Samvinnan - 01.06.1958, Síða 5
sævarborg. Fólk af íslenzkum ættum
heldur enn hópinn í Spánarforkssveit, þó
flest af því sé nú það fjarkomið land-
nemunum að Island er því í meira Iagi
óljóst hugtak. Þó hefur margt af þessu
fólki sérkennilega art til landsins forna
og er bundið íslenzkum fjölskyldubönd-
um sín á milli. Eg hygg að fyrir flestum
íslenzkum mormónum hafi trú þeirra og
kirkja verið það mikið höfuðatriði, og
svo aðildin að fyrirheitinu um Landið
Góða, að íslenzk þjóðrækni liafi lotið í
lægra haldi eða að minsta kosti ekki ver-
ið mönnum nein siðferðileg innrikvöð.
Opinberun, fyrirheit og heilagt samfélag
Jóseps Smiðs kom þeim margfaldlega í
stað þess sem þeir höfðu mist hér heima.
Þó mun íslenzk túnga jafnan hafa verið
landnemunum sjálfum tiltækust meðan
þeir lifðu. Bókafólk og fræðimenn munu
hafa verið fáir í þessum hópi, þeir voru
að hugsa um annað heima á íslandi og
höfðu ekki köllun til að fara fótgangaudi
yfir Iovva, Nebraska og Wyoming; en
margt þessara íslenzku Iandnema var al-
þýðufólk einsog best verður fundið á ís-
landi. Meðal roskinna afkomenda land-
námsmanna hitti ég í Spánarforkssveit á
dögunum nokkra menn og konur mæl-
andi á íslensku. Þar var meðal annara
gamall bóndi sem kom fjögra vætra gam-
all á armi móður sinnar einstæðrar yfir
höf og lönd. Hann hafði alla tíð búið búi
sínu þarna í sveitinni og eignast ellefu
dætur, en sagði nú að sig væri farið að
lánga til Islands aftur, þaðan væri hann
kominn og sér fyndist að þar ætti hann
að bera beinin. Hann heitir Gisli Bjarna-
son. Ein roskin kona talaði við mig
ágæta íslensku þó hún hefði aldrei til Is-
lands komið. Hún sagði það hafa verið
starfa sinn áratugum saman að lesa ís-
lendíngasögur upphátt og dagblöðin frá
Winnipeg, fyrir móður sína blinda. ,
Mér þótti annars leiðinlegt að frétta í
Utah að þó tuttugu og fimm til þrjátíu
hundraðshlutar mormóna þar væru norð-
urlandamenn að uppruna, þá hafa þeir
ekki komið upp skandinaviskum kenn-
arastóli vdð hinn mikla og góða háskóla
sinn í ríkinu. Það virðist ekki benda til
þess að sterk skandinavisk menningar-
hefð hafi v'erið ríkjandi meðal þess fólks
sem á Norðurlöndum snerist til mor-
mónatrúar og fluttist til Utah. En þó að
fátt frakka og spánverja hafi „faðmað
guðspjallið“, einsog þeir komast að orði
í Utah, þá hafa mormónar komið upp
við háskóla sinn kennarastóli bæði í
frönsku og spönsku. I þessari tilhögun
kennir vitaskuld þeirrar eingilsaxnesku
vanmetahefðar á germanisma og skand-
inavisma, en oftrúar hinsvegar á að
menníng sé einvörðúngu eitthvað sem
kemur úr latneska heiminum. Þó frétti
ég um nokkra mormónska mentamenn
af íslenskum ættum sem runnið hefði
blóðið til skyldunnar vdð Island og num-
ið íslensk fræði; þar heyrði ég einkum
tilnefnda menn af ættstuðli hins merka
forgöngumanns Lofts Jónssonar úr Vest-
mannaeyjum sem snemma á árum gerð-
ist mormóni, og fólk hans, og fluttist til
Utah að ég held uppúr miðri síðustu öld
meðan enn var farið fótgángandi yfir
meginlandið. Sumir afkomendur Lofts
Jónssonar hafa verið hér heima sér til
mentunar og jafnvel numið við háskóla
íslands. Þetta fólk mun nú vera meir
komið til Kaliforníu.
Ýmsir forgángsmenn mormóna í Utah
eru af íslensku bergi brotnir og vil ég í
þeirri veru ekki láta undir höfuð leggjast
að nefna Jón biskup Bearnson í Spring-
ville, gestgjafa minn þar í ríki. Þessi öðl-
íngur lét ekki við sitja að standa fyrir
heimboði mér til handa, að gista Salt-
sævardal, heldur lét hann okkur föru-
nautum í té hús sitt til fullra umráða
meðan við stóðum þar við; þætti víst
slíkt saga til næsta bæar á Islandi þar
sem menn vilja þó að mér skilst ná frægð
af gestrisnisökum ef hægt væri.
Sem fyr getur komu mormónar að
óbygðu landi eftir að liafa klaungrast
híngað fyrir 100 árum, og voru þá kríng-
um 1600 kílómetrar til næstu bygða
Samkunduhús mormóna í smíðum. Þeir höfðu þá enga nagla og urðu að festa
trégrindina saman með geirneglingu og nautshúðarþvengjum. í húsinu þykir
frábærlega góður hljómburður, og sótzt er eftir því til hljómleikahalds. —
Þetta feiknarlega orgel er í samkunduhúsinu og þykir mikil gersemi. Það er
með 11 þúsund pípum og allt handunnið. Hægt er að dæma stærð þess eftir
söngkórnum, en í honum eru 375 mannf, og hann er mjög vel þekktur þar vestra.
SAMVINNAN 5