Samvinnan


Samvinnan - 01.06.1958, Qupperneq 25

Samvinnan - 01.06.1958, Qupperneq 25
málið! . . . Það er nú svo komið fyrir mér, að eg þrái dauð- ann, enda er eg sannfærður um, að Lausnari minn muni sjá svo til, að aftakan opni mér leið að sælla tilverustigi en þetta hefur reynzt mér, þar sem líf mitt er orðið kvöl ein og skelf- ing. Þér eruð brjóstgóður dómari, — yður kvíði eg ekki fyrir að mæta, og kærast væri mér að það yrði sem allra fyrst. Að endingu vildi eg mega biðja yður að gera mér þann greiða. að sjá um að séra Jens í Álatjörn komi til mín þegar á þessu kvöldi, — honum ætla eg að búa mig undir brottgönguna. Kveð eg yður í von um, að þér sjáið yður fært að uppfylla þessar óskir aums manns. Guð fylgi yður í dag og alla daga! Um leið og hann rétti mér hönd sína sneri hann sér undan, en eg var svo utan við mig er eg yfirgaf Vaðlaklerk, að eg vissi varla af sjálfum mér. Líklega hefði eg stigið á bak og riðið beina leið heim, án þess að hafa tal af dóttur hans, hefði hún ekki komið upp í fasið á mér einmitt er eg var í þann veginn að yfirgefa fanga- húsið. Hún fölnaði upp og tók utan um handlegginn á mér þéttingsfast, — dauðadóminn hefur hún hlotið að lesa úr svip mínum. AugnatiIIit hennar var líkast því að hún væri að biðja sjálfri sér vægðar, — spurt mig neins gat hún ekki þá stund- ina, eða þorði það ekki. — Flýið! varð mér að orði: Forðið yður héðan, — og bjargið föður yðar! .... Það var allt og sumt, sem mér auðnaðist að segja við hana. Að svo mæltu stökk eg á bak hestinum og vissi varla til mín fyrr en eg ranglaði hérna inn um dyrnar. — Á morgun! . . . Morgundagurinn marar í kafi, geigvænlegri en nokkur, sem eg til þessa hef mætt. Þá er dómur fallinn í máli Vaðlaklerks, — og tók sá dæmdi honum af ólíkt meiri staðfestu og með meira jafnaðargeði en sá, er dóminn las. Allir sem viðstaddir voru — að þrálynd>im fjandmanni ákærða einum undanteknum — komust við og kenndu sárlega í brjósti um ólánsmanninn. Að sumum þætti dómurinn allharður heyrði eg út undan mér. Harður að vísu — þar sem hann flettir Hfi sakamanninn, en auk þess þrjá menn aðra, sem ekki geta sekir talist, ham- ingju og hugarró. Algóður Guð unni mér meiri linkindar en eg, aumur maður, sá mér fært að sýna breiskum meðbróður! Hún leit inn til mín, — eg er ekki fótafær. 011 von er úti! Faðir hennar má ekki heyra nefnt á nafn að bjarga sér á flótta. Það hafði verið talað við fangavörðinn og hann reynzt til- leiðanlegur. Frændi hennar einn, sem er sjómaður, hafði þegar bát sinn undir seglum, tilbúinn að skjóta feðginunum yfir til Svíþjóðar. Þegar til kom strandaði það á fanganum: við iðr- andi syndarann varð engu tauti komið. Vaðlaklerkur aftók með öllu að forða sér undan sverði réttlætisins, og vísaði til þeirrar vonar sinnar, að dauði sinn mætti — ásamt fórnar- dauða Frelsarans — verða sér til syndafyrirgefningar og endan- legrar réttlætingar hinum megin grafar. Vina mín fór frá mér jafnangráð og hún kom, en ekki átaldi hún mig einu orði. Að biðja Guð að vernda hana og veri henni nærri á þeim skelfingardegi, sem framundan bíður, — annað get ég ekki fyrir hana gert. Sjálfur ligg ég hér, sjúkur á sál og líkama, alls- ófær að hugga og hjálpa — og ekki bólar á syni prests. Og nú verð eg víst að kveðja þig, ástvina mín og heitmey hjarta míns — kveðja þig og þessa vesælu veröld, í von um að fyrir okkur megi liggja að mætast í annarri betri. Þess verður víst ekki langt að bíða að leiðir skilji, — eg finn dauðann nálgast. Vera má að eg verði á undan honum, sem grimmúðugt embætti mitt batt mér þá skyldu á rerðar að svipta lífi. Þegar hún kvaddi, kallaði hún mig enn einu sinni ástvin sinn og sagðist engan kala bera í brjósti gagnvart mér: — Þér gerðuð skyldu yðar, harða að vísu, en skyldu yðar eigi að síður og ekkert fram yfir það, sagði hún við mig að skilnaði. En eg er hingað komin til að kveðja. Þetta verður okkar síðasti fundur. Að svo mæltu kvaddi hún mig með tákni friðarins: signdi mig! Guð gefi mér eilífan frið sinn hið fyrsta að verða má. Hvert ætlar hún? . . . Eilífi Guð! — hvað vakir fyrir henni? . . . Bróðir hennar er sagður ókominn . . . Og á morgun — á Hrafnahvoli . . . Aths.: Hrafnahvoll hét og heitir hóll nokkur í beitilandi Alatjarnar, en á hvoli þeim var Vaðlaklerkur, séra Sören Quist, höggvinn. Onnur aths.: Hér lýkur dagbók Eiríks Sörenssonar, héraðsfógeta; á henni er ekki meira að græða málinu til upplýsingar. — en við tekur greinargerð, sem nágranni Vaðlaklerks, presturinn í Alatjörn hripaði niður. Varpar hún nokkuð öðru Ijósi á þau hin hræðilegu atvik, sem dagbók dómarans hermir frá. Ef góðfús — eða miður góðfús — lesandi kynni að draga í efa, að rétt sé með heimildir farið, mætti benda þeim hinum sama á, að varlegt er að meta mynd eftir umgerð, svo og, að þar sem sagan hefur haldist við lýði í héraðinu, verður sannleikskjarni hennar ekki með rökum rengdur, því er nú miður, enda sönnu nær, að einmitt eftir þennan hroðalega atburð var leitt i lög, að líflátsdómi skyldi ekki framar fullnægja fyrr en fengin væri staðfest- ing æðri réttar. Síðari hluti. ÁDREPA SÁLNAHIRÐISINS í ÁLATJÖRN Á seytjánda embættisári mínu gerðist hér í nágrenninu at- burður, sem fyllti oss öll ótta og skelfingu, og varð til smánar og blygðunar mönnum andlegrar stéttar, þar sem embættis- bróðir minn, vellærður séra Sören Quist, þáverandi prestur að Vöðlum, í bræðis- eða æðiskasti sló vinnumann sinn dauðan og dysjaði hræið í garði sínum á næturþeli. (Framh.) SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.