Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Side 8

Samvinnan - 01.11.1963, Side 8
Guðmundur Sveinsson i. í byrjun síöari heimsstyrj- aldar ritaöi bandaríski fræði- maðurinn Erick Fromm bók, er bar þetta heiti „Flóttinn frá frelsinu." („Escape from Freedom").— í ritinu leit- aðist höfundurinn við að skýra ástæður harmleiks styrjaldarinnar. Reynt skyldi að kanna hversu það mátti vera, að öfl óskapnaðarins og upplausnarinnar léku lausum hala í menningar- þjóðfélögum Vesturlanda og ógnað var tilveru mannkyns- ins. Erick Fromm leitar langt aftur í aldir að forsendum og forsögu þeirra atburða, er samtíðin skrifar með blóði sínu og tárum. í liðinni sögu búa lífrætur. En af einni rót óx í senn illt og gott. II. Miðaldir létu þjóðum Evrópu í té sjálfstætt lífs- mat. Varð það kjarni í sam- stæðri menningarheild, en kristallaðist í samfélags- skilningi og hugmyndum einstaklingsins. Heildar- skynjun var ríkjandi. Sjálf- stætt mat varð fátítt, enda lítið lagt upp úr persónu- legri tjáning. Megináherzla var lögð á öryggiskenndina, sem hópurinn eða heildin veitti. Þetta var öld iðnaðar- og verzlunargildanna og lénsskipulagsins. Með Endurreisninni í lok miðalda verður breyting á. Atvinnulífið umskapast. Iðn- gildin missa smátt og smátt fyrri aðstöðu sína og ítök. Atvinnuöryggi, sem áður hafði verið næsta mikið, hverfur að miklu leyti. Við það glatast líka heildar- skynjunin, en persónuleg tjáning eykst, frelsisvitund og sjálfstæðiskennd koma í staðinn. Þessi djúpstæða breyting frá öryggi heildar, þótt tak- markanir og frelsisskerðing fylgdi, til þess að vera al- gerlega ofurseldur keppni og sviftingum er leiddi af ólík- um hagsmunum, hafði ör- lagaríkar afleiðingar á sál- arlíf almennings í Evrópu, fyrst og fremst þó miðstétt- anna, sem harðast urðu úti. Mótmælendahreyfingin var að vissu leyti andsvar við hinni nýju eggjun. Hún byggðist á sömu forsendu á trúarsviðinu og valdið hafði röskuninni i efnahags- og atvinnulífinu; einstak- lingurinn getur ekki treyst öryggi neinnar heildar hið ytra, hvorki félagssamtaka sinna (gildanna) eða kirkju- samfélags. Hann getur engu treyst nema baráttu sjálfs sín, og þeirri náð, sem æðri máttarvöld láta honum falla í skaut. Þetta verður og veit- ist í beinni persónulegri snertingu við guðdóminn eða með því láni og þeirri heppni, sem færir útvöldum fé og völd, en fellir aðra í örbirgð og vonleysi. Röskunin mikla leysti þannig úr læðingi tvennt: Annars vegar frelsisvitund og sjálfstæðiskennd, sem ekki sætti sig framar við neina þvingun, — hins veg- ar jafnvægisleysi i sálarlíf- inu, sem skóp næsta al- menna truflun og olli því, að stór hluti íbúa Mið-Evr- ópu varð ömurlegri geðveilu að bráð. Við þessar aðstæður allar var lífið nær óbærilegt. Bærilegt eða þolanlegt gat það aðeins orðið með því aö deyfa vanlíðanina með lát- lausu álagi á sál og líkama. Að hinu fyrra var stefnt með ofsafengnum trúarátök- um, pískuöum upp af á- kafamönnum, sem sjálfir bjuggu yfir sama eða ennþá meira óþoli en allur almenn- ingur. — Hið síðara var gert með þrotlausri vinnu og beinni vinnudýrkun og vinnunautn, nautn að þræla, en sú tilfinning mun aldrei áður hafa þekkzt í Evrópu, en fer nú um lönd mótmæl- endanna sem logi yfir akur. Hin ofsafengnu persónu- legu trúarátök og vinnu- nautnin deyfa óþolið og veita útrás hinum dulda harmi, sem skapazt hafði við upp- lausn hins fyrra þjóðfélags- forms, lénsskipulagsins og hins fyrra öryggis kirkju- samfélags, hinnar heilögu rómversk-kaþólsku kirkju. í allri ringulreiðinni og trufluninni sköpuðust tvö ómetanleg verðmæti, í senn, andleg og líkamleg: Annars vegar óslökkvandi frelsis- þrá, — hins vegar vinnu- gleði, sem geröi dugnað og r.rvckni að hinuni ákjósan- legustu dyggðum. Til þessa eiga rætur að rekja fram- takssemi og framsækni í mótmælendalöndunum. Hefur árangurinn birzt í frelsishreyfingum ýmiss kon- ar, miklum yfirburðum í lífs- kjörum og almennri velmeg- un. Skuggahliðar voru aug- ljósar: Röskun sálarjafn- vægis, er gat hvenær sem var opnað ógnardjúp. III. Með iðnbyltingu 18. ald- arinnar og árangri hennar verulegum á 19. öld, urðu aftur umskipti á Vesturlönd- um. I kjölfar verksmiðju- iðnaðar fylgdi breyting at- vinnuháttanna. Enn steðj- uðu erfiðleikar að, meðan jafnvægi var að nást, er ný tækni og hagnýting hennar olli. Þessi umbreyting kom að vissu leyti harðast niður á þeim stéttum Evrópu, hin- um lægri millistéttum, sem áður höfðu bjargað sér frá örvinglun með því að beita sig hörðustum aga bæði í trúarefnum og á atvinnu- sviðinu. Hún bitnaði á hinu iðna og sparsama fólki, sem naut þess að sjá árangur verka sinna í álitlegri fúlgu sparifjár, fólksins, sem hafði notað frelsið til að takast eitt og án aðstoðar á við vandamál þjóðfélagsins og gengið gegnum þyngstar raunir og harðastar. Hernaðarátök og ósigrar í kjölfar þeirra urðu til þess að margfalda enn raunir þessa fólks í Mið-Evrópu og ræna það trú á tilgang og takmark strits sins, starfs og lífsskoðana. Af þessum rótum er runn- inn flótti almennings í Mið- Evrópu frá frelsinu á 3. og 4. tug tuttugustu aldarinnar. Sá flótti ýfði að nýju gömul sár og braut niður varnar- múra einstaklinga, félags- samtaka og hugsjónastefna gegn niðurrifsöflum sálveil- unnar, sem umbyltingar endurreisnarinnar og sið- bótatímans höfðu orsakað áður. Á ný flæddi óánægja og öryggisleysi fólksins fram eftir farvegi, er hlaut að vekja óhug og furðu. Hin á- kjósanlegustu skilyrði voru sköpuð fyrir öfgakenningar nazismans og fasismans. Almenningur, sem fann sig standa höllum fæti í miskunnarlausri samkeppni, er af frelsinu leiddi, og varð þess jafnframt áþreifanlega var, að dyggðir hans, vinnu- Eramhald á 15. síðu. / frelsinu er fólgin krafa að vera persónu- leiki, en vandinn að skaþa sér hann er ótrú- lega mikill. Þess vegna flýja menn frelsið. Takfst ekki að stöðva þann flótta í tíma, getur það táknað skipbrot fegurstu drauma mannkynsins. Flóttinn frá frelsinu 8 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.