Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1958, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.06.1958, Blaðsíða 8
„Heyið er farið,“ sagði Björn. Það kvöld kom á miðju sumri, að á- kvörðunin um að hætta búskap og flytj- ast í kaupstað var auðtekin; sprottin svo eðlilega úr amstri dagsins, að miklu fremur var um afgerandi niðurstöðu en ákvörðun að ræða. Það var heitur, bjartur dagur snemma í júlí. Sólin stafaði geislum sínum frá heiðum himni, er hvelfdist yfir landinu eins og blár hjálmur. Frá fjallgarðinum í austri blasti við grænn blettur, en í miðju hans stóð íbúðarhúsið á bænum Hóli og torfhlaðin búpeningshúsin út frá því. Eina hreyfingin var reykurinn úr eldhús- strompinum og bárurnar á vatninu, er sveigðist silfurlitt fram með suðurhlið túnsins, og rauða dráttarvélin, sem snigl- aðist um engið fyrir vestan bæinn. Þetta var annadagur eins og allir aðr- ir dagar, hvað þá, þegar heyskapurinn bættist ofan á hin venjulegu störf. Kind- urnar gerðu það gott; höfðu næstum tvö- faldast að tölunni til um vorið, svo nóg var til slátrunar og tylft eða meira til að fjölga hópnum. Áður en þau keyptu dráttarvélina, hafði vinnufólksfæðin gert það að verkum, að nauðsynlegt var að slá nærliggjandi graslendi nokkrum sinnum yfir sumarið. Nú þurfti aðeins að slá einu sinni og þau gátu þannig heyjað um all- an dalinn, en það þýddi, að vinna varð svo langt frá bænum og stundum í óþurrkatíð, að mennirnir komu ekki heim frá því að hafa borðað morgunverð í flýti og þar til um kvöldmatarleytið. Búskapurinn hafði stöðugt gefið meiri ÞAU GOMLU Smásaga eftir Amalíu Línda! Indriði G. Þorsteinsson snéri á íslenzku Jóhannes Jóhannesson teiknaði myndirnar arð undanfarin tíu ár, en vinnutíminn var orðinn lengri en áður, eða svo virt- ist Birni. Árum saman hafði Björn varp- að sér á hverju vori heilshugar út í starfið og eytt kröftum sínum í að erja jörðina. Og með hverri uppskeru virtist hann hljóta tvöföld laun erfiðis síns. Þegar dráttarvélin kom loksins, hreifst hann af tækinu, kjáði við það og lofaði það, eins og um mannlega veru væri að ræða. En nú hafði hann vanizt vélinni og gat ekki án hennar verið, og uppskeran varð einhvern veginn ekki til eins mikillar á- nægju og áður. Kannski hafði dráttar- vélin auðveldað starfið um of; kannski hafði hann breytzt hið innra með sér. Sannarlega virtist honum hann hafa glatað hinni djúpu tilfinningu samrun- ans við landið, eftir að dráttarvélin kom. Ekki þannig að skilja, að hann óskaði dráttarvélinni í burtu, en-. Þegar Björn var farinn út aftur með mönnunum eftir kvöldmatinn, minntist Ragna þess, að upp á síðkastið spurðu hinir ekki um, hvort Björn ætlaði að koma út að vinna; þeir fóru bara og auð- vitað fylgdi hann þeim eftir, af því hann var eigandi þessarar jarðar og vissi eins vel og hver annar hvað þurfti að gera; hann var enn ekki orðinn það gamall. En þegar þeir komu inn aftur í kaffi um tíuleytið, lét Björn fallast í eina hæginda- stólinn í borðstofunni. Honum var þungt fyrir brjósti og sat með lokuð augu unz allir voru setztir við borðið. Þá stóð hann á fætur og tók hægt til matar síns og starði án afláts á borðdúkinn. Öðru hverju leit hann áhyggjufullur á andlit- in í kringum sig. Ragna sat við borðsendann; óróleiki hennar vegna hans blandaðist duldum grun um, að runninn væri sá dagur, sem hún hafði kviðið. Á yfirborðinu flökti hugur hennar til og frá; hún tók eftir að pönnukökurnar, sem nýja ráðskonan hafði bakað, voru í þykkara lagi. En burt séð frá þvílíkum smáatriðum, varð Ragna að viðurkenna, að ráðskonan hafði reynzt starfi sínu vaxin og var mjög við- kunnanleg. Nú var Guðrún að Ijúka við tertuna á diski sínum. Hún skaut augun- um valdsmannlega í kringum sig til að hamla gegn því, að fólkið bæði um meira kaffi eða brauð. Guðrún hafði haft matreiðslu á hendi í fimm ár og vann auk þess öll önnur inn- anhússtörf utan þau léttustu, samt hélt Ragna áfram að hugsa um hana eins og nýju ráðskonuna og hélt þannig uppi sjálfsvirðingu sinni sem húsmóðir á bæn- um, að minnsta kosti áleit hún það. And- artak velti hún því fyrir sér, hversvegna hún væri að heimska sjálfa sig, en hún hætti fljótt að hugsa um það. Eins lengi og einhverju var trúað, var hægt að vona; þegar raunveruleikinn var viðurkennd- ur, var hvergi fótfesta fyrir von. Einmitt þennan morgun hafði Ragna sagt Guð- rúnu fyrir um fáein smávægileg atriði og brosað sama þýðlega brosinu eins og þegar hún hafði sagt óreyndu stúlkun- um fyrir verkum, sem réðust vinnukonur til hinnar ungu Rögnu Finnsdóttur, sem hafði flutzt að Hóli sem brúður Björns. Síðan voru liðin fjörutíu ár. En ólíkt þeim stúlkum, er höfðu gert sér far um að verða við óskum hennar, hafði Guðrún verið svo kurteis, að það nálgaðist ólund. Og Ragna vissi, að þegar hún sneri baki í hana, hafði Guðrún hreinsað skilvind- una á þann hátt sem henni þóknaðist. Já, þjónustur höfðu breytzt mikið síðan á fyrstu búskaparárum Rögnu. Og nú var Ragna alltaf þreytt. Hún var sumarmeg- in við sjötugsaldurinn, en ekki fyrr en undir það síðasta, eða öllu heldur frekar seint á ævinni, varð hún að fá sér blund á eftir máltíðum. Björn bar árin betur en hún, hugsaði hún. Hann gat unnið allan daginn með kaupamönnunum fjórum. og svaf ekki nema á nóttunni. Hár hans, nú þegar hún leit á það, sýndist hafa hvítn- að á einni nóttu, og daufur skjálfti var á hendi hans, þegar hann lyfti kaffibollan- um. Smám saman rifjaðist það upp fyrir henni, að léttur svefn hennar síðustu vik- urnar hafði rofnað við dauf andvörp hans og stunur, sem hún hafði álitið, þar til nú, að væru einkenni eirðarleysis. En ef til vill — óttinn hríslaðist um líkama henn- ar, er hún horfði á hann og síðan á freknóttar hendur sínar. Kaffidrykkjunni var lokið. Guðrún tók af borðinu og bar leirtauið niður til að þvo það. Tómas, yngsti kaupamaðurinn og nýjastur í starfi, fletti dagblaðinu lauslega; að því búnu gekk hann rólega út til fundar við hana. Hann var efstur í huga Rögnu og augu hennar tindruðu við 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.