Samvinnan - 01.03.1962, Blaðsíða 3
I ÞESSUM ÞÆTTI BIRTUM VIÐ BRÉF LESENOA OG VEITUM VERÐLAUN FYRIR ÞAU BiZTU
Kæra Samvinna!
Ég hefi veitt því athygli, atS Bréfa-
skóli SÍS veitir mikla námsmöguleika í
ýmsum greinum, og raunar er ég nem-
andi í tveim fögum skólans. AÍS mínum
dómi er skólinn hin þarfasta stofnun,
sem vonandi færir út kvíamar metS ár-
unum. Mig grunar atS erlendis séu sams-
konar skólar, sem veiti hverskonar
kennslu og heftSi ég áhuga á atS fá nöfn
þeirra og heimilisföng, ef þitS heftSutS
þau.
MetS fyrirfram þakklæti og kvetSju.
Sveinn GutSmundsson.
ÞaíS er rétt, aÖ erlendis er vítSa acS
finna bréfaskóla mjög fullkomna. Einn
af starfsmönnum Samvinnuhreyfingar-
innar lauk t. d. stúdentsprófi frá sænsk-
um bréfaskóla. Einn af kaupendum
blaSsins stundar nám í viSskiptafræði
viS amerískan bréfaskóla og án efa eru
fleiri landar viS nám í erlendum bréfa-
skólum. Ef satt skal segja, þá hefir ekki
nóg veriS gert af hálfu hlutaSeigandi
aSila til þess aS benda mönnum á þá
möguleika ,,aS stunda nám yfir hafiS“,
þ. e. a. s. í erlendum bréfaskólum. Skal
þó ekki um þetta fjölyrt aS sinni, en
hér eru nöfn þriggja skóla:
La Salle Extension University,
417 South Dearbom Street,
Chicago 5, Illinois,
U.S.A.
NKI-Skolan,
S.T. Eriksgatan 33,
Stockholm 12.
Mönsteds Kursus,
Rádhuspladsen 14,
Box 375,
Köbenhavn V.
Kæra Samvinna!
Um leiS og ég sendi þér lausn á
fyrstu krossgátu þessa árs, langar mig
aS biSja þig aS gjöra svo vel aS birta
uppskrift af mjólkurmat þeim er Jógúrt
er nefndur og sem eftir nafni aS dæma
hlýtur aS vera bæSi hollur og Ijúffeng-
ur matur. — MeS kærri kveSju og ósk
um gifturíka framtíS.
Laufey Bjarnadóttir,
Litlu-Reykjum,
S.-Þing.
Tf/töFaJtassúi*
Stóra-Dunhaga, 15. febrúar 1962.
Ég vil nota tækifæriS og láta í ljós ánægju mína meS
biaSiS og þakka fyrir margt ágætt efni, sem þaS flytur.
ÞiS hafiS stundum óskaS eftir tillögum frá lesendum
um efni í blaSiS. Mig langar til þess aS láta eina fljóta
hér meS.
Ég sakna þess oft hversu fá blöS hafa lausavísur, sem
lesendur senda þeim eSa þau komast yfir á einhvem ann-
an hátt.
Vill nú ekki Samvinnan reyna aS koma á laggirnar föst-
um vísnaþátt í blaSinu, og ætti hann helzt aS koma í
hverju blaSi.
Hægt væri aS auglýsa eftir vísum frá lesendum, og
mætti verSlauna beztu vísurnar, til þess aS örfa þátttöku,
eins og þiS t. d. geriS meS krossgátumar. AS sjálfsögSu
mætti birta ýmsar aSrar vísur, og jafnvel kvæSi, þó aS
þau eigi nú ef til vill ekki mörg heima í þætti sem þess-
um. Ég er sannfærSur um, aS vísnaþáttur í blaSinu mundi
njóta mikilla vinsælda hjá lesendum, því aS vísnavinirnir
eru alls staSar. Þó er þaS ef til vill mikilvægast, aS meS
þess mundi blaSiS bjarga frá glötun góSum vísum, sem
annars mundu aldrei verSa birtar og gleymast. Alls staSar
eru hagyrSingar og margir þeirra gamna sér viS aS setja
saman vísur, sem fáir eSa engir fá aS heyra og aldrei
komast á kreik. Ef til vill fengi blaSiS aS birta eitthvaS
af þessum vísum undir dulnefni höf. og geymdust þær
þannig en gleymdust ekki.
Ennfremur yrSi þessi þáttur kannske til þess aS fleiri
færu aS fást viS vísnagerS sér til skemmtunar og and-
legrar heilsubótar.
Fleira mætti tína til, en þó f jölyrSi ég nú ekki um þetta
meira. Oska ég svo blaSinu alls góSs í framtíSinni.
Vinsamlegast,
Arnsteinn Stefánsson.
Kærar þakkir fyrir bréfiS Arnsteinn. ÞaS er rétt aS alls
staSar eru hagyrSingar og margir yrkja án þess aS aSrir
fái nokkurn tíma aS heyra né sjá þeirra kveSskap. Hug-
mynd þín um vísnaþátt í blaSinu fellur í ágætan jarSveg
hjá okkur, enda fór hann af staS í síSasta nóvemberblaSi
og aftur í febrúarblaSinu. AS vísu er hann ekki í hverju
blaSi, þó gæti þaS vel orSiS, en þaS byggist aS sjálfsögSu
mikiS á lesendunum. Heyrandi í holti, umsjónarmaSur
lausavísnaþáttarins, ber þér og öSrum kveSjur sínar og
hvetur alla til aS kveSa á skjáinn hjá sér.
SAMVINNAN