Samvinnan - 01.03.1962, Blaðsíða 9
— En sýnir þetta ekki öðru fremur
viðhorf almennings til íslenzkra iðn-
aðarvara, um það leyti sem þú ert að
byrja í iðnaðinum?
— Jú, þetta hefir breytzt feykilega
mikið. Það er eiginlega orðið allt ann-
að sjónarmið hjá fólki gagnvart ís-
lenzkum iðnaði, og fólk er farið að
viðurkenna feykimikið af íslenzkum
vörum og jafnvel taka þcer fram yfir
erlendar. Það er eins og fólki finnist
það nú orðið meira öryggi, oft á tíð-
um, að kaupa íslenzka vöru frekar en
að kaupa erlenda vöru. Þetta hefir al-
veg snúizt við, miðað við það sem áð-
ur var, þá voru menn alltaf hrœddir
við það sem var íslenzk framleiðsla.
En þetta hefir tekizt sem öetur fer.
Fólkið er farið að skilja, að það er
ekki ástœða til að halda annað, en að
íslendingar geti framleitt vörur —
góðar vörur — eins og hvar annars
staðar í heiminum. íslendingar eru
yfirleitt verkhyggnir menn og fljótir
að komast upp á lagið með að til-
einka sér verktækni.
— Nú berast utan úr heimi, og þá
sérstaklega Bandaríkjunum, þær
fréttir að hinar merkilegu vélar, hvað
eigum við að kalla þær, „heilavélar",
séu að leysa verksmiðj uf ólkið af
hókni. Þessar vélar séu í rauninni
komnar inn í verksmiðjurnar; setji
saman bíla, vélar og hvað eina. Er
nokkuð farið að ræða um þessa svo-
kölluðu „Automation" í íslenzkum iðn-
aði. Eða er hann svo smár — þó hann
sé stór — þetta sem við köllum stórt,
að hann komi ekki til greina?
— Til þess er okkar iðnaður of smár,
allt of smár. Það er ekki nema i stór-
iðnaði, sem raunhœft er að koma slíku
við. Hjá okkur íslendingum er iðnað-
urinn svo smár, að mannshöndin
grlpur alls staðar inn í. Að vlsu er-
um við með svokallað fœribandskerfi,
í vinnufatnaðinum. Þar gengur flikin
frá einum til annars, og eftir ákveðn-
um reglum. Og sama má segja um
karlmannafatasauminn.
— En þið eruð samt með stórvirkar
vélar, miðað við kringumstæður?
— Vélarnar, sem nú eru notaðar, eru
margfalt afkastameiri en þœr vélar,
sem áður voru notaðar og mjög full-
komnar.
— Starfsmannafjöldinn?
— Hann er nú 585, en var 323 árið
1949. Sú aukning segir þó minnst, því
veldur afkastaaukning vélanna. Hún
er miklu meiri, eins og ég sagði áðan.
— Greidd vinnulaun?
—• Þau voru 5,8 milljónir árið 1949, en
námu 24 milljónum 1960. Á s.l. 13 ár-
um munu þau nema nær 200 milljón-
um.
— Og þó það sé nú útúrdúr. Hver var
fjöldi starfsmanna á skrifstofum SÍS,
er þú hófst sendistörfin?
— Mig minnir að það hafi verið 15
manns, en nú munu þeir um 250, fyrir
utan allan fjöldann hjá dótturfyrir-
tœkjunum og í iðnaðinum. Slík hefir
þróunin verið og vöxturinn. Það sann-
ar bezt, að landsmenn hafa kunnað
að meta kosti samvinnunnar á sviði
viðskiptalífsins — i þess mörgum
myndum — sem ég skal ekki telja upp
hér. Ég hefi alltaf verið þeirrar skoð-
unar, að samvinnufyrirkomulagið i
verzlun og viðskiptum, rekið á heil-
brigðum grundvelli, sé það fyrirkomu-
lag, sem landsmönnum hentar sér-
staklega vel til stórra átaka, og til að
bœta lífskjör sín.
— Þú ert þá líklega ekki hræddur um
framtíð íslenzks iðnaðar, og þá sér-
staklega samvinnuiðnaðarins.
— Ég hefi aldrei efast um, að iðnað-
ur eigi fullan rétt á sér í þessu landi,
sem öðrum, og hann geti dafnað hér
og blómgast. Undangengin ár hafa
sýnt það. Samvinnuiðnaðurinn, sem
að verulegu leyti er byggður upp til
vinnslu úr íslenzkum hráefnum,
stendur traustum grunni, og ég trúi
þvi að hann megi auka verulega.
— Telur þú hugsanlegt að gefa starfs-
fólkinu eignarhlutdeild og um leið
stjórnarhlutdeild í verksmiðjunum?
— Það er hugsanlegt að þróunin geti
orðið sú er fram liða stundir, en tœp-
lega held ég að það sé tímabært. Iðn-
aðurinn er enn of ungur og starfs-
fólkið ekki nœgilega þjálfað og hugs-
andi um iðnaðinn — industrial
minded —. Til að byrja með tel ég
betra að starfsfólkið njóti ávaxtanna
af starfi sínu og ágóðahlutdeild í
gegnum ákvœðsvinnufyrirkomulagið,
sem víðast hvar er notað með góðum
árangri.
— Iðnstefnurnar? Kæmi ekki til
greina að halda þær í Reykjavík og
jafnvel víðar, með tilliti til kynningar
og fræðslu?
— Jú, að sjálfsögðu. Það væri búið að
halda iðnstefnu í Reykjavík, ef hús-
nœðisaðstaða hefði verið fyrir hendi.
Úr þvi verður bætt með sýningar- og
iþróttahúsinu, sem verið er að reisa í
Laugardalnum við Suðurlandsbraut.
Auk sýningarhúsnœðis þarf gistiað-
stöðu fyrir um 130 manns frá kaup-
félögunum, meðan á sýningunni
stendur, en slík gistiaðstaða mun ó-
víða út um land, nema á Akureyri.
— íslenzkur iðnaður og Efnahags-
bandalagið?
— Það eru margar hliðar á því máli.
Ég geri ráð fyrir, að ýmis smáfyrir-
tœki geti átt erfitt uppdráttar vegna
fjölbreytni samkeppninnar, sem hinn
fjölþœtti innflutningur myndi skapa
hér. Hins vegar munu opnast geysi-
legir markaðsmöguleikar fyrir ís-
lenzkar iðnaðarvörur á hinum stóra,
erlenda markaði, og þá fyrst og
fremst fyrir þœr vörur, sem eru unn-
ar úr íslenzkum hráefnum. Fram-
leiðslan hjá hverri verksmiðju verður
einhœfari og um leið ódýrari, og þvi
samkeppnishœfari á hinum erlenda
markaði. Þegar aðstœður breytast,
eins og með tilkomu Efnahagsbanda-
lagsins, er ekki annað fyrir hendi, en
að laga sig eftir þeim, á þann hátt
sem bezt er kosta völ. í þessu sam-
bandi má til dœmis geta þess, að sam-
vinnufélögin á Norðurlöndum starf-
rækja mikinn iðnað. Nú eru þau að
athuga möguleika á því að fœra sam-
an sinn iðnað. Starfrœkja eina stóra
verksmiðju í hverri grein, sem sam-
eign samvinnufélaganna, á öllum
Norðurlöndunum, í stað þess að starf-
rœkja litla verksmiðju i hverju landi
fyrir sig.
— Og nú hverfur þú frá iðnaðinum.
í hverju verður starf þitt fólgið aðal-
lega?
— Hamborgarskrifstofan annast fyrst
og fremst sölu islenzkra landbúnaðar-
og sjávarafurða, og því samfara ýmiss
konar innkaup fyrir Sambandið og
kaupfélögin. Að sjálfsögðu verður svo
einnig athugað um sölumöguleika á
ýmsum islenzkum iðnaðarvörum.
— Hvað eruð þið mörg á skrifstof-
unni?
— Við erum þrjú.
— En áður stjórnaðir þú um 600
manns, það er talsverður munur.
— Já, það er talsverður munur, og
nokkuð annars eðlis, en við þessi þrjú
getum kannski haft meiri umsetningu
Framh. á bls. 30.
SAMVINNAN 9