Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1958, Síða 27

Samvinnan - 01.03.1958, Síða 27
Sigurjón Jónsson. Á heiðinni voru vörður. Undanfarin dægur hafði geysað krapahríð. Heiðin var hulin í fann- breða, svo að hvergi sá dökkan díl. Og vörðurnar voru klæddar í klaka- hjúp, samlitan umhverfinu. Göngubúinn maður lagði til heið- arinnar. Veðrið var bjart, heiður himinn, útsýn fögur til allra átta — kaldur tíguleiki yfir vetrarauðninni. Færðin þung og lýjandi, skelin brotn- aði í hverju spori. Ferðamaðurinn varð göngumóður. Hann þræddi nákvæmlega vörðuðu leiðina, nam staðar við hverja vörðu, tók þó eigi tíma til að hvíla sig og blása mæðinni, heldur reiddi stöngina til höggs og braut niður klakabrynj- urnar. Seint um kvöldið kom hann til byggða, þreyttur eftir erfiðan dag. Þá risu vörðurnar afhjúpaðar í hjarn- breiðu þingeysku heiðarinnar. Þessi gamli ferðaþáttur rifjast upp þegar þú, glókollur, ert að stíga fyrstu sporin. Sumir viðburðir halda verð- gildi gegn um aldir og áratugi; — þeir leita fram í hugann, þegar ungur mað- ur rís á legg. Verðlaunaritgerð Kaupfélags Þingeyinga — í dag stígur þú glókollur fyrstu sporin — Eftir Sigurjón frá Þorgeirsstöðum Vörður á vegum eru hlaðnar til að leiðbeina vegfarendum. Þeir þurfa ekki að notfæra sér slíka leiðsögn, þegar kennileiti sjást í landslagi, stjörnur leiftra og norðurljós braga. En í myrkri og dimmviðri kemst ferðalangurinn oft til mannabyggða með því að þræða leiðina frá einni vörðu til annarar. Þeir, sem hlóðu vörðurnar, eru ef til vill horfnir í mold feðranna, en þeir lifa áfram í verkum sínum. Varða, sem er vafin í værðarvoðir vetrarins, bregst á varðberginu. Hún er eins og göfug kóngsdóttir í álög- um, sem greint er frá í ævintýrunum. Og hún bíður þess, að elskhugi henn- ar, þeyvindurinn, komi og leysi hana úr hlekkjunum. Bóndinn, sem gekk heiðina í hrein- viðrinu, þurfti ekki að gefa gætur að vörðunum. Hann var þaulkunnugur leiðinni. En hann vissi, að ljósum degi getur fylgt sótsvört nótt, og íslenzk veðrátta er hverflynd og duttlunga- full. Og hann lét sig varða örlög mannsins, sem leggur á heiðina næsta morgunn. Þess vegna braut hann klakann af vörðunum — gerðist liðs- maður sólbráðs og sunnanvinda. í dag stígur þú, glókollur, fyrstu sporin. Þú brosir, baðar út höndun- um, bjartur drengur, hamingjusamur yfir unnum sigri, en jafnframt dálítið kvíðandi að fótstyrk bresti til að standa óstuddur. Það er skylda eldri kjmslóðarinnar að rétta æskunni örfandi hönd, benda henni á varðaða vegi, reyna að glæða trú hennar á það hlutverk, sem henn- ar bíður í landinu. Æskan fer að vísu í mörgu sinna eigin ferða, en kjölfest- una fær hún að lokum úr hollum á- hrifum, sem hún verður fyrir í upp- vextinum. Það er einkum eitt, sem ég vil segja þér, glókollur, um leið og þú stígur fyrstu sporin: Landið þitt heitir ÍS- LAND. Sumum finnst það lítilmót- legt land, eyja með eld og ísa, norður undir heimskauti. En þú mátt aldrei gleyma því, glókollur, að þú ert ís- lendingur — þér á að vera það heil- agt hugðarefni, að reynast íslandi sannur sonur. Landið þitt, glókollur, er fagurt. Það er land mikilla andstæðna. Hrika- leg fjöll með gnæfandi tinda, úfin brunahraun, lyngheiðar og fífusund, silfurtærar bergvatnsár í djúpum Á síðastliðnu ári átti Kaupfélag Þingeyinga 75 ára afmæli. í tilefni af því efndi kaupfélagið til ritgerðasamkeppni meðal samvinnustarfsmanna um land allt. Samkeppnin var auglýst í HLYN, hinu útbreidda og vinsæla blaði samvinnustarfsmanna, sem Fræðsludeild SÍS gefur út og Örlygur Hálfdánarson stýrir. Verðlaunin voru vikudvöl í Þingeyjarsýslu fyrir tvo í boði kaup- félagsins og heiti ritgerðarinnar skyldi vera FYRSTU SPORIN. Fjölmargar ritgerðir bárust, en dómnefndin var sammála um yfirburði ritgerðar þeirrar, er hér birtist. Reyndist hún vera eftir Sigurjón Jónsson, fulltrúa hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga í Höfn. Sigurjón Jónsson er fæddur að Borg í Hornafirði 3/9 1911. Ilann ólst upp að Víðinesi í Berufirði. Stundaði nám við Lauga- skóla 1931—32. Hóf störf hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga 1935 og vann þar til síðustu áramóta, en fluttist þá til Reykja- víkur. Sigurjón hefur mikið fengizt við smásagnagerð og hefur Samvinnan nokkrum sinnum birt sögur eftir hann. AIls mun hann hafa birt 40—50 smásögur í blöðum og tímaritum undir nafninu Sigurjón frá Þorgeirsstöðum. SfiMVINNAN 27

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.