Samvinnan - 01.03.1962, Blaðsíða 8
Harry Frederiksen ásamt konu sinni Margréti og börnum þeirra Ólafi og Guðrúnu.
— Þú ert þá einn af Petsamóförun-
um?
— Já. Við fórum frá Danmörku 25.
september og fórum yfir til Stokk-
hólms. Þar urðum við að gjöra svo vel
og biða í heila viku, þar til við gátum
haldið áfram, þvi „Esja“ hafði verið
tekin af Þjóðverjum inn til Þránd-
heims til skoðunar, og okkur var sagt
að það hefðu verið gerðar loftárásir á
höfnina í Þrándheimi meðan „Esja“
var þar, en til allrar hamingju slapp
skipið þaðan óskaddað. Annars er ekki
að vita hvernig hefði farið með allan
íslendingahópinn, sem með skipinu
kom heim.
— Og þið urðuð að bíða í Stokkhólmi
á meðan skipið tafðist í Þrándheimi?
— Já, og umboðsmaður íslenzku rík-
isstjórnarinnar, Vilhjálmur Finsen,
sendiherra í Stokkhólmi, var okkur
mjög hjálplegur á allan hátt. Hann
lét okkur fá fimm sœnskar krónur í
skotsilfur. Það dugði fyrir sporvögn-
um og þótti sumum lítið. Hins vegar
var séð vel fyrir okkur, bjuggum á
góðum hótelum og höfðum okkar mat,
svo við höfðum ekki yfir neinu að
kvarta.
Þú ert búinn að fara margar ferð-
ir síðan út í heim, en þetta var þín
fyrsta ferð, eða hvað?
— Þetta var fyrsta ferðin mín, 1938.
— En ekki sú síðasta?
— Ég er búinn að fara margar ferðir
síðan, en hefi ekki talið þœr saman.
— En svo við hverfum aftur til gömlu
daganna. Hvað gerðir þú svo á stríðs-
árunum?
— Vann í Útflutningsdeildinni, en fór
svo aftur utan til Kaupmannahafnar
17. júní 1947. í árslok 1948 kom ég
enn heim og tók við Iðnaðardeildinni,
sem var stofnsett 1. janúar 1949, og
þar hefi ég verið síðan, eða i 13 ár.
Frá þvi starfi hverf ég nú, en fram-
undan er tveggja til þriggja ára dvöl í
Þýzkalandi, við skrifstofu Sambands-
ins í Hamborg. Störfum minum hjá
Sambandinu hafa einnig fylgt margs
konar nefndastörf og stjórnarstörf í
ýmsum fyrrtœkjum Sambandsins og á
opinberum vettvangi.
— Formaður Vinnumálasambands
samvinnufélaganna um skeið?
— í 6 ár og varaformaður fyrstu 4
árin.
— Og áttir snaran þátt í lausn verk-
fallsins og vinnudeilnanna á s.l. vori?
— O, ég var bara einn af mörgum.
Vinnumálasambandið stóð einhuga
um samningana.
— Varstu ánægður með samningana?
— Ég mun hafa sagt það við þig áður
í Samvinnunni, að við i Vinnumála-
sambandinu töldum ekki skynsamlegt,
né þjóðfélagslega rétt, að koma ekki
að nokkru til móts við kröfur verka-
fólks og verksmiðjufóks um kjarabœt-
ur, eftir skerðingu íslenzka gjaldmið-
ilsins, og í kjölfar hennar stórlega
rýrðan kaupmátt launanna. Samning-
arnir fólu alls ekki í sér mikla kaup-
hœkkun, miðað við kaupmátt launa
eins og hann var orðinn. Hin leiðin
hefði þó ábyggilega orðið farsœlli, ég
vil endurtaka það, að draga úr dýrtið-
inni með lœkkun söluskatts og vaxta.
— Hvernig myndir þú skipta sögu iðn-
aðarins í höfuðþætti hérlendis, og
hverja telur þú svo merkilegustu á-
fanga Iðnaðardeildar SÍS?
— Með komu landnámsmanna hefst
fyrsti kafli iðnaðarsögunnar hér —
heimilisiðnaðurinn —. Síðan brýtur
Skúli Magnússon, landfógeti, blað í
þeirri sögu með Innréttingunum árið
1752, en örust hefir þróunin verið með
rafvœðingu landsins og þeim mögu-
leikum, sem raforkan skapar tíl starf-
rœkslu iðnfyrirtœkja. Gefjun var, eft-
ir endurbyggingu hennar, um nokkur
ár stœrsta verksmiðja landsins, en
nú eru Áburðarverksmiðjan og Sem-
entsverksmiðjan stœrri.
Það er ef til vill erfitt að gera upp á
milli þeirra áfanga, sem náðst hafa á
þeim s.l. 13 árum, sem Iðnaðardeildin
hefir starfað. Þeir eru að nokkru leyti
merkilegir hver á sínu sviði og hald-
ast þó í hendur. Eru auk þess að
nokkru framhald þess sem áður var
byrjað á. Fyrsta verksmiðjan var Sút-
unin og framhaldið Skóverksmiðjan.
Árið 1930 keypti Sambandið Gefjunni,
sem nú er búin mjög fullkomnum
vélakosti. Hekla prjónar peysur úr
garninu frá Gefjunni, og vinnur einn-
ig ýmsan kuldafatnað úr dúkunum og
jafnframt því mikið af vinnufatnaði.
Saumastofurnar á Akureyri og í
Reykjavik sauma nokkur þúsund
karlmannafatnaði árlega úr Gefjun-
ardúkum. Sjöfn framleiðir sápuvörur
og málningu og Rafvélaverksmiðja
Jötuns rafmótora.
— Þetta er mikil upptalning.
— Já, og ég held ég láti hana nœgja,
þó verksmiðjurnar séu ekki allar tald-
ar, en vil bæta þvi við, að verksmiðj-
ur Sambandsins eru flestar stœrstar
hver i sinni framleiðslugrein í land-
inu, og samanlagt nema vörutegund-
irnar mörgum hundruðum.
— Var ekki geysilegur munur á við-
horfi manna til íslenzks iðnaðar, þeg-
ar þú varst að byrja með Iðnaðar-
deildina, miðað við það sem er í dag?
— Jú, ég held að það sé alveg óhœtt
að segja það. Það var litið á iðnaðinn
hjá okkur sem hálfgert olnbogabarn,
aldrei búizt við því að hér væri hægt
að starfrœkja iðnað í samkeppni við
iðnað annarra þjóða. Að visu hefir ís-
lenzkur iðnaður að nokkru notið
verndar gegnum tolla.
— Þegar ég var að alast upp, þá var
algengt að setja útlend nöfn á iðnað-
arvörur.
— Eitt af mínum fyrstu boðorðum
hefir verið að setja íslenzk nöfn á
allar okkar iðnaðarvörur. Ég hefi tal-
ið að við œttum einmitt að framleiða
vöruna, og framleiða hana þannig, að
við þyrftum ekki að bera neinn kinn-
roða fyrir að hafa á henni íslenzkt
nafn.
8 SAMVINNAN