLUTNINGALEIÐ OG
AFLGJAFI.
Síðan komu þeir tímar, er maður-
inn braut sér greiðar samgönguleiðir
gegnum skógana. Bátsferðunum um
ána fækkaði, unz þær lögðust að kalla
niður. En áin hafði samt miklu hlut-
verki að gegna fyrir byggðina. Þegar
samgöngur milli þjóða tóku að örf-
ast vegna tilkomu gufuaflsins, sköp-
uðust möguleikar á að nýta hina
geysivíðu skógarfláka. En eina leiðin
úr vegleysum skóganna voru vatns-
föllin. Gífurlega stórir timburflotar
sigla á ári hverju niður Ljusnan og
hliðarár hennar yfir flúðir og stöðu-
vötn til sögunarmyllanna og tré-
mauksverksmiðjanna. Og afl sitt hef-
ur áin líka gefið börnum landsins. Við
málmverin hafði hún forðum knúið
smíðahamra og fýsibelgi, í gömlu
sögunarmyllunum dró hún þungar
sagirnar, og nú knýr hún raforkuver-
in, og er langur vegur frá, að allt afl
hennar sé nýtt. Ljusnan hefur því allt
frá fyrstu byggð Helsingjalands ver-
ið lífæð þess og fóstrað og verndað
þá byggð, sem blómgazt hefur þar frá
fyrstu tímum. Um það vitna timbur-
flotarnir á Varpen, sem sýndust eins
og gullnir flekkir á bláglampandi
vatninu, er sólin var að hverfa niður
fyrir skógarhæðirnar í vestri, og trjá-
topparnir á bökkunum loguðu í
rauðagulli kvöldsins, yfir sortagrænu
skógarþykkninu.
Rósin frá Ríó
(Framh. af bls. 35)
inn. „Það vil ég gjarnan,“ sagði Linda
og varð kafrjóð í framan. Svo gengu
þau upp í hlíðina. „Viltu nú koma
með mér upp á brúnina?“ sagði pilt-
urinn. „Nei, það þori ég ekki,“ sagði
hún. Hann fylgdi henni þá aftur nið-
ur á hólinn, sneri þar við og gekk inn
í' skóginn og var mjög dapur í bragði.
Linda fór svo heim til sín og var
hnuggin um kvöldið, en ekki sagði
hún neinum, að hún hefði fundið pilt-
inn. Daginn eftir kom pilturinn til
Lindu. „Gakktu nú með mér upp á
fjallsbrúnina,“ sagði pilturinn. „Svo
mikið vil ég gjöra fyrir þig,“ sagði
hún. Svo gengu þau upp á fjallsbrún-
ina og fóru hægt. „Komdu nú með
mér yfir á vestari heiðarbrúnina,“
sagði pilturinn, þegar þau voru kom-
in upp á fjallið. „Nei, það þori ég ekki,
elsku vinur,“ sagði hún, „ég er svo
hrædd.“ Nú varð pilturinn mjög dap-
ur í bragði. En hann fylgdi Lindu
aftur niður á hólinn og hvarf síðan.
Næsta dag kom pilturinn á ný.
„Þorirðu nú ekki að koma með mér
yfir á vestari heiðarbrúnina, elsku
vina?“ sagði hann. „Jú, nú þori ég
að fara með þér, elsku vinur,“ sagði
hún. Þau lögðu nú af stað og leidd-
ust, og námu ekki staðar, fyrr en þau
voru komin yfir á vestari heiðarbrún-
ina. Framh.
41