Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1962, Síða 33

Samvinnan - 01.03.1962, Síða 33
tært. Þess er þó hér að geta, að sjá verður um að fiskabúrið fái nógu mikið ljós. Það á helzt að standa á borði nálægt glugga en ekki í glugg- anum sjálfum og í skammdeginu verður að vera lampi á búrinu með 25—40 watta peru þannig að búrið fái að jafnaði ljós 12—16 klukkustundir á sólarhring. Einn liður í hinni daglegu umhirð- ingu fiskanna er fóðrun þeirra. Nota má ýmsar tegundir af fiskafóðri sem fást í litlum pappadósum t. d. í blómabúðum hér í Reykjavík. Er hér aðallega um tvær tegundir að ræða, Wawex og Sluis Fiskfort sem er hol- lenzkt. En til lengdar er ekki nóg að gefa fiskunum þessar tegundir af fiskafóðri og þá verða menn sjálfir að útbúa fiskafóður handa fiskunum. Hefur mér reynzt mjög gott að nota rækjumjöl. Ég bý það til sjálfur þannig að ég kaupi í matvöruverzlun lítinn pakka af hraðfrystum rækjum, þurrka rækjurnar á diski t. d. í bak- arofni þangað til þær eru alveg þurr- ar og harðar, en þó ekki steiktar. Síð- an myl ég rækjurnar, með hamri, í mjöl sem ég síðan gef fiskunum. Einn lítill pakki af rækjum getur dugað í marga mánuði. Einnig má gefa fisk- unum soðna ýsu skorna niður í smá- bita, lambalifur, eggjarauðu, hrogn og fleira. Næst er svo að benda á eina aðal- byrjunarvilluna sem mjög er algeng. Hjá mörgum byrjendum í smáfiska- rækt verður vatnið í fiskabúrinu ó- hreint eftir fáa daga og við nánari athugun finnur maður slæma lykt af vatninu. Það er farið að skemmast, verður súrefnislítið og fiskarnir fara að synda meðfram yfirborðinu og anda að sér lofti. Þegar hér er komið er yfirleitt ekki annað að gera en að tæma búrið, hreinsa sandinn á ný og fylla það með hreinu vatni. Til þess að koma í veg fyrir þessi leiðindi verður að finna orsökina fyrir því að vatnið skemmist, og í hér um bil öllum tilfellum er orsökin sú, að menn gefa fiskunum of mikið fóður í einu Það á aldrei að gefa fiskunum meira en það sem þeir geta etið upp á 10— 15 mínútum og gefa þeim þá heldur tvisvar á dag, á sumrin jafnvel þrisvar, þar sem fiskarnir hafa meiri matar- lyst þegar bjart er og vatnið heitara. Það er óþarfi að hafa áhyggjur af því þó fara þurfi frá fiskunum og skilja þá eftir matarlausa í tvo, þrjá daga, þar eð fiskarnir finna alltaf eitthvað af matarleifum og smájurt- um sem þeir geta etið á meðan. Hin eiginlega daglega umhirða er litið annað en að gefa fiskunum nægilegt fóður. Þó getur alltaf komið fyrir, þrátt fyrir góða umhirðu, að einn og einn fiskur deyi og er nauð- synlegt að fylgjast með því og taka hræið burtu strax, þar eð það leysist fljótlega upp og getur eyðilagt vatnið. Við og við, og þó sérstaklega í sum- arbirtunni, myndast dálítið lag af þörungum sem sést á glerinu. Þetta sakar í sjálfu sér ekkert en er hins vegar ekki til prýðis þar eð búrið fær grænan blæ. Má þurrka þörunga þessa í burtu með klút eða ennþá betur með rakvélablaði, sem er sett á tréstöng. Ennfremur þarf við og við, með um það bil mánaðar fresti, að fjarlægja fiskasaur og plöntuleifar sem safnast saman á botninum kringum plöntu- ræturnar og í hornunum. Þetta er bezt að gera með svokölluðum sog- ara úr gleri eða með gúmíslöngu, þannig að slangan er fyllt með vatni, annar endinn látinn í fötu sem stendur á gólfinu og farið með hinn endann fram og til baka meðfram botni fiskabúrsins þannig að fiska- saurinn sogast upp í slönguna og rennur niður í fötuna. Síðan má bæta í búrið nýju og hreinu vatni, með sama hitastigi og vatn fiskabúrsins hefur í stað þess sem sogaðist upp. Þó að hirt sé eins vel um fiskabúrið og frekast er unnt getur alltaf átt sér stað að einhver sjúkdómur komi í búrið og fiskar veikist og deyi. Þetta getur til dæmis borið við þegar keypt- ir eru nýir fiskar að þeir beri með sér einhverja sjúkdóma. Þess vegna vil ég ráðleggja öllum, sem kaupa nýja fiska að setja fiskana fyrst í einskonar sóttvörn, þ. e. a. s. að halda fiskunum í nokkra daga í krukku eða sérbúri þangað til búið er að ganga úr skugga um að þeir séu heilbrigðir og þá fyrst láta þá yfir í búrið til hinna fiskanna. Þó er ekki nærri eins mikil hætta á að fá sjúkdóma í fiska- búr hér eins og víðast annars staðar þar sem fiskum þar er oft gefið lifandi fóður, þ. e. ýmiskonar smádýr sem menn veiða í ám og stöðuvötnum. Þá er alltaf hætta á að einhver sníkju- dýr komi með yfir í fiskabúrið. Skal hér vikið að einni helztu teg- und fiskisjúkdóma, hinni svokölluðu „hvítablettaveiki" sem er þannig að uggar fiskanna, og — ef ekkert er að gert — einnig kroppur þeirra verður þakinn með litlum, hvítum blettum. Fiskarnir missa matarlystina og hor- ast, reyna að nudda kroppnum við plönturnar eða botninn til að losna við blettina sem eru einskonar smá sníkjudýr er soga blóð fisksins. Gott ráð við þessum sjúkdóm er að leysa upp 1 gr. af kloramin (fæst í apótek- um í 1 gr. töflum) í dálitlu af volgu vatni og bæta þessari blöndu í fiska- búrið í hlutfallinu: 1 matskeið pr. 100 lt. af vatni og sjá um að það dreifist vel út um búrið. Sé ekki tækifæri til að ná í hinar umræddu kloramin-töflur má taka fiskinn upp úr búrinu og setja hann í sérílát þar sem í er saltvatn í hlut- fallinu 1 matskeið salt pr. lítra af vatni. Fiskinn má hafa í þessu baði í ca. hálftíma og síðan er fiskurinn settur aftur yfir í fiskabúrið. Þessa „lækningu“ má endurtaka með nokk- urra daga millibili þangað til allir hvítir blettir eru horfnir af fiskun- um. Hægt er að þekkja heilbrigðan fisk á því að matarlystin er alltaf góð, fiskurinn ekki horaður, engir blettir eða sár á kroppnum, uggarnir óskadd- aðir, andardráttur rólegur og tálknin bleik. Fiskurinn hafi sinn eðlilega lit og syndi rólega án þess að nudda sér við plönturnar né botninn. Veikur fiskur þekkist þannig að fiskurinn hefur enga matarlyst, er horaður og kviðurinn er magur, ugg- arnir oftast lokaðir saman, fiskurinn heldur sig uppi í einu horni fiska- búrsins eða nálægt botninum, úti við hornin. Andardráttur eykst og litur tálknanna breytist við veikindin; við kolsýrueitrun verða tálknin blárauð og slímkennd, og við blóðleysi ljós. Ef vatnið í fiskabúrinu er óhreint og súr- efnislitið halda fiskarnir sig við yfir- borðið og þótt slegið sé á glerið sem liggur yfir búrinu fara fiskarnir ekki niður frá yfirborðinu. Nú geta fiskarnir verið misjafnlega viðnámssterkir gagnvart sjúkdómum og til þess að hafa mótstöðukraft þeirra sem beztan verður að hafa í huga eftirfarandi varúðarráðstafanir: 1. Að hafa ekki of marga fiska I fiskabúrinu. 2. Gæta þess að hafa alltaf jafnan hita í fiskabúrinu. 3. Hafa daglega eftirlit með búrinu og fjarlægja dauða fiska strax. 4. Halda vatninu hreinu og tæru. 5. Hreinsa af botninum við og við fiskasaur og leðju. 6. Forðast ofeldi. 7. Setja ekki nýja fiska í búrið, nema þeir hafi fyrst verið í sótt- kví. ----o----- SAMVINNAN 33

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.