Samvinnan - 01.03.1958, Page 21
V aðlaklerkur
EFTIR DANSKA HÖFUNDINN STEN BLICHER
GUNNAR GUNNARSSON. RITHÖFUNDUR. Þ Ý D D I
Gunnar Gunnarsson, listmálari hefur teiknað myndirnar
★ Ný, spennandi
★ framhaldssaga,
★ sem f jallar um
★ morðmál
★ prests á Jótlandi
Að tengdafaðir minn tilvonandi glæptist til að ráða Níels
brúsa var slysni, sem vel mætti koma honum í koll. Það er
ljóti drumburinn! Það sér á, að þeir eru bræður, hann og
Ingvarsstaðadelinn. Klerkur ætti að greiða slánanum eftir-
stöðvarnar af kaupi hans og reka hann. heldur enn að vera
að skíta sig út á að dangla í annan eins dóna. En hann er
óþolinn og eftirgangssamur um skör fram, hann séra Sören
minn; en kekkir í kvarnsteinum koma fram í mjölinu. Það
líður varla svo dagur. að hann hafi ekki hugraun af ökuþórn-
um, en hann er ófáanlegur til að losa sig við hann.
Nýverið rak hann honurn kinnhest. Heitaðist þá Brúsa-
bróðir við húsbónda sinn: löðrunginn þann skyldi hann fá
launaðan! En þetta fór fram undir fjögur augu, — orðin verða
ekki á hann hermd.
Eigi að síður kallaði eg strák fyrir mig og ávítaði hann
harðlega, svo að við lá hótunum. Eg get varla sagt að hann
virti mig svars. Áreiðanlega býr hann yfir illu.
Unnusta mín hefur þrábeðið föður sinn að hreinsa til á
heimilinu, en karl heyrir ekki á því eyranu. Satt að segja
veit eg ekki hvernig fer, þegar hún hverfur þaðan, — hún,
sem ein hefur lag á að víkja öllu til betra vegar og vernda
föður sinn.
Hitt veit eg víst. að hún verður mér ástrík eiginkona: vín-
viður húsið um kring, eins og þar stendur.
Illan enda tók það, og góðan þó — Níels brúsi hefur hlaup-
izt úr vistinni. Tengdafaðir minn elskulegur er fokvondur. en
eg hlakka vfir því í kyrrþey, að hann skuli hafa losnað við
illmennið áfallalaust. Raunar má búast við að Brúsinn sæti
færis að gera upp við hann sakirnar. en sem betur fer eru lög
og réttur í landi; enginn þarf að óttast. að gengið verði á hluta
hans átölulaust.
Klerkur hafði skipað piltinum fyrir verkum, sett hann til
að stinga upp garð, en er hann gekk þangað til að líta eftir
framkvæmdum, stóð strákur hallur á rekuna fram, en hafðizt
ekki að, nema hvað hann brá undir tönn hverri hnotinni eft-
ir aðra. molaði skurnið myndarlega og spýtti því út úr sér,
en bruddi kjarnann. Garðlandið hafði hann ekki hreyft.
Þá þaut í guðsmanninum, en svikahrappurinn brást hið
versta við, kvaðst aldrei liafa verið ráðinn til að fara með reku
og garðskæri. Skipti það engum togum, að Vaðlaklerkur rak
honum rokna löðrung, en pilturinn grýtti verkfærinu og jós
úr sér ókvæðisorðum.
Greip reiðin þá gamla manninn þeim ógnartökum, að hann
tvíhenti rekuna og lét höggin dynja á sökudólginum. Það hefði
hann ekki átt að gera, — reka er voðavopn. hahli efldur mað-
ur á og sé því í bræði beitt. Skálkurinn hafði þann hátt á,
að hann lét fallast til jarðar. Varð presti þá ekki um sel,
þreif til hans og reisti á fætur, en hinn greip til fótanna, hent-
ist í loftköstum yfir limagerðið og lagði á rás til skógar. —
Þannig segist tengdaföður mínum frá, og er sagan ófögur.
Unnusta mín getur ekki á heilli sér tekið, óttast að þrjót-
urinn muni hefna sín á einn eða annan hátt: vinna búpeningi
þeirra mein eða jafnvel kveikja í húsunum. Vonandi afstýrir
Drottinn hermdarverkum.
Að þrem vikum Iiðnum má eg eiga von á ástvinu minni
elskulegri sem húsfreyju á heimili mitt. Þegar hún á dögun-
um leit inn til mín, sýndi eg lienni hvernig hér er umhorfs,
utan húss og innan. Var hún vel ánægð með það allt saman,
— kvað sér segja svo hugur, að hún mundi una sér hjá
mér. Ilins vegar hefði hún áhyggjur af að neyðast til að vfir-
gefa föður sinn, — sem og vafalaust mun sakna hennar sár-
lega.
Er því sjálfsagt, að eg geri það sem mér er unnt til að bæta
honum upp dótturmissinn. Hef eg stungið upp á að við skipt-
um, þannig, að Geirþrúður móðursystir mín fari til hans.
Enn eru töggur í henni, þótt tekin sé að eldast. Betri ráðs-
konu á hann naumast völ.
Hamingjan hlær við mér, — það á eg Guði að þakka, sem
allt annað. Unnusta mín er englum lík, um það ber öllum
saman.
Reiðin greip gamla manninn ógnartökum.
SAMVINNAN 21