Samvinnan - 01.03.1958, Qupperneq 12
andlegu framvindu
Gulnuð blöð:
Markmið hinnar
Eftirfarandi bréf hefur Jón Sigurðsson í Yztafelli sent Samvinnunni og ritað athugasemdir
við. Þau eru frá Benedikt á Auðnum til Sigurðar í Yztafelli og sýna glöggt víðsýni mennt-
aðs „idealista".
I. Heimspekiþankar.
Pétiir á Gautlöndum, Benedikt á Auðnum og
Sigurður í Yztafelli voru saman í stjórn Kaupíé-
lags Þingeyinga, þrír einir samfleytt í nær tuttugu
ár (1895—1914). Þeir urðu mjög samhuga, en
nokkuð einráðir á þessum þrcskaárum félagsins.
Sjaldgæft mun nú orðið, slíkur samhugur og festa
í félögum, svo aldrei sé haggað við stjórn í tvo ára-
tugi.
Langt var á millum þeirra og skildu heiðar. Oft-
ast varð að fara fótgangandi á vetrum. Ferðir
varð að spara svo sem unnt var. Bréfin voru þá
ein tiltæk.
Sigurður í Yztafelli raðaði bréfasafni sínu eftir
höfundum á síðustu árum sínum. Þar kennir
mnrgra grasa. Rösk 40 bréf eru þar frá Benedikt.
Þess skal getið, að Sigurður var fæddur 28. janúar
1852, en Benedikt 28. janúar 1846.
Auðnum, 28. jan. 1894.
Eg ætla hvorki að skrifa um pólitík eða
kaupfélagsskap. Eg verð stundum leið-
ur á því. En síðan við töluðum saman
hérna í húskytrunni, um gátur lífsins,
hefur það efni hvað eftir annað hvarfl-
að í hugann. I dag er afmælið okkar. Eg
komst í stemning og nú ætla ég að senda
þér hugsanir minar, því ég efast um, að
við höfum skilið hvor annan rétt um
daginn. — Eg sagðist ekki vera material-
isti, þ. e. ég trúi á, og þykist hafa séð
„ide“ í lífinu. En hvort þessi ide er nokk-
uð „absolut“ og utan við „materium“,
getum við ekki dæmt um. því við skilj-
um ekkert algjörlega. En að leitast við
að skilja, er manninum ósjálfrátt. Til
þess hefur hann engu minni hvöt en að
berjast fyrir líkamlegu lífi. Þetta er lög-
mál mannvitsins, hið sanna þróunarlög-
mál, sem lyft hefur manninum alla leið
neðan frá dýrinu upp í hærra veldi, hið
andlega vekli, gætmn við kallað það.
Upp í þetta veldi hefur maðurinn ekki
hoppað, né honum verið kastað gegnum
tómt rúm. Það er hvergi hægt að draga
strik og segja: Hér var sálin sköpuð. hér
varð maðurinn andleg vera. Nei, al-
heimslögmálið, hvort sem það er per-
sónulegur guð eða ekki, hefur þokað
honum áleiðis að einhverju ósýnilegu og
óskiljanlegu marki, sem liggur langt ut-
an við okkar sjóndeildarhring. Við finn-
um að við erum á valdi einhvers lög-
máls, sem er ómótstæðilegt og óhindr-
andi, en við sjáum aðeins hverfandi lít-
inn kafla þess. Þegar maðurinn er kom-
inn upp í hið andlega veldi, fjölga hvatir
hans, auk hvatanna um varðveizlu h'k-
amslífsins koma hvatir, stundum enn
sterkari til að varðveita og endurbæta
sitt andlega líf. Hlutföllin milii hins dýrs-
Iega og vitræna eru sífclldri brevtingu
undirorpin, þess vegna er aldrei hægt
að segja, að maðurinn sé ,.normal“, þess
vegna verður engin lífsregla fundin
mórölsk eða sosialistisk, sem hafi ævar-
andi gildi. Það tjáir ekki að stemma
stigu fyrir hinni andlegu evolution, í því
skyni að varðveita líkamlega vellíðan,
og líkamlegar hvatir af því það sé svo
mikil nautn að fullnægja þeim.
Stríðið milli holdsins og andans —
hringferð frumefnanna, þ. e. líf og dauði
einstaklinganna, er háð glöggu lögmáli.
sem maðurinn hefur náð yfirliti yfir.
Þessu lögmáli má líkja við verkun
þyngdarlögmálsins á sólkerfi vort. Hnett-
irnir fara sama hringinn aftur og aftur
og sýnast ekkert takmark hafa. — Inn-
an sólkerfisins er þetta þekkt og skilið.
En svo hafa menn fundið að allt sól-
kerfið knýst með ógurlegum liraða að ó-
þekktum afar fjarlægum depli (alheims-
miðsól?) í ómælisgeimnum. Við þennan
depil má líkja markmiði hinnar andlegu
framvindu. Ilið andlega Iögmál bendir á
einhvern afarfjarlægan depil (alheims-
anda?) sem mannsandinn dregst að með
ómótstæðilegu afli.
Hnettir sólkerfanna í rás um alheims-
miðsól. Allifið í leit að alheimsanda . . .
Með öðrum orðum: Hið andlega er
hið eina rétta, raunhæfa. ekki hið efnis-
lega. Hinir mannlegu einstaklingar, að-
eins stundarbrigði. fenomen. hlekkir á
líðandi keðju allífslögmálsins. Það er
hugsanlegt að sólkerfi vort komist inn í
svo mikinn hita, á rás sinni um geiminn
að allir hnettirnir breytist í gufu og
hverfi. En þó hefur ekkert eyðst, eða
orðið að engu. Það er líka hugsanlegt,
að mannlífið komist í svo mikinn and-
legan hitastraum, að hið líkamlega.
hverfi: þ. e. ummyndist, en samt hefur
það ekki eyðst eða orðið að engu.
Að finna og skilja lögmálin og verða
þeim samtaka, reyna að eyða öllu, sem
spvrnir á móti er markmið allrar heim-
speki og lífsvizku. . . . Þetta eygja ein-
stakir spekingar (Konfutse, Sókrates,
Kristur, Tolstoy.......
Auðnir 29. jan. ’94.
Þarna uppgafst ég í gærkveldi. neðst
á hinu blaðinu og við það ætla ég að
Iáta sitja, þó þú kunnir að vera litlu nær
um lífsskoðun mína. Mig langar alltaf
til þess að takast á andlega við ykkur
Jón í Múla af því mér finnst að þið haf-
ið ekki skilið mig rétt. Þá skoðun nefni-
lega að npmnlífið er ekkert óraskanlegt,
hið eina óraskanlega er það lögmál, sem
maðurinn (og öll náttúran) hlýta, á stöð-
ugri breytinganna rás að huldu nrarki.
Og þess vegna verður engin lífsregla sett
er hafi ævarandi gildi .... Hvorki þú
né Jón í Múla geta sagt hvernig rnann-
eðlið verður að 10 þús. árum liðnum,
hvaða hlutfall verður þá milli anda og
efnis, hvað maðurinn telur þá nautn eða
kvöl.
Ég ætla nú að hætta það er víst mál
(Hér kemur kafli um einkamál, sem ekki verð-
ur birtur.)
Og vertu nú blessaður og sæll. svo
sæll, sem unnt er.
Þinn einl. vinur,
Benedikt Jónsson.
Blessaður gleymdu ekki Ófeigi.
H.
Bókasafn Þingeyinga.
Ymsa mun furða það, að bændur, sem aldreí
höfðu á skóla gengið og varla komið út úr héraði
sínu, skuli ræða slík mál sín á milli og bréflega,
sem framanritað bréf sýnir. Ennþá er órituð saga
bókafélagsins „O.S.F.“ („Öfeigur í Skörðum cg
félagar"), saga þjóðlífsins þingeyska, og annars
hugræns félagsskapar í Þingeyjarsýslu á síðasta
þriðjungi 19. aldar.
Bókalélagið var sem þjóðskóli Þingeyinga á síð-
ustu áratugum 19. aldar. Þorsteinn Erlingsson var
hér á ferð 1910. Hann sagði að svo virtist, sem
bókafélagið hefði verið ígildi háskóla.
Fjöldi manna hér í sýslu lærði á þessum árum
að lesa cg skilja bækur á Norðurlandamálum,
12 SAMVINNAN