Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1962, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.03.1962, Blaðsíða 28
var gott hótel hjá honum Rosenberg blessuðum. Það var í janúarmánuði og ég ætlaði að stytta mér leið. Svo vakn- aði ég í svartamyrkri innan krossa, leg- steina og þessháttar mannvirki. Ég var ekki lengi að koma mér burt úr þeim helga reit. Frúin gekk greitt og alltaf sást betur og betur þessi orientalska plastíkk á hekkinu á henni. Þegar við komum að liorninu á garðinum og beygðum inn í Ljósvallagötuna, varð mér heldur en ekki hverft við. Hverjir voru ekki í síð- astaleik, höfrungahlaupi og eitt par fram fyrir ekkjumann, nema heil legíó af sáluféíögum mínum. Þarna hoppuðu þeir og skondruðu fram og aftur með allskonar ærslum og firinverkum, svo að skömm var að horfa upp á. Ég held að það sé nú dálítið ónákvæmt hjá hon- um Jóni Árnasyni, að kirkjugarðar rísi bara á jólanótt og nýjársnótt, fyrst að þessir kavalerar gátu hagað sér svona á venjulegri óhelgri nótt. Einn þeirra kallaði til mín með nafni. Þá varð mér heldur en ekki um sel. Fjandinn sjálfur mátti í minn stað fara í eitt par fram fyrir ekkjumann við svona deleranta. Ég tók undir mig stökk og þeyttist eins og byssubrendur inn í Ásvallagötuna og beið þar eftir frúnni. Það var þó eitthvað notalegra að fylgjast með henni, en að fara í höfrungahlaup við kaval- erana fyrir innan hliðið. Þegar við komum að húsdyrunum, beið eiginmaðurinn þar. Hann hafði vist gleymt lyklunum sínum og stóð eins og útflutningsfiskræfill frá SH. Nú var hann allur á hjólum og barmafullur af ást. Þau bjuggu á fyrstu liæð, fjögur her- bergi, voterklósett, kokkhús og píu- kames. Allt var fullt af málverkum og nipsi. í borðstofunni var stærðarmynd af heilagri kvöldmáltíð. Þar sá maður hann Júdas aumingjann vera að laum- ast út um eldhúsdyrnar, heldur en ekki pu. — Fyrir neðan voru nokkrir postul- ínshundar og útstoppaður kanarifugl. Ég labbaði mig inn í daglístofuna. Fín stofa, bæði grænt pluss og sésterfíld. Fullt af svissneskum og bæjerskum lands- lagsmyndum, brýr, fossar, fjallakofar og jöklar. Ég viknaði yfir því, að enn er heldra fólk á íslandi fætt með góðan smekk. Þetta var fyrirmyndar heldri- mannastofa. Húsbóndinn gekk að gömlum skáp og dró út eina flösku af Dauðanum, en frúin fór inn í svefnkamesið og kveikti þar á lampa með rauðu Ijósi. Húsbónd- inn stóð upp við kamínuna með gervi- kolunum, sem ganga fyrir rafmagni. Hann stóð þar og setti sig í stellingar, sem hann hafði séð í Læfmagasín í aug- lýsingu frá kaneidjan klöbb viskífirm- anu. Hann var heldri maður og varð að standa við drykkjuna eins og enskur séntilmann. Ég sjálfur var nú orðinn þreyttur á öllu þessu dabbi og hlamm- aði mér niður í sésterfíld. Svona hring- sól tekur á fínu taugarnar og gott er þreyttum að hvílast etsetera. „Hviss-iss-iss“ — ja hvert í hoppandi. Var ekki fresskattarrumpa þarna á stóln- um, sjálfsagt sofandi eins og vant er með slxka. Mér krossbrá og ég þaut upp eins og skot, en fressi lét ekki sitja við hvæsið tómt. Hann setti upp kryppu og varð i laginu ins og Fnjóskárbrúin, þetta einstaka fyrirbrigði í íslen'zkri brúargerð. Hárin risu á hrygglengjunni á honum — og svo hvæsti hann aftur eins og að hann væri á generalprufu í símfóníunni. Sér voru nú hver ósköpin — hviss-hvissinn — og svo stökk hann á mig. Ég þaut beint upp á daglístofu- lampann, sem var með allaveganna frunsum úr prismagleri eins og andvana fædd grýlukerti. Þar húkti ég, en katt- arófétið hvæsti og blés sig allt upp. Mér er alveg óskiljanlegt hvað fólk vill vera að gera með ketti í svona steinhúsum, þarsem engar rottur eru. Það ætti beinlínis að banna svona pi'ívat- dýragarða inni í miðjum bænum. Þetta með heimadýragarða er alveg eins og þetta með lúsina. Hvaða meining er það hjá heildsölunum að vera að eyða dýrkeyptri valútu í lúsakamba þegar engar lýs eru í landinu. Nei burt með alla prívatdýragarða og lúsakamba. Kettir og lúsakambar eru bara til ó-- þæginda, óþarfa kostnaðar og gjaldeyris- bruðls. Það er jafnvitlaust og þegar þeir tóku upp á því í París, að banna þar hús með lögum. Þeir eru alltaf að banna allt mögulegt. Ef þeir halda þessu áfram, veiður loks ekkert eftir, sem þeir geta bannað og hvað gera þeir þá. Allt í einu heyrði ég brothljóð frá húsbóndanum, sem stóð við kamínuna í heldrimannastellingu á la kaneidjan klöbb. Hann hafði misst glasið sitt svo að það mölbrotnaði. Hann staiði á okk- ur prismalampann, nábleikur og skjálf- andi. — Hvað var nú að? Mér varð litið niðureftir sjálfum mér — og nú var heldur stand á hlutunum. Við hiæðsluna xitaf kattarskrattanum hafði vinstri löppin á mér allt í einu, án míns vilja, tekið upp á því að materialiser- ast og það var ekkert gasebindi eins og lijá spámanninum í Ósló forðum. Nei löppin á mér hékk þarna í lausu lofti, allsber og hárug upp á mitt læri. Kaneidjan klöbb lognaðist útaf, svona hálft um hálft, en fiúin kom þjótandi inn í daglístofuna. Hún horfði hvorki til hægri né vinstri, en strunsaði að hon- um og hellti úr barmafullum skálum íéttlátrar reiði: „Ótætis-ekkisins fyllirafturinn þinn. Þarna ertu búinn að brjóta allt vínsettið mitt, sem hann sendi mér heim---------“ Sökudólgurinn starði sljóum augum á mig og svaraði ekki. Kötturinn hélt áfram að hvæsa að mér og ég kippti löppinni upp til þess að hann gæti ekki náð til mín með klónum. Kettir þurfa nefnilega ekki að ganga í flokkinn hans Benna Voge til þss að geta hoppað yfir hestinn. — Frúin hafði ekki tekið eftir mér þegar hún þaut inn til þess að athuga sinn heittelskaða plús einn, en nú sneri hún sér við. Hafi herran- um brugðið í biún, þá brá dömunni nú með öllum kroppnum, kommóðu, hekki og heila pippetauinu eins og þar stendur. Hún lygndi aftur augunum, pataði út j loftið, þaut að sóffanum til þess að geta i illið í yfirlið þar. Svo lognaðist hún útaf og sloppurinn rann af henni, ekta japanskur Hirohito frá Nagasaki I\lade in Germany, en það er svoleiðis með herraþjóðina og syni him- insins, að þeir lalsa hvor annars varn- ing eftir því hvar menn eru nógu grunnhyggnir til þess að kaupa draslið. Öll þessi ósköp iengu nú svo á mig, langhrjáðan aumingjann, að lappar- skrattinn hljóp til og úrholdgaðist aftur. Nú var farið að bitta af degi og þá fór mig allt í einu að syfja. Ég gekk öfugur eftir loftinu til þess að losna við béaðan ekki-sinns dýragarðinn á gólfinu. Ég leið svo innum opnar d.yrn- ar á svefnkamesinu, brá mér uppí hjóna- rúmið frúarmegin — það voiu engin vandræði með að þekkja það — Péche nocturne og allt það. Ég steinsofnaði — svefni hinna rétt- látu — eins og stendur í Mynsters hug- leiðingum, púnktum og basta. ^mimiiimmiiiimHmiimiiiiimiiimmiimmiimmiimmiiimiiiimiimmmimmmimmimmmimmmiiimmiimmmm iimiMimimmmmi & Ferguson léttir bústörfin allt árið /iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiMiiiiiiiiimiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiim<> 28 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.