Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1958, Side 18

Samvinnan - 01.06.1958, Side 18
Þau gömlu (Framh. aí bls. 9) unglinganna, sem gátu rifið í sundur bíl- vél og sett hana saman á réttan hátt, var óbrúanleg. Þar sem þau gátu ekki fundið neina staðfestu utan dyra, leitaði gamla fólkið eftir öryggi innan heimilis Elsu. Björn hlustaði á tengdason sinn ræða lagaflækj- ur og undraðist stórum lærdóm hans og leikni hans í að dæma fólk, og Ragna virti dóttur sína fyrir sér í hlutverki hús- móður, er veitti af rausn í tilgerðarlegri sjálfsánægju, sem virtist kveða niður all- ar efasemdir. Hún sá að heimilisstarf Elsu var til fyrirmyndar, börnin glæsi- lega klædd og heilsugóð, og þó —. Smám saman rann það upþ fyrir gamla fólkinu, að Magnús væri of öruggur með sjálfan sig, og hvernig gat einn maður vitað allt? Og svo virtist sem undir hinu glaðlega yf- irborði skorti Elsu einhverskonar öryggi. Skiljanlegt var að Reykvíkingar legðu mikið upp úr þægindum; Ragna hug- leiddi oft, hversu líf hennar hefði orðið auðveldara, hefði hún átt helming þeirra dásamlegu hjálpartækja, sem dóttir hennar átti. En Björn og hún höfðu ver- ið svo miklir þátttakendur í lífinu. Þeim fannst markmið fólgið í lífi þeirra, eða eitthvað, ef til vill trú á landið, en eitt- hvað sem vantaði á þetta bjarta heim- ili. Um tíma beið Ragna þeirrar spurn- ingar, sem mundi færa henni heim sann- inn um, að Elsa vissi af þessum tómleika, spurningarinnar sem mundi færa hana nær einkabarni sínu að nýju, en hún kom aldrei. Elsa og Magnús voru alltof önnum kafin við hitt og þetta til að undrast, óttast eða spyrja. Svo Ragna hörfaði inn í hlýtt herbergið, sem ætlað var gamla fólkinu. Það var enn mikill erill hjá þeim; heim- sóknir til gamalla vina, sem fannst þeir eins utangarna og þau, endalausar fata- viðgerðir og prjón að inna af hendi, þótt Elsa segði henni hlæjandi, að þau væru það vel efnum búin, að þau gætu nú orð- ið keypt öll föt á börnin. Þá komu börnin í tíðar og óvæntar heimsóknir, sem þurftu ennþá að láta segja sér sögur á dimm- viðrisdögum og höfðu enn óslævða for- vitni. Hugur Björns var fullur af ein- kennilegum hástemmdum hugmyndum, sem gerðu það að verkum, að búskapur hans virtist næsta lítilfjörlegur. Hann hugsaði um garðinn fyrir framan húsið og hlaut fyrir mikið þakklæti frá Magn- úsi. En einn dag leit hann flötina bak við húsið nýjum augum. Elsa og Magnús áttu stóra lóð, og að- eins helming hennar þurfti undir húsið. Dagslátta eða svo handan lóðarinnar hafði enn ekki verið afgirt eða úthlutað, svo þar var stórt opið svæði, þar sem grasið bylgjaðist óskert í sólskininu. í fyrstu hafði Björn gert sér bekk og kom- ið honum fyrir upp við húsið. Þar sátu þau Ragna stund úr degi hverjum og hresstu sig við að hugsa um hina horfnu bújörð. Stundum urðu þessar hugsanir óþægilega sárar. En Birni hafði dottið dálítið í hug. Elsa og Magnús létu sér það lynda, þeg- ar hann færði í tal við þau að fara með orf og Ijá út á blettinn. Það gerði hann tvo hlýindadaga í röð, og þegar hann kom heim, ljómaði hann allur. Hann sagði Rögnu að sér liði vel að vera aftur farinn að vinna, og hlýviðrið hefði ekki haldizt jafn lengi um árabil. Ragna hlust- aði og gladdist með honum. Næstu daga fór hún út með hannyrðir sínar og hafði nautn af að horfa á hinar stílhreinu hreyfingar hans, þegar hann sló og sneri og rakaði. Hún hjálpaði honum jafnvel einu sinni við raksturinn, en þreyttist svo fljótt, að Björn hló að henni og sagði henni að hún tefði aðeins fyrir. Þá sett- ist hún aftur á bekkinn. Og þetta voru góðir dagar. Tvær vikur liðu; ekki gerðist þess þörf að flýta sér og grasið lá hnetu- brúnt í görðum á óhirtum vellinum. „Láttu okkur vita þegar þú tekur sam- an heyið, og þá munum við fá mann til að sækja það,“ sagði Magnús eitt sinn við kvöldverðarborðið um leið og hann leit til heysins út um gluggann. „O, það liggur ekkert á, liggur alls ekk- ert á,“ sagði Björn í flýti og einbeitti at- hygli sinni að diskinum. „Afi gerir stórt hey handa Nonna til að leika sér í,“ sagði litli drengurinn á- nægjulega, og vissulega höfðu börnin verið uppnumin í þessum nýja leik. Magn- ús brosti. Það var vel gert af gamla fólk- inu að afla börnunum svo hættulausrar skemmtunar. Elsa brosti líka; engu breytti það, hve gamall faðir hennar yrði, hann áliti alltaf að ekkert skipti máli nema búskapur. Ragna brosti ekki. Hún kvað upp úr með spurninguna, sem Björn gat ekki orðað. „Hvað ætlar hann að gera við grasið?" Elsa var upptekin við að gefa litlu stúlkunni og svaraði því ekki strax. Síð- an: „Hver? Ó, grasið. Ég býst við hann fari eitthvað með það til að brenna því.“ „Brenna grasið?" hvíslaði Björn dol- íallinn. Magnús stóð upp og leit á klukkuna; hann hafði mælt sér mót við annan lög- fræðing þetta kvöld. „Kannski þeir gefi það einhverjum eða hendi þvi. Ég veit það ekki. Það er ekki mikið um búskap hér í bænum. Jæja, vina mín, ég verð að fara.“ Hann sneri sér að Elsku. „Þú veizt það ekki,“ sagði Björn hægt. Daginn eftir tók hann heyið saman í þrjá garða, er bar gullna við fölgræna grasrótina. Að því búnu dró hann það saman í þrjá stóra bólstra. Þegar því var lokið störðu Ragna og hann þegjandi á þá og fundu til einskonar fullnægju. Björn hafði fundið til hennar oft og tíð- um, er hann hafði virt hey sitt fyrir sér, vitandi að það var sterkt vopn gegn hungri og dauða. Hey var betra en pen- ingar í banka. Og hann sagði sjálfum sér, að þetta hey yrði einhverjum bónda að gagni; því yrði ekki hent. Hann hjálpaði bílstjóranum við að hlaða einum bólstranum á bílpallinn og spurðist fyrir með gætni. „Ja, ég veit um nokkra bændur, sem hefðu kannski tök á að notfæra sér það sem ég hef hérna,“ svaraði maðurinn, „en ég veit ekki hvað skal segja um hina bólstrana. Sonur þinn sagði mér að fara með þá. Þið eigið engan búpening, er það?“ spurði hann Björn. „Nei, engan.“ Daginn eftir, þegar heyið var farið, fóru Björn og Ragna aftur út í garðinn. Þau urðu að fara. Magnús var að slá grasið og völlurinn var eins og mjúkt flos. Nú þegar grasið hafði verið slegið, virtist landareignin vera öllu ræktarlegri. Elsa var þarna einnig með barn á hvora hönd, snotur og fersk úr morgunbaðinu. „Við skulum afmarka lóðina með lágri, hvítri girðingu. Við gætum gróðursett eitthvað af valmúa hérna meðfram veggjunum og keypt eitthvað af þessum tilbúnu járnbekkjum og borðum og lát- ið jafnvel bakgarðinn líta snoturlega út. Hvað finnst ykkur?“ spurði hún kæru- leysislega, án þess að yrða á nokkurn sér- stakan. Hún var hamingjusöm og ung og elskuð og hugmyndarík. Ragna virti dóttur sína fyrir sér eins og ókunna manneskju. Elsa veit það ekki, hugsaði hún; hún mun aldrei vita það, Magnús sagði: „Þetta er Ijómandi hug- mynd. Ég fæ mann til að mæla fyrir hellusteinunum á morgun.“ Björn sagði: „Það ætti að líta mjög ný- tízkulega út.“ Hann beið eins lengi og honum var unnt og leitaði síðan hælis í herbergi sinu. Þegar Ragna kom inn á eftir honum skömmu síðar, sá hún hann standa við gluggann með kreppta hnefa. „Heyið er farið,“ sagði hann. Hún gat ekki umborið að horfa á hann. „Gras sprettur að nýju,“ svaraði hún reiðilega. „Og hvað er hey svo sem? Það er aðeins gras.“ „Hey er hey,“ sagði hann strengilega og þreifaði eftir stól. :,Ég veit það,“ sagði hún hljóðlega. Eftir stundarkorn klappaði Björn henni hughreystandi. „Við gætum haft þörf fyrir gamla bekkinn hér í herberginu.“ Ragna horfði kviklaust í augu hans og vissi hvað mundi koma. Það var ein- kennilegt, að hún hafði alltaf vitað að það kæmi að því, en hafði alltaf vonað —. „Svona nú,“ hélt hann áfram. :,Ég veit að hún gamla mín mun búa til mjúka sessu á hann. Gamals manns bein vilja þreytast á sessulausum bekk.“ Hún leit snöggt og hræðslulega undan. Aldrei mundi lífsgleði hennar rísa nógu hátt til að falla eins og hún féll nú. Og samt var enn hlýtt í veðri eins og um mitt sumar. „Jæja þá,“ sagði hún. 18 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.