Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1958, Qupperneq 9

Samvinnan - 01.06.1958, Qupperneq 9
gamlar minningar og við hvíldina, sem þær veittu. Einu sinni hafði hún einnig verið rösk og liðug og hafði litið mann þessu sama snögga augnaráði og brosað dulu brosi. Hinir mennirnir hófu lauslegar sam- ræður, en Björn bauð góðar nætur og gekk út úr stofunni. Ragna fór líka, þráði hvíld, en þegar þau höfðu gengið upp stigann að súðarherbergi þeirra, stóð Björn lengi og starði út um lítinn glugg- ann á bólstraraðirnar. í þögninni vissi Ragna, að stundin var runnin upp. Hún sat stíf á rúminu og kingdi munnvatni sínu. „Það verða nóg hey í vetur, ef veður spillist ekki,“ sagði hann. „Já,“ svaraði hún þýðlega. Það var eins og eitthvað inni í henni vildi gráta, þegar Björn kom og lagði handlegginn yfir um hana óvenju viðkvæmnislega. „Ég held við gerðum bezt í því að láta Elsu vita, að við séum að koma. Sonur okkar kemur hingað á föstudaginn til að taka við stjórninni. Hann verður góður bóndi.“ Ragna hallaði höfði sínu að öxl hans án þess að segja nokkuð. Hún hafði orð- ið harðari og beinaberari með aldrinum, en hún var öxl manns hennar. „Ég held við ættum að fara í byrjun mánaðarins; það er til einskis að bíða lengur," sagði hann eftir stundarkom. Að utan barst gleðihlátur konu og hlát- ur manns. Guðrún hafði þegar lokið eld- hússtarfinu. Hún var svo fljótvirk. „Já,“ sagði hún aftur. „Þau komast af án okkar,“ hélt hann áfram þrákelknislega eftir enn aðra þögn. Það hafði oft vakað í hug þeirra þessi árin, að afköst þeirra væru sama og engin, en augu hennar fylltust reiði- tárum við að heyra Björn ympra á því í fyrsta sinn. Hann hló og strauk vanga sínum við hár hennar. „Komdu í rúmið, gamla mín,“ sagði hann. Hún hló lágum, snöggum hlátri. Og enn skildi hann hana. „Já, og ég er gamall maður." sagði hann, engu að síður. Þá sneri hún sér að honum með blik í augum. „Þú þurftir ekki að segja það,“ sagði hún skjálfandi röddu. „Ef til vill —,“ hann barðist við að finna réttu orðin meðan hann fann hana bíða í fangi sínu. „Ef til vill varð ég að segja það til að trúa því.“ En auðvitað trúði hann því ekki. Hún brosti fegin. „Það verður hlýtt og notalegt í Reykja- vík. Elsa á gott heimili,“ hélt hann áfram í sannfæringartón. „Já, já.“ Hún byrjaði að afklæðast. „Ég á ekki gott með svefn þessa dag- ana,“ hélt hann áfram. Hún þagði við, af því þetta var alvar- legt. Ragna hafði grun um, að nú væri dagur- inn runninn upp, er hún hafði kviðið. „Er það eitthvað nytt?“ „Nei, það er bara — þú veizt.“ Hún tók hægt af sér skóna. Hversu ó- sanngjarnt var ekki að hjartað skyldi bregðast honum, meðan lífsþrótturinn var enn óskertur. Björn var mjög góður maður. Öllum féll vel við hann. Þau höfðu búið saman í næstum fimmtíu ár, fyllt sameiginlegri reynslu og umlukt blíðri, orðlausri ást. Hún minntist þess, að þegar hún giftist hafði henni hvað eftir annað sárnað, að hann skyldi ekki tala við hana eins og hjartað bauð. Seinna hafði henni lærzt að vega orð hans og meta hlýjuna í rödd hans, er hann ræddi um þau bæði. Sem maki var hann ekki eins rómantískur og draumar hennar höfðu verið, en þrár hans voru sterkar, eins og hennar voru, og hann var þýðlyndur og hún vissi að honum hafði aldrei komið ótrúmennska til hugar. Og kannski var ást þeirra sterk- ari vegna þess, að hún var ósögð; gæti hafa verið nógu sterk til að endast þeim til endadægurs, aðeins þetta, að hjartað var nú að kvelja hann. Og hvað yrði ef hann dæi á undan henni? Hendur henn- ar krepptust vegna þess, hve hjartað sló ört í brjósti hennar, svo brosti hún. Nei, Guð mundi ekki láta líkama hans deyja fyrr en Hann hefði gert anda hans reiðu- búinn. Guð lét aldrei gamalt fólk deyja öðruvísi en gera andann reiðubúinn áð- ur. Og þegar sú stund rynni upp, myndi hún einnig vera reiðubúin. Björn hafði afklæðzt í snatri og dreift fötunum út um allt gólf, eins og hann gerði ævinlega, en hún lét þau liggja af því hún var svo þreytt. Hún lagðist við hlið hans í rúmið og dró æðardúnssæng- ina upp að höku. Henni var aldrei nógu hlýtt. „Ragna-------.“ „Já?“ „Býstu við að þau eigi garð, sem þau íeyfa mér að hirða um, eða einhvern lit- inn —.“ Hún tók annarri hendi fyrir munn hans. „Ég held ég vilji fara með þér á morgun og hjálpa lítillega til við heyskap- inn,“ sagði hún og augu hennar elskuðu hann. „En nú verðum við að sofa.“ Hönd hans fann hönd hennar og þrýsti hana fast. Handtakinu var svarað dræmt, enda var Ragna þegar hálfsofandi, og þar að auki bættu ástríður ekki úr neinu eins og allt var í pottinn búið. Erfitt var að venjast Reykjavík. Þau höfðu í fyrstu hugsað sér hana eins og stórt þorp með eigin sérkennum. Reiðu- búin að fella sig að öðrum háttum og tungutaki, urðu þau undrandi að finna, að þessi suðlæga borg hafi engin eigin séreinkenni. Jafnvel íbúarnir virtust hafa varpað frá sér einstaklingseinkennum sínum við komuna þangað, svo útkoman varð hópur rótlausra íbúa, er reyndu að samlagast fyrirmynd, sem enn hafði ekki verið mótuð. Reykjavík var of upptekin af að finna sjálfa sig til að geta visað veg innflytjendum utan af landsbyggð- inni. Yngri kynslóðin hafði hálfvegis ame- ríkuapast upp úr heimsstyrjöldinni síð- ari; ennfremur var hún hávær, slangur- málg og lítt virðuleg. Börn Elsu og Magn- úsar voru gáskafull, elskuleg lítil dýr, sem lifðu vitanlega í hringiðu lífsins. Það var ómögulegt að segja á hvaða mæli- kvarða þau ólust upp né hvaða skaplyndi þau mundu hafa. Þau voru auðsjáanlega af hinni vaxandi og óþekktu kynslóð, klofningurinn milli þeirra og foreldranna var sýnilegur, þótt erfitt væri að trúa því með því að sjá og heyra hin síðarnefndu, að þau hefðu eytt bernskunni í gömlu torfkofunum. Gjáin milli kynslóðar Rögnu, sem enn undraðist bifreiðar, og (Framh. á bls. 18) SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.