Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1958, Síða 12

Samvinnan - 01.06.1958, Síða 12
lendinga, var málarinn, rithöfundurinn og fornfræðingurinn William Gershom Collingwood. Collingwood var kominn af merkum brezkum ættum. Forfaðir hans, Colling- wood aðmírátt, tók við forystu brezka flotans eftir að Nelson var fallinn í or- ustunni við Trafalgar árið 1805 og átti þátt í hinum glæsilega sigri á flotum Frakka og Spánverja, en sá sigur barg Bretlandi, er Napóleon var þess albú- inn að sigla með lið sitt yfir Ermarsund. Það kom fljótlega í ljós, að Colling- wood var maður fjölhæfur í áhugamál- um. Ungur að árum varð hann ritari hins fræga fagurfræðings John Ruskin og gegndi því starfi í nokkur ár og rit- aði síðan ævisögu hans. Hann bjó í hinu fagra vatnalandi í Norðvestur-Englandi, en þar eru til mörg norræn örnefni. Hóf Collingwood rannsóknir á þeim og flutti erindi um þau í hinu svonefnda víkingafélagi í London. Ornefnarannsóknir hans vöktu hjá honum áhuga á íslenzkri tungu og fornbókmenntum íslendinga. Tók hann að lesa Islendingasögur af kappi. Collingwood kynntist nú tveimur ís- lenzkum fræðimönnum, sem búsettir voru í Englandi. Var annar Eiríkur Magnússon í Cambridge. Urðu þeir góð- ir vinir og dvaldi Eiríkur um sumarið 1895 sér til hvíldar og hressingar í bú- stað hans í hinni fögru byggð vatna- Iands. Hinn maðurinn var dr. phil. Jón Stef- ánsson, fræðimaður í British Museum í London. Tóku þeir sér fyrir hendur að þýða Kormákssögu á enska tungu og kom hún út í Englandi nokkrum árum siðar. Við lestur íslendingasagna saknaði Collingwood mjög mynda í útgáfunum. Taldi hann að myndir væru reyndar óþarfar íyrir Islendinga sjálfa, því að þeir þekktu sögustaði og svið sagnanna. Oðru máli gegndi um útlendinga. Þeir þekktu hvorki náttúru Islands né sögu- staði. Því ættu þeir mjög erfitt með að skilja til fulls atvik og atburði í sögun- um eða gera sér í hugarlund það um- hverfi, sem þær gerðust í. Útlendingar gætu ekki skynjað Fljótshlíð Gunnars á Hlíðarenda eða Helgafell Snorra goða af lýsingunum einum saman. Og hér gátu ekki hinar venjulegu ferðabækur útlendinga frá íslandi bætt úr skák. Þær fjölluðu alla jafna um efni, sem var sögunum alveg óviðkomandi, svo sem um reiðtúra til Þingvalla, elda- mennsku við Geysi, ævintýri á Heklu- göngu o.s.frv. Það var til að ráða bót á þessu, sem Collingwood ákvað að fara til íslands og var ætlan hans að mála sem flesta af hinum frægari sögustöðum landsins. Hann skýrði dr. Jóni Stefánssyni frá þessari fyrirætlan sinni og bað hann um að koma með sér. Var dr. Jón fús til fararinnar. í byrjun júnímánaðar árið 1897 tóku þeir sér svo far með póstskipinu „Laura“, eign Sameinaða gufuskipafélagsins, frá Leith í Skotlandi og komu þeir til Reykjavíkur hinn 12. júní. Ferðuðust þeir vítt um landið. Þeir fóru um Suðurland að Markarfljóti, Borgarfjörð, Snæfellsnes, Vesturland, nema Vestfirði, víðsvegar um Norður- land og loks til Austurlands. Þeir fóru sjóleiðis norður í land, en annars ríðandi um landið. Voru þeir á hestbaki svo að segja daglega frá morgni til kvölds í 3 mánuði. Höfðu þeir þann sið að borða kúfaðan disk af skyri með sykri og rjóma á morgnana áður en þeir lögðu af stað og þurftu þeir þá einskis matar að neyta unz þeir fengu sér aft- ur skyr að kvöldinu á gististað. Þeir félagar þurftu aldrei að liggja úti á ferðalögum sínum, nema eina nótt á Holtavörðuheiði. Höfðu þeir þá hnakk- ana undir höfðinu og vöfðu sig frökkum og regnkápum, en hestarnir voru óheft- ir á beit í námunda við þá. Hvarvetna þar sem þá bar að garði voru þeir aufúsugestir, enda höfðu menn góðan skilning á verki því, sem þeir voru að vinna. Menn voru boðnir og búnir til að fylgja þeim langan veg á hestbaki eða veita þeim aðra aðstoð eða upplýsingar hvort heldur var á nóttu eða degi. Hvergi var borgun tekin fyrir þann beina. sem þeim var veittur. Þess í stað gáfu þeir bömum gjarnan smáskilding í laumi og stundum málaði Collingwood mynd af barni og gaf hana foreldrun- um. Munu nú myndir þessar þykja hin- ir mestu dýrgripir. I ferðalok seldu þeir félagar hestana fyrir sama verð og þeir höfðu gefið fyr- ir þá. Einar Hjörleifsson ritstjóri átti viðtal við Collingwood áður en hann fór af landi burt og birtist það í Isafold hinn 18. ágúst. Hét greinin „Litmyndir frá íslandi. Ánægjulegur gestur “ Fer Ein- ar þar mjög lofsamlegum orðum um starf og áhuga Collingwood. Collingwood fannst mikið til um ís- lenzkt landslag og minntist sérstaklega Fljótshlíðar, Gilsfjarðar og útsýnisins frá Stóm Borg í Húnavatnssýslu. Mest fannst honum þó til um ýmsa staði á Snæfellsnesi. Hann teiknaði og málaði samtals rúmlega 350 myndir hér á landi. Vom það fyrst og fremst myndir af sögustöð- um Njálu, Eglu, Laxdælu, Eyrbyggju, Gísla sögu Súrssonar, Grettissögu, Kor- mákssögu og Víga-Glúmssögu. En þar að auki sá hann á ferðum sínum fjölda af öðrum stöðum, sem hann gat ekki stillt sig um að gera myndir af. Hann hafði einnig ljósmyndavél meðferðis og tók margar myndir með henni, en nið- urstaðan varð þó sú, að það gaf allt aðra og betri raun að teikna og mála það landslag, sem hann vildi fá mynd af heldur en að taka ljósmynd af því. Collingwood gafst lítið tóm til forn- menjarannsókna hér. Þó gróf hann upp þann stað í Helgafelli, þar sem sögu- sagnir herma að sé gröf Guðrúnar Ósvíf-

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.