Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1958, Page 4

Samvinnan - 01.06.1958, Page 4
Búseta Mormónanna í Utah og framvindan í Saltsævardal HHS ■ Opinberun mormóna var yfirleitt ekki til þess fallin að vekja mikla ánægju hjá lærðum mönnum. enda hefur víst eing- inn íslenzkur háskólamaður nokkru sinni komist undir áhrif þeirra í Höfn. En nokkrir ólærðir íslendíngar sem stund- uðu iðnnám þar í borg hrifust af þessum boðskap, flestir held ég úr Vestmanna- eyjum, ellegar af austanverðu Suður- landsundirlendi; þeir boðuðu opinberun drottins fyrir munn Jóseps Smiðs í átt- högum sínum þegar heim kom. Því miður er gagnverkan íslendínga við opinberun mormóna einginn sérstak- ur sólskinsblettur í sögu andlegs lífs á íslandi. Tómlátir mörlandar vorir sem fyrir mart eru frægari en vera trúhetjur, og ekki hafa svo menn viti lagt nokkurn skerf til trúarkenninga heimsins, utan jánkað sálarlaust einhverjum trúarsetn- íngum uppúr útlendíngum, þeir tóku nú við sér af meira offorsi gegn mormóna- Síðari hluti trú en menn vita dæmi til að íslendíng- ar hafi áður gert með eða móti trúar- brögðum. Andleg sem veraldleg yfirvöld og svo lærðir sem ólærðir snúast hatrarn- lega gegn þessum flokki. Eitthvað hefur hlotið að felast í kenníngum mormóna þess umkomið að raska geðró trúarlega steingelds ahnenníngs einsog verið hefur á Islandi. Eftilvill er skýríngin sii að fólki sem helsti leingi hefur játað stein- runnar kennisetníngar einsetumanna og útilegu úr Miðjarðarhafsbotnum frá því fyrir tvöþúsund árum eða meir. ellegar viskunni úr ölkærum bóndamúnki þýsk- um, hlýtur að hafa orðið ónotalega bilt við að heyra drottinn væri sjálfur nær og farinn að tala við menn fyrir vestan haf. IMormónarnir sem híngað kornu í trúboðserindum voru hraktir og smáðir meira en nokkrir málsvarar andlegra skoðana á íslandi fj7r eða síðar. Það kom bann frá sveitarhöfðíngjum og yfir- völdum við því að skjóta yfir þá skjóls- húsi eða hygla þeim á nokkurn hátt. Það var sigað á þá hundum af bæunum hvar sem þeir geingu um garða í sveitum. Einn var bundinn niður við hestastein á sunnudegi undir messu svo hann kæm- ist ekki í kirkju. Gagnstætt lögum sem þó giltu í landinu var reynt að varna þeim máls, ti'úboðspésar þeirra. sem þeir urðu að láta prenta í Kaupmannahöfn, voru teknir af þeim með lögregluvaldi. En eftir því sem manni skilst af bókum postula eins og Þórðar Diðrikssonar og Eiríks karlsins á Brúnum, þá ergði það prestastéttina og kirkjuyfirvöldin mest að þessir einföldu og hrekklausu ídýf- Halldór Kiljan Laxness. ingarsinnar skyldu altaf vitna í biflíuna til að sanna sitt mál gegn barnaskírn á móti klerkdóminum; en þegar því var hinsvegar haldið fram við þá að eingin opinberun væri til nema sú sem stæði í biflíunni, þá sögðust þeir ekki trúa því að guð væri þagnaður. Samt voru þeir til, og fleiri en menn skyldu halda af viðtökunum, sem fundu þá sannleiksraust í boðskap mormóna að þeir létu skírast til þessarar trúar. En með því fyrirheitna landið var bundið mormónstrú, þá lagði þetta góða fólk mestalt leið sína burt af íslandi. og nam ekki staðar fyren vestur í Saltsævarborg. Eru þær vesturfarir raunar fyrstar af ís- landi, og hófust aldarfjórðúngi áðuren útflutníngur manna til Ameríku alment. Það var snemma í lögum mormóna, eftir skipun drottins, að sérhverjum manni sem léti turnast væri lögð sú skylda á herðar að eyða tveim árum ævi sinnar í þágu kirkjunnar, og þá einkum til trúboðs. Enn þann dag í dag hvílir samskonar starfskvöð til handa kirkj- unni á sérhverjum mormón. auk þess sem safnaðarmenn gjalda henni tíunda hluta allra tekna sinna. Fjai-ri fór því að trúboðar mormóna væru sendir útum heim að boða sannleikann með fullar hendur fjár, nei þeir urðu að gera svo vel og fara einsog þeir stóðu. án nestis og pýngju, og vinna fyrir sér hvar sem þeir komu fram; nema lofað hjálp að komast heim aftur til fyrirheitna landsins við Saltsæ ef þeir skyldu standa uppiskroppa á fjarlægum heimsenda að tveim árum liðnum. Flestir íslendínga þeirra sem tóku mormónstrú og fluttust til Utahríkis settust að í sveitabygðinni Spanish Fork, um hundrað og fimtíu kílómetra frá Salt- SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.