Samvinnan - 01.03.1958, Síða 9
En hann varð strax óánægður með
sjálfan sig, því að honum fannst sér hafa
farizt klaufalega.
Unnur leit niður í heyið. vildi ekki Iíta
framan í hann, en hann tók það sem
eðlilegan vandræðaskap og feimni og var
staðráðinn í að færa sér hið rétta augna-
blik í nyt og stama fram bónorðinu, en
rétt í því þurfti faðir hans að álpazt inn
í hlöðuna. Hann blés mæðinni og kastaði
sér niður í hevið.
„Það er alveg eins og syndaflóðið sé
að koma aftur.“ sagði liann.
Kjartani gramdist að vera ónáðaður
einmitt þegar mest reið á, en bót í máli
var, að hann var nú orðinn sannfærður
um vilja stúlkunnar; hefðu þau verið ein
örlítið lengur, hefði hún áreiðanlega kast-
að sér í fangið á honum. Jæja, hún var
það raunar nú þegar, það sá hann á öllu,
og hann gat alveg rólega beðið eftir næsta
tækifæri.
Eftir þetta magnaðist afbrýðissemi
Kjartans í garð Finns, einkum er hann
sá að Finnur hitti Unni eina. Og það.
sem honum gramdist mest var, að Unn-
ur brosti eins blíðlega við Finni og hon-
um sjálfum og það versta var, að hún
virtist ennþá glaðværari við Finn. Hún
hló að skrítlum Finns og hinn skæri hlát-
ur hennar stakk Kjartan í hjartað eins
og ör. Og reiðin sauð niðri í honum, ])ó
að hann léti ekki á neinu bera eftir
vanda. En það þótti honum verst, að
Unnur skyldi geta hlegið að bölvuðu
bullinu í Finni. eins og það var líka
merkilegt! Hann ergði sig yfir. að hann
skyldi nokkurn tíma hafa hlegið að sög-
unum hans Finns.
Nú urðu hinar tíðu heimsóknir Finns
hreinasta kvöl fyrir Kjartan. Hann Iét
Finn skilja það á sér, hafði sagt honum.
að hann mætti ekki vera að tefja sig
svona frá búskapnum nú, þegar hann
hafði tekið það allt að sér. Finnur yppti
öxlum, lét á sér skilja, að hann skyldi sjá
fyrir því sjálfur, ætti enda líklega mest
á hættu, annars væri hann að sækja góð
ráð til vinar síns, því að „þú, Kjartan
minn, ert fyrir mig eitthvað svipað og
Njáll var fyrir Gunnar á Hlíðarenda!"
— Og Finnur kom ennþá oftar eftir þetta
en áður hafði verið.
Kjartan sagði fátt, en hugsaði því
meira. Nú, þeir voru vinir, það var stað-
reynd, og að reka vin sinn á dyr var hið
síðasta, sem hann gat hugsað sér að gera.
En afbrýðissemi lians óx stöðugt, unz
hann var farinn að vakta Unni og fylgja
henni allsstaðar eftir með augunum. Hún
tók brátt eftir því, og loks varð það
hreinasta plága fyrir hana. En í stað þess
að biðja hann að hætta þessu hreinlega.
fór hún að forðast hann sem hún mátti.
Þegar liann nálgaðist hana eina, þurfti
hún endilega að finna sér einhverja af-
sökun til þess að hverfa á brott, en ekk-
ert orð fór á milli þeirra. Kjartan kenndi
Finni auðvitað um þetta háttalag henn-
ar, og tilfinningar hans í garð vinarins
kólnuðu óðum og hatrið festi rætur í sál
lians. Hvers var þessi vinur hans verð-
ur, hvers virði er svikull vinur? Vinátta
Finns hafði frá upphafi verið fals og lvgi,
og smjaður hans, er hann þóttist vera að
leita góðra ráða, var til þess eins gert
að reyna að véla frá honum stúlkuna.
Hann gæti hrækt á slíkan vin.
En Kjartan sagði ekkert af því sem
hann hugsaði. Hann byrgði gremju sína
inni fyrst Iengi; það var eins og hið ein-
asta áríðandi væri að þegja sem lengst
og sem fastast.
En Kjartan sagði ekkert af því, sem
hann hugsaði. Hann bvrgði gremju sína
inni fyrst lengi; það var eins og hið ein-
asta áríðandi væri að þegja sem lengst
og sem fastast.
En loksins brast þagnarmúrinn. Eitt
sinn, er Finnur kom. stamaði Kjartan því
fram, að honum þýddi ekkert að vera
að elta Unni á röndum, þar sem þau
væru nú eiginlega trúlofuð og það gæti
truflað stúlkuna meira en hún hefði gott
af. Þá rak Finnur upp þennan líka rokna
hlátur. Kjartan sá ekkert hlægileg við
þetta, en í stað þess að skýra málið varð
hann þögull að venju; það var eins og
það væru álög á honum að geta aldrei
talað hreint út. Finnur sló á öxlina á
Kjartani og sagði:
„Við skulum ekki verða óvinir út af
slíkum smámunum!“
„Sámunum,“ hafði hann sagt. Var lífs-
hamingja hans þá smámunir! Og þessi
maður hafði þótzt vera bezti vinur hans!
Svei því!“
Finnur ætlaði auðsýnilega að segja
eitthvað meira. en Kjartan rauk frá hon-
um, svo að hann fékk ekki tækifæri til
þess.
Og nú ríkti þögn heima í Urð. Kjartan
sagði varla nokkurt orð. Faðir hans var
í öngum sínum yfir því, en þorði ekki að
segja neitt. enda hafði hann jafnan ver-
ið fátalaður á heimilinu, utan þá er hann
þurfti að segja fyrir verkum.
Það var eins og hið þýðingarmesta í
veröldinni væri þögnin — þögnin, sem
lá eins og ísköld höm yfir regindjúpi
tortryggni og illra hugsana.
Kjartan sá, að nú varð eitthvað að
gerast. Hann sat um Unni til þess að
tala út um málið við hana, fá jáyrði
hennar, því að um það efaðist hann ekki,
ef hann aðeins fengi tækifæri til þess að
tala um fvrir henni. En þetta tækifæri
kom ekki. Hún virtist forðast hann.
Hann misskildi það, hélt að hún væri
feimin — það voru ungar stúlkur oft í
svona málum — og hann styrktist í
þeirri skoðun við það, að hún talaði
minna, þegar hann var nálægt. En hún
var alltaf jafn kát þegar Finnur kom, og
ennþá glaðværari. því að nú kom hann
sjaldnar en áður. Brátt varð hatur Kjart-
ans vfirsterkara öllum öðrum kenndum
og eitthvað voðalegt læddist inn í huga
hans. Hann Iangaði til að taka Unni og
lúberja hana og drepa Finn. Hefði mað-
ur bara lifað í fornöldinni!
Hann tók eftir því, að Finnur gerði sér
far um að hitta hann einan, en Kjartan
átti nú ekki annað eftir en að fara að
tala við hann, svo að hann vék alltaf
undan og lét Finn aldrei fá færi á sér.
Endilega ekki tala!
SAMVINNAN 9