Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Síða 16

Samvinnan - 01.11.1963, Síða 16
í dáfögrum dal á Norður- landi, ekki meir en steinsnar frá aðalvegi sveitarinnar, hefur gömul eyðijörð verið byggð upp að nýju, lagt til hennar nokkurt land frá nærliggjandi höfuðbóli og gerð að forkunn- ar góðu býli. A nokkrum undanförnum ár- um hefur þarna gerzt krafta- verk. Gott og fagurt íbúðarhús er frágengið utan sem innan. Útihús og hlöður eru full- byggð og aðeins eftir að mála. Tún er stórt og slétt, liggur vel við sól og er grasgefið. Véla- kostur er þegar ágætur og bif- reið stendur á hlaðinu. Þarna búa ung hjón með þremur yndislegum börnum sínum. Amma er á bænum, börnunum til halds og trausts og heimilinu til gagns og prýði. Kaupstaðaunglingar leita þar athvarfs á sumrum. Húsfreyjan býr við ágætan vélakost, jafnt í eldhúsi sem til þvotta. Stofurnar eru búnar húsgögnum, sem húsbóndinn smíðaði, er hann stundaði nám við smíðadeild eins héraðsskól- ans. Hannyrðir húsmóðurinnar gera heimilið hlýtt. Bústofn er mikill og góður, bæði nautgripir og sauðfé. Ekki verður annað séð en fólkið á þessu fallega, unga heimili hafi öll skilyrði til þess að lifa hamingjusömu lífi, njóta gleðinnar vfir því að hafa átt þátt í að skapa nýjan og betri beim og njóta fjölmargra þeirra gæða, sem lífið hefur upp á að bjóða. Alldimmt ský hvílir að vísu yfir bóndabæn- um. Ungu hjónin bera á herð- um sér þunga skuldabyrði, sem greiða verður af háa vexti auk mikilla afborgana og þau horfa fram á ákaílega langan vinnudag og mjög takmarkað- an tíma til þess að sinna hugð- arefnum fyrir utan liin daglegu skyldustörf. En vonandi skil- ur þjóðfélagið sinn vitjunar- tíma og sér, að það er bæði synd og smán, að láta heimili sem þetta og önnur slík, kikna undan skuldabyrði og ungu hjónin og ástvini þeirra verða ánauðug vegna herleiðingar vinnuþrælkunar. Það er gleðiefni að vera gestur á þessu fagra heimili, njóta hóglátrar hlýju innan- húss og vera um stutta stund þátttakandi í sköpunargleði fullþroska æsku. Ungur dreng- ur kemur með brotinn bíl, sem pabbi þarf að gera við þegar tómstund gefst. Lítil stúlka er þegar vaxin upp til hjálpar, þegar hún hefur tíma til frá eigin hugðarefnum og sköpun nýs brúðuheimilis. Amma teng- ir á fallegan hátt saman fortíð og nútíð. Um allt Island má finna dæmi jiessu lík. Þetta heimili er um fátt frábrugðið því sem víða hefur gerzt og er að ger- ast. Shk kraftaverk má finna í öllum sveitum. En hvernig er hægt að vera með í sköpun veraldarinnar á þennan hátt? Svörin verða efalaust svo mis- jöfn sem menn eru ólíkir og skoðanir margvíslegar. Hér skal aðeins bent á staðreyndir til umhugsunar og skýringar. í næstum 80 ár hefur andi samhjálpar og samvinnu hvílt yfir þessu fagra héraði. Og samvinnu og samhjálp fylgir máttur til að skapa og löngun til að skapa. Allt byggingarefni í hin góðu og fögru hús bænda- býlisins, sem hér er tekið sem dæmi, er útvegað af kaupfé- laginu í byggðinni. Vélarnar líka. Það útvegar áburðinn á túnið og það tekur við afurðum búsins og útvegar fyrir þær bezta fáanlegt verð. Mjólkur- flutningarnir eru skipulagðir á samvinnugrundvelli. í fjöl- mörgum málum öðrum en verzlun, hefur samvinnan ver- ið súrdeig er sýrði brauðið í þessu fagra héraði, svo sem mörgum héruðum öðrum. Þeg- ar börnin þrjú eru komin á skólaskyldualdur, hefja þau nám í barnaskóla, sem kaup- félagið hefur veitt aðstoð til að byggja. Þegar ungu hjónin sjá sér fært að eyða nokkru af hvíldartíma næturinnar til skemmtunar og gleðileikja, sækja þau til félagsheimilis sveitarinnar. Þar hefur kaup- félagið einnig komið við sögu til óbeinnar og beinnar að- stoðar. Þar sem þannig hagar til og á meðan þannig hagar til, geta stórir draumar rætzt og ævin- týri orðið að veruleika, því að manndóm og löngun til að vera þátttakandi í sköpun ver- aldarinnar vantar ekki æsku- Framh. á bls. 13. ANNAÐ BRÉF TIL ÆSKUFÓLKS 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.