Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 19

Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 19
kynni að falla við fyrsta högg, hvort hann bæðist afsökunar, hvort hann reyndi að beita skíðastöfunum. Að minnsta kosti ákvað Robert að hafa sína eigin stafi við hendina. Einnig tók hann af sér þunga leðurhanskana og tróð þeim undir beltið. Berir hnúarnir myndu verða áhrifameiri. Sem snöggvast hugleiddi hann, hvort andstæðingurinn tilvon- andi hefði hring. Hann starði stöðugt á hnakka mannsins, óskandi þess að hann sneri sér við. Þá var það að holduga konan tók eftir tilliti hans. Hún hvislaði einhverju að manninum í svörtu yfirhöfn- inni, og að drykklangri stundu liðinni sneri hann sér við; reyndi að láta líta svo út að hreyfingin væri tilviljunar- kennd. Hann leit beint á Ro- bert, og Robert hugsaði: Ef þú iffkar skíffaíþróttina nógu lengi, fer ekki hjá því aff þú mætir hverjum einasta skíffa- manni tvisvar. Og á sömu stundu varð honum ljóst, að viðureignin á fjallstindinum yrði engin venjuleg slagsmál. í fyrsta sinn á ævinni langaði hann tilað drepa mann, og maðurinn, sem hann langaði tilað drepa, var sá, sem nú horfði á hann ísköldum, blá- um augum, umkringdum Ijós- um augnahárum, undan svartri skyggnishúfu Afríkuhersins. Það var langt um liðið síðan, frá vetrinum 1938. Þá var hann staddur í hinum frönskumæl- andi hluta Sviss, fjórtán ára gamall. Sólin var að setjast handan annars fjalls, og hann lá í snjónum með fótinn beygðan á skringilega óeðli- legan hátt, enda þótt þjáning- arnar væru enn ekki byrjaðar að ráði, og augun horfðu niður á hann. Hann hafði hagað sér heimskulega, og þá stundina hafði hann hugsað meira um, hvað foreldrar hans myndu segja heldur en um brotna fót- inn. Hann hafði farið einn uppeftir seint um kvöldið, þeg- ar nærri því allir voru komnir af fjalli. Auk þess hafði hann ekki látið sér nægja troðnar brautirnar, heldur hafði farið inní skóginn í leit að mjúkum snjó, ótroðnum af öðrum skíðamönnum. Annað skíðið hafði rekist á falinn rótarhnúð, og jafnskjótt og hann steyptist áfram, hafði hann heyrt hið einkennilega, brakandi hljóð frá hægri fætinum. Hann hafði reynt að vera rólegur, sezt upp og snúið sér í áttina að rennibrautinni; staurarnir, sem mörkuðu hana af, sáust milli furutrjánna um hundrað metra í burtu. Ef ein- hverjir skíðamenn færu fram- hjá, gæti skeð að þeir heyrðu hróp hans. Hann reyndi ekki að skríða í áttina að staurun- um, því þegar hann hreyfði sig, hófst undarlegur fiðring- ur í ökla hans, læsti sig upp- eftir fætinum og upp í kvið- inn, svo honum lá við að kasta upp. Skuggar skógarins voru mjög langir og aðeins hæstu trjá- topparnir gnæfðu rósrauðir mót grænum, frostköldum himni. Hann var farinn að finna til kuldans, og hvað eftir annað læsti ofsalegur skjálfti sig um líkama hans. Ég dey hérna, hugsaði hann. Ég' dey hérna í kvöld. Hann hugsaði til foreldra sinna og systur, sem sjálfsagt hefðu það náðugt þessa stundina. Líklega væru þau að drekka te, í hlýrri borðstofunni í landsetrinu tveimur mílum neðar í fjalls- hlíðinni, og hann beit á vör sér tilað halda afturaf tárun- um. Ein eða tvær klukkustund- ir myndu líða þangað til þau færu að óttast um hann, og þegar að því kæmi og þau færu að gera ráðstafanir tilað leita hans, gætu þau ekki vitað, hvar ætti að byrja. Hann hafði eng- an þekkt af þeim sjö eða átta mönnum, sem höfðu orðið honum samferða í lyftunni síðustu ferðina upp, og hann hafði engum sagt, hvaða leið hann ætlaði að fara niður. Þarna voru þrjú fjöll með mörgum lyftum og óteljandi skíðabrautum, og það myndi vera næstum vonlaust verkefni að finna hann þegar dimmt væri orðið. Hann leit til him- insins, sem myrkvaðist óðum, og ský hlóðust upp í austri og mynduðu ógnvekjandi, svartan vegg. Ef að snjóaði um nótt- ina, voru góðir möguleikar á að lík hans finndist ekki einu sinni fyrr en um vorið. Hann hafði lofað móöur sinni að fara aldrei á skíðum einn, hvað sem raulaði og tautaði. Nú hafði hann brotið það loforð, og þetta var refsingin. Þá heyrði hann hið hrjúfa, málmkennda hljóð frá skíðum, sem nálguðust hratt eftir brautinni. Áður en hann gæti séð skíðamanninn, byrjaði hann að hrópa einsog lungun þoldu: „Au secours! Au seco- urs!“ Dökkur skuggi kom í ljós sem snöggvast hátt fyrir ofan hann, hvarf siðan á bakvið trjáþyrpingu, kom svo í ljós miklu nær, næstum því til hlið- ar við staðinn, þarsem hann lá. Robert hélt áfram að hrópa, ekki nein ákveðin orð, heldur óákveðið, ástríðufullt, sker- andi ákall til mannkynsins alls, hvers fulltrúi á þessari sólar- lagsstundu á köldu fjalli var dökka veran, sem þaut niður- eftir ísaðri brautinni áleiðis til þorpsins fyrir neðan. Og veran nam staðar, líkt og fyrir kraftaverks sakir, og snjórinn rauk um hana. Robert hrópaði. Hljóðið af rödd hans bergmálaði móðursýkislega í skóginum. Skíðamaðurinn stóð kyrr eitt andartak, og Robert varð gripinn þeirri skelfilegu hugsun, að hann væri aðeins skynvilla, að enginn stæði þarna í troðnum snjónum í skógarjaðrinum, að einnig hróp hans væru ímyndun, að þrátt fyrir hina gífurlegu á- reynslu raddbandanna væri hann dumbur; gæti ekki látið til sín heyra. Skyndilega brást honum al- gerlega sjón. Það var einsog eitthvað innra með honum væri að sökkva, sökkva eitthvað niður, og heitur vökvi streymdi fossandi um hverja æð líkam- ans. Hann veifaði hendinni máttleysislega og féll í yfirlið. Þegar hann raknaði við, lá maður hjá honum á hnjánum og nuddaði kinnar hans með snjó. „Þér heyrðuð til mín,“ sagði Robert á frönsku. „Ég var hræddur um að þér mynd- uð ekki heyra til mín.“ „Ich verstehe nicht,“ svaraði maðurinn. „Nicht parler Franz- ösisch.“ „Ég var hræddur um að þér mynduð ekki heyra til mín,“ endurtók Robert á þýzku. „Þú ert heimskur lítill dreng- ur,“ sagði maðurinn alvarlega, og var auðheyrt á mæli hans, að þar var vel menntaður mað- ur á ferð. „Og mjög heppinn. Ég er síðasti maður af fjallinu í kvöld.“ Hann þreifaði á ökla Roberts. Handtök hans voru ómjúk en örugg. „Gott,“ sagði hann kaldhæðnislega, „mjög gott. Þú færð að sitja í gipsi i að minnsta kosti þrjá mán- uði. Svona — liggðu nú kyrr. Ég ætla að taka af þér skíðin. Þá geturðu látið fara betur um þig.“ Hann leysti skíðin af æfð- um handtökum og stakk þeim uppá endann í snjóinn. Síðan strauk hann snjóinn af trjá- stofni fáein skref í burtu, gekk aftur til Roberts og tók undir hendur hans. „Slappaðu nú af,“ sagði hann. „Reyndu ekki að hjálpa til.“ Hann tók Ro- bert upp. „Sem betur fer ertu þyngdarlaus. Hvað ertu gam- all — ellefu ára?“ „Fjórtán," svaraði Robert. „Hvað er að heyra,“ sagði maðurinn og hló. — „Hafið þið ekkert að borða hér í Sviss?“ Framhald í næsta blaði „IÐKIR ÞÚ SKÍÐAlÞRÓTTINA NÓGU LENGI, FER EKKI HJÁ ÞVÍ AÐ ÞÚ MÆTIR HVERJUM EINASTA SKÍÐA- MANNI TVISVAROG Á SÖMU STUNDU VISSI ROBERT, AÐ VIÐUREIGNIN Á FJALLSTINDINUM YRÐI ENGIN VENJULEG SLAGSMÁL .... SAMVINNAN 19

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.