Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1958, Síða 15

Samvinnan - 01.03.1958, Síða 15
staður á Akranesi 1949 að vandlega athuguðu máli og mati á því, hvar hentugast mundi að reisa þetta mikla mannvirki. Undirbúningsframkvæmd- ir hófust 1952, er danska dæluskipið „Sansu“ var fengið hingað til lands til að sannreyna, að hægt væri að dæla sandinum af botni Faxaflóa. Reynd- ist það engum vandkvæðum bundið, og flutti skipið á land 212.000 smá- lestir af sandi, sem dælt var í þró mikla á Langasandi á Akranesi, og verður þessi sami sandur fyrsta hrá- efni sementsverksmiðjunnar. Ekki var unnt að hefja byggingafram- kvæmdir til muna, fyrr en fengið var nægilegt erlent lán og gengið hafði verið frá sammngum um vélakaup til verksmiðjunnar. Var slíkur samn- ingur gerður vorið 1956 við fyrirtæk- ið F. L. Smith & Co. A/S í Kaup- mannahöfn, sem mun vera stærsti framleiðandi heims á sementsvélum og nýtur mikils álits á sínu sviði. Hóf- ust byggingaframkvæmdir síðan í maímánuði sama ár og hafa því stað- ið í rúmlega tvö ár. Þegar Iitið er á hin miklu mannvirki, sem risið hafa á Akranesi, eins og myndirnar með þessari grein gefa nokkra — en þó engan veginn fullnægjandi — hug- mynd um, verður að segja, að fram- kvæmdum hafi miðað vel áfram. Um framleiðslumagn hinnar nýju verksmiðju segir Helgi Þorsteinsson, að hin danska verksmiðja ábyrgist, að hún muni framleiða 250 lestir sements dag hvern. Þar sem venju- lega er unnt að starfrækja vélar sementsverksmiðju 300—330 daga á ári, verða heildarafköstin væntanlega yfir 75.000 lestir, en framleiðsluverð er áætlað nokkru lægra en verð á inn- fluttu sementi. I þessu sambandi bendir Helgi á, að innflutningur af sementi hafi verið sem hér segir síð- ustu ár: 1953 ............ 54.711 lestir 1954 ............ 63.434 — 1955 ............ 77.062 — 1956 ............ 89.169 — Notkun sements fer að verulegu leyti eftir fjárhagsástæðum þjóðar- innar og þarmeð því fé, sem til er hverju sinni til fjárfestingar. Gjald- Kvarnhúsið í smíðum. Kvörnunum hefur verið komið fyrir á traustar undirstöð- ur. I baksýn sjást efnistankamir og til hægri sér á bakhlið efnisgeymslunnar. ÞRIGGJA MANNA STJÓRN fer með málefni sementsverksmiðjunnar. Hana skipa, frá vinstri: Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Innflutningsdeildar SÍS, Jón Vestdal, framkvæmdastjóri verksmiðjunnar og stjórnarformaður. — Lengst til hægri er Sigurður Símonarson á Akranesi. — Stjórnin hefur setið síðan 1949. Geymsluhúsið er risamannvirki á okk- Vatni var dælt inn í olíugeyminn og ar mælikvarða, enda stærsta hús á vinnupallar fljóta á því. Jafnframt því landinu. Enn er það ekki fullbyggt. lyftir vatnið grind, sem bera skal þakið. SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.