Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1958, Side 29

Samvinnan - 01.03.1958, Side 29
dölum, skolgrá jökulfljót á svörtum söndum, mergð tignarlegra fossa, stór stöðuvötn með eyjar og voga, þar sem endur kafa og svanur syngur. Rjúpan og þrösturinn eiga börn í birkiskógum, en sólskríkjan skjól milli steina. Og í sveitunum, við fjall og fjörð, yrkir bóndinn og fjölskylda hans fögur ljóð í moldina. Lagboðinn við þá ljóðagerð er — trúin á landið. Hafið við strendur lands þíns, gló- kollur, er síkvikt og breytilegt, með bylgjudali og bárufalda. Það er ógn- andi, þegar brimskaflar brotna á hleinum, en milt og merlað í miðnæt- ursól. Það er gjöfult. En gjafir þess eru oft dýrkeyptar. Það reynir á þrek og karlmennsku sjómannanna, sem draga í þjóðarbúið dýrmæta björg úr hafdjúpunum. Þar eru margar dáðir drýgðar. Landið þitt, glókollur, hefur stund- um verið nefnt sögueyjan. Bókiðja forfeðra þinna myndar perlur í heims- bókmenntunum. Og saga þjóðar þinn- ar er að mörgu leyti mjög merk. Ör- lögin hafa að vísu oft spunnið hnökr- ótt band með bláþráðum, svo að vef- urinn, sem sleginn hefur verið í vef- stól aldanna, er misjafn að gæðum og áferðin sundurleit. En það eru vel gerðir kaflar í voðinni. Frelsi er fjöregg þjóða og einstakl- inga. Þjóðin þín, glókollur, stofnaði þjóðveldi á Þingvelli. Þar réðu vitrir menn ráðum. Þá hófst gullöld. En sá, sem stendur á tindinum, getur hrap- að í gljúfragil. Þjóðin þín, glókollur, hrapaði niður í örbirgð, varð um- komulaus í greipum erlendrar ánauð- ar. En saga hennar minnir á kjarrið í brunahrauninu: Það dregur svölun og næringu úr duldum lindum undir hraunskorpunni. Umkomulausa smá- þjóðin glataði aldrei sjálfri sér, tungu sinni og frábærum bókmenntaarfi. Undir felhellum fornrar frægðar, mannvits og drengskapar, fólust glóðir, sem ornuðu og efldu viðnáms- þrótt hennar. Og hún sigraði að lok- um í sjálfstæðisbaráttunni. En það er eigi nóg að endurheimta frelsi og fullveldi. Þjóðin verður að varðveita hitann í eigin barmi. Mak- ráður amlóði og sýndarmenni nýtur án verðleika verka athafnasamra for- eldra, sem brutust úr öskustó til bættra lífskjara. Hann sólundar arfin- um. Og fjöreggið brotnar í höndum hans. I bláurn augum þínum, glókollur, eru spurningar. Sólargeisli á gólfinu vekur athygli þína. Þú réttir fram fálmandi hendi. Þú sérð hann, glókoll- ur, en grípur þó í tómt. Stækkunargler dregur að sér sólar- geisla og getur valdið íkveikju. Þann- ig verður uppspretta hitans og ljóss- ins að eyðandi eldi. Það er eigi sök sólarinnar, þó að hún valdi tjóni, þeg- ar ósnotur maður safnar geislum hennar í dautt brennigler. Það sannar aðeins, að sólargeislarnir falla á jörð- ina í þjónustu lífsins. En þeim verð- ur ekki hamstrað til að geymast í silf- urskríni sérhyggjunnar, fremur en þeir verða bornir í trogum inn í glugga- lausa kumbalda. Þú finnur ylinn, sem streymir um litla lófann þinn, glókollur, þegar sól- argeislinn skín á hann. Og þú nýtur hans, af því að þú ert lifandi og skynj- ar skyldleikann: þú sjálfur ert sólar- geisli. Vonandi verður þú, glókollur, lang- lífur í landinu. Og þá leggurðu heiðar undir fót og ýtir bátum úr vör, — í björtu og í myrkri, stundum í góðviðr- isblæ, en einnig í brunagaddi. Og bezt er að fara með gát. Það er svo margt, Gulnuð blöð (Framh. af bls. 13) orðið að engu hjá þessu. Og svo utan- landsfréttirnar. Ófarir Grikkja, æruleysi stjórnenda. Ráðuneyti McKinleys tómir milljónerar. Loks landsyfirréttardómur- inn í útsvarsmáli okkar. Alls staðar hið rétta, sanna, gagnlega fótum troðið og forsmáð bæði af mönnunum og náttúr- unni. Mig skortir orð til að lýsa viðbjóði mínum á þessu öllu saman. Þinn vinur, Benedikt Jónsson. IV. Vopnagnýr. Alla tíð var Benedikt Sveinsson sýslumaður í Héðinshöfða (1876—1897) fremur andvígur K. Þ. Svo virðist, sem Einar sonur hans hafi erft þessa andúð. I blaði hans „Dagskrá" birtust árásar- greinar á kaupfélögin. Benedikt á Auðnum skrifar Sigurði á Yztafelli: Auðnir, 20. jan. 1897. Vinur minn. Ekki get ég með neinu móti gleymt árás Dagskrár á kaupfélögin og nú hefi ég fengið hugmynd, sem við umfram allt verðum að realisera, og hún er sú að siga öllum blöðunum á Dagskrá. Það er okk- ur í lófa lagið ef við bara höfum áhuga og elju. Við félagar (þú, Pétur, Jón í Múla, Sigurjón Friðjónsson og ef til vill fleiri) skrifum allir stuttar en gagnorðar greinar gegn Dagskrá, og sendum sínu blaðinu hver, þú t. d. Þjóðólfi, Pétur ísafold eða Bjarka, Jón í Múla Þjóðvilj- anum o.s.frv. Þetta finnst mér svo kostu- legt ráð og h'fsmark, að ég get ekki stillt mig um að skrifa ykkur öllum og skora á ykkur að framkvæma það tafarlaust. Ef við ekki berum hönd fyrir höfuð fé- laganna, þá gerir enginn það, en ef Ein- ari helzt uppi að rífa niður kaupfélögin, þá er það voðalegri vottur um blasert- hed og kæruleysi, sem ég trúi ekki upp á O.S.F. félaga. Um leið ætti að sæta færi til að taka Dagskrá í hnakkann í heild sinni og stuðla þannig til þess, að blöðin drepi hvert annað, því greinarnar þurfa að vera skömmóttar, en umfram allt þarf að vera í þeim skop, lítilsvirðing og indignation. Ég treysti þér til að láta ekki þinn hlut eftir liggja og hann er ekki sá minnsti. iMeð póstinum núna kemur sjálfsagt framhald, aðalárásin enn ókomin. Það, sem komið er er bara forspil og þá hent- ugt að taka alla verzlunarspeki Einars fyrir í einu. Ég sendi félögum okkar lín- ur, líkar þessu og lifi svo til næstu sam- funda við þá von að þetta projekt verði framkvæmt vel og rösklega. Það gæti líka orðið fyrsta spor til að „sjá um frá- fall“ einhvers af blöðunum. Þinn vinur og félagi, Benedikt Jónsson. Ekki mun herförin hafa verið farin jafn skipu- lega og skörunglega og Benedikt vildi. í bréfi frá Péti á Gautlöndum sést að P. vildi skrifa sjálfur vítt og breitt — Jón í Múla og Sigurður í Yzta- felli ætla að skrifa rólega og rökvíst — B. segir í bréfi til S. J. (35. febr. 1897) að hann hafi grein- ar tilbúnar í Þjóðólf og Fjallkonuna. Hér verður staðar numið að sinni, um að tína brotasilfur úr bréfum Benedikts og er þó náman ótæmandi. Benedikt var óvenjulega snjall og frumlegur bréfritari og skrifaðist á við fjölda manna. Hver síða í bréfum hans ber listblæ að skrift og öllu útliti. Síðan mun Samvinnan birta sýnishorn úr bréf- um fleiri fcrystumanna kaupfélaganna á fyrstu áratugunum. Jón Sigurðsson, SAMVlNNflN 29

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.