Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1958, Síða 15

Samvinnan - 01.06.1958, Síða 15
varð Magdalene þriðja kona prestsins, og áttu þau sarnan fjögur börn. Hún varð háöldruð, dó í Ivaupmannahöfn 1903. Magdalene Thoresen var uni margt merkileg kona. Hún hneigðist snemma að skáldskap og bókmenntum. Einnig lét hún kvenréttindamál mjög til sín taka. Árið 1858 kom út fyrsta bók hennar, ..Digte af en Dame“, en höfundarnafn var ekki nefnt. Árið 1863 kom út smá- saga með fullu nafni hennar og síðan liver bókin af annarri. Ritaði hún fjölda bóka, skáldsögur, leikrit og ljóð. Á efri árum hlaut hún nokkra viðurkenningu fyrir ritstörf sín, m. a. fastan skáldastyrk frá danska ríkinu. Gefið hefur verið út úrval úr bréfum hennar. I bréfi til leik- konunnar Johanne Louise Heiberg, dags. 28. apríl 1867, vikur hún að kynnum þeirra Gríms á þessa leið: „Under min Læsning i Köbenhavn traf jeg en ung Mand, en vild, ejendommelig Skikkelse, en Naturkraft. Han læste med mig, og for hans uhyre dæmoniske Villie mátte jeg böje mig i Stövet. Han kunde taget over mig i et stærkt afsluttet Kærlig- liedsliv — det tror jeg endnu paa. Han slap mig ud af sin haand, han ærgrede mig maaske senere over det, da han saa sig om efter mig og vistnok forbavset gjorde den Opdagelse, at jeg dog ikke aldeles var en Urt paa alfar Vej. som kunde trædes ned uden en Tanke.“ Eftir Grím Thomsen látinn fundust í Að ofan: Grímur Thomsen miðaldra. Til hægri: Sonur þeirra Magdalene Thoresen og Gríms Thomsen. Hann hét Axel Peter. Myndin að neðan er af Bessastöðum, eins og bærinn leit út í búskapartíð Gríms. Grímur Thomsen aldinn að árum. Andlit skáldsins er markað rúnum, sem gefa til kynna, að sitthvað hafi hann lært á lífstíðinni og margri reynslu muni hann ríkari syni gullsmiðsins, sem lagði út í veröldina rúmlega háifri öld áður. fórum hans allmörg bréf frá Magdalene Tlioresen. Ekkja Gríms lét afhenda frú Thoresen bréfin, en af tilviljun urðu eft- ir tvö bréf, sem nú eru varðveitt í Lands- bókasafni. Þau birtust fyrir nokkrum ár- um í ritinu „Sonur gullsmiðsins á Bessa- stöðum.“ Sonur þeirra Gríms Thomsens og Mag- dalene, sem nefndur var Axel Peter Jen- sen, mun hafa dvalizt á barnahæli fyrstu árin, en síðan tók Grímur hann að sér og kallaði fósturson sinn. Um uppvöxt hans og æviferil er fátt kunnugt. Hann varð sjóliðsforingjaefni 1857 og sjóliðs- foringi 1864, en veitt lausn úr sjóliðinu 1866. Eftir það fór hann í kaupferðir, og er talið, að hann hafi látizt í Kína, en ókunnugt er, hvenær og hvernig það bar að. Meðan hann var sjóliðsforingjaefni kom hann hingað til lands á varðskipi. og fór hann þá ásamt foringja varðskips- ins austur í Odda, þar sem systir Gríms Thomsens bjó. Kallaði hann Grím þar velgerðamann sinn, og kynni að mega af því ráða, að honum hafi verið ókunnugt um faðerni sitt. Einnig er sagt, að hann liafi heimsótt ömmu sína á Bessastöð- um. Skýrir fröken Thora Friðriksson þannig frá þeirri heimsókn: „Faðir minn hefur sagt mér, að móð- ir Gríms Thomsens hafi þá verið orðin blind, en þótt pilturinn væri kynntur sem fóstursonur Gríms, þá hafi gamla konan sagt, þegar hún strauk hönd unga mannsins: „Þetta er höndin hans Gríms míns.“ ★ Grímur Thomsen kvæntist ekki fyrr en nokkru eftir að hann var fluttur al- farinn heim og tekinn að búa á Bessa- stöðurn. Árið 1870, er hann stóð á fimm- tugu, gekk hann að eiga 34 ára gamla prestsdóttur norðan úr Þingeyjarsýslu, Jakobínu Jónsdóttur prests í Reykja- hlíð Þorsteinssonar. Frú Jakobína var ágæt kona, þrekmikil og skapföst. Ekki (Framh. á bls. 27) Gröf Gríms Thomsens á BessastöSum. SAMVINNAN 15

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.