Samvinnan - 01.03.1958, Síða 11
"'N
Krotað á spássíu
Offjölgun mannkynsins alheims-
vandamál, en mannfæð háir íslendingum
Eftir Gunnar Gunnarsson
ísland á sér að ýmsu leyti sérstöðu,
svo sem sjálfgefið er um eyju við
Norðurskaut og því að eðlilegum
hætti harðbýla nokkuð, en gjöfula
eigi síður, sé vel að verið á landi og
legi. Um búhyggni eyjarskeggja svo
sem hún kemur fram i rekstri ríkis-
ins, skal ekki rætt að sinni, en það
hygg eg ómótmælanlegt, að fátt bagi
oss meira en fólksleysi, nema ef vera
skyldi skortur fyrirhyggju. Úr fólks-
fæðinni hefur verið reynt að bæta
með því að ráða hingað um stundar-
sakir erlendan verkalýð, aðallega
Færeyinga, og hefur gefizt ekki sem
verst, en þjóðin þó stundum hlotið
hneisu af. Úrræði af því tagi eru und-
ir öllum kringumstæðum skammgóð-
ur vermir.
Það er gamalt orðtæki að ekki sé
nauðsynlegt að lifa, en það sé nauð-
synlegt að sigla, og gildir það sama
um framrás þjóðlífsins, að það er
ekki einstaklingurinn, sem öllu máli
skiptir á borð við afköstin. Annað
orðstef segir, að margar hendur vinni
létt verk. Hér eru hendurnar of fá-
ar til að nytja haf og hauður sem
vera ber. Hvernig má bót á því ráða
í heimi, sem sagður er á heljarþröm?
Ekki er það svo vel að það sé vetn-
issprengjan ein né heldur hin ill-
ræmda óáran í mannfólkinu, sem
heiminum stafi hætta af. Áreiðanleg-
ar heimildir herma og skynsamlegar
ályktanir af þeim dregnar þykja ó-
tvírætt sanna, að frjóvgunarmagn
mannkindarinnar sjálfrar sé í þann
veginn að verða álíka meinvaldur og
oftæknin, sem kalla mætti. Julian
Huxley telur afdráttarlaust, að aðal-
vandamál vorra tíma sé barneignir
um hóf fram. Mannkyninu hafi far-
ið smáfjölgandi frá örófi alda og
sjaldan orðið lát á, en síðustu þrjú
hundruð árin hafi viðkoman aukizt
skuggalega og nú keyri um þverbak.
Árleg fjölgun sé orðin einar 34 millj-
ónir eða sem svarar 4.000 á klukku-
stund, framleiðslu-aukning matvæla
hins vegar það langt á eftir, að ekki
nema þriðji hver maður njóti fullr-
ar næringar, og sé það hlutfall lík-
legt til að fara hraðversnandi og þá
um leið ástandið. Verði ekki að gert,
muni hnattbúum á árunum frá 1920
til 1980 hafa fjölgað um helming, —
þeir eru sem stendur áætlaðir eitt-
hvað kringum 2.5 billjónir. Minna má
gagn gera; og bætist þó kringlu
heims á sólarhring hverjum mann-
afli í meðalborg, hver þeirra allt að
því þriðjungi stærri en Reykjavík.
Tvær andstæðar hættur steðja að
veröldinni þessa dagana, ítrekar
Bertrand Russel, en ekki nema önn-
ur þeirra er almenningi nokkurn
veginn ljós, sem sé sú, að mannkynið,
með því að færa sér vetnissprengjuna
fullvel í nyt, kunni að útþurrka sjálft
sig. Hinn háskinn sé vart metinn að
verðleikum enn sem komið er, en
hann sé sá, að mannkyninu mætti
vel halda áfram að fjölga þangað til
meginið af því hljóti að búa við sult
og seyru, en aðeins fáir valdamenn
hafi í sig og á. Svo gerólíkar sem þess-
ar hættur sýnist, séu þær þó hvor
annarri nátengdar: líklegra öllu öðru
til að leiða af sér vetnisstyrjöld sé al-
heimseymd, er stafi af offjölgun
mannkynsins. —
Boðorðið um að aukast og marg-
faldast hefur, sem sjá má, heldur en
ekki gengið sér til húðar í stórlönd-
unum og einnig sumum hinna minni,
enda þegar hafinn áróður1) í þá átt,
að sárbiðja hvern velþenkjandi mann
og konu að þau, alþjóðaþegnskapar og
yfirvofandi hungurhættu vegna,
forðist til hins ýtrasta að ofhlaða
hnattborðið frekar en orðið er.
Vandi af því tagi, sem að ofan get-
ur, er annars ekki nýr af nálinni; hér
framan af árum leysti landinn hann
hver á sínum bólstað með útburði
meta barna eða óþarfra, og enn
geymir tunga vor minningar um það,
hvernig farið var að við fornömmur
vorar og afa, ef ekki feður og mæð-
ur, langlíf um of, að er um þrengdist
og önnur ráð þrutu var þeim hrund-
ið fyrir ætternisstapann.
Hrossalækningar af því tagi, þekkt-
ar fram á vora daga með frumstæð-
ari þjóðflokkum, eru vart líklegar til
að koma til álita sem bót á meinum
þjóðfélagsins samhliða þeirri ný-
lundu, að sláttumaðurinn slyngi berst
í bökkum vegna hinna geysihröðu
framfara á sviði lækna-, heilbrigðis-
og sóttvarnavísinda, en einmitt þær
bera aðalábyrgðina á því, hvernig
komið er um „eðlilegan dauðdaga“ og
x) Sjá ritgerðasafnið The Human Sum.
Heinemann, Lundúnum 1957.
þá um leið einnig hinu, hve mjög
horfir til vandræða um framfærslu
þess ógnarfjölda, sem fær ekki lengur
að deyja Drottni sínum óáreittur.
Missir barna má sem sé heita úr sög-
unni, á við það sem áður var, svarti-
dauði og aðrar dándisdrepsóttir eiga
í vök að verjast gegn áhugageggjuð-
um læknum og afvegaleiddum líknar-
stofnunum, jafnvel myndarlegustu
heimsstyrjaldir hafa ekki undan að
halda offjölguninni í skefjum, —
tvær þær síðustu fækkuðu mannkyn-
inu ekki nema um 20 milljónir sam-
anlagt, eða sem svarar tveim þriðju
af árlegri framleiðslu.
Hér heima er, sem þegar var á drep-
ið, vandinn annar og ólíkur. Hér
byggir örfámenn þjóð yfirgnæfandi
landrými, sem að vísu er tormelt, á
meðan verið er að ræsa fram fúa-
mýrar, yrkja óræktarmóa, girða fyrir
frekari landspjöll og reyna að ráða
bót á þeim, sem þegar eru unnin, svo
sem afviðun almenninga, beizla
vatnsorkuna og ná tangarhaldi á
jarðhitanum, enda veiðifang af víð-
um fiskimiðum aðalundirstaðan að
afkomu landsmanna.
Mannfjölgun í landinu mun all-
hröð, en sízt um of, og enn er það
vansetið og mun verða um langan
aldur. Væri það ekki aukvisaháttur,
að sjá sér ekki leik á borði, svo sem
nú er ástatt í mannheimum? Þá er
og á það að líta, að hefjumst vér ekki
sjálfir handa, mætti vel svo fara, að
ósjór alþjóðavanda bryti varnargarð-
ana. Væri ekki athugandi, hvort ekki
væri hyggilegt að vera sér úti um
landvist dugandi manna úr öllum
þeim sæg, sem á sér hvergi heimili
eða hefur hug á að breyta til? Mætti
ekki skipuleggja árlegan viðauka ut-
an frá og finna leiðir til að umbuna
innflytjendum, á meðan þeir væru að
koma undir sig fótum? Málkennslan
yrði að vera í lagi, en annars leysist
það atriði af sjálfu sér þegar í ann-
(Framh. á bls. 19)
SAMVINNAN