Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 24
á brott og halda sig utan borg-
arinnar um nokkurn tíma.
Hann tók sér sæti aftarlega í
bekkjaröðinni. Konan með
brúgnahattinn sat beint fyrir
framan hann. Hún talaði við
fölleitan mann með stór horn-
spangagleraugu. Blue Tick
beygði sig áfram og hlustaði.
— Með honum er horfinn
síðasti góði vísnasöngvarinn,
sagði hún.
— Já, túlkun hans var svo
sönn og tilgerðarlaus, sagði
hann.
— Já, það var honum svo
eðlilegt, hann þekkti fólkið,
sem hann söng um, sagði kon-
an.
— Já, það gerði hann víst
ábyggilega, hugsaði Blue Tick
með sjálfum sér.
Gamalt útslitið stofuorgel
byrjaði að stynja, og fólkið
hætti að hvískra. Að sálmin-
um loknum birtust fimm menn
í stúkuklæðum, hrærðir af há-
tíðleika stundarinnar. Fjórir
þeirra settust á frátekna stóla
í fyrstu röð. Hinn fimmti tók
sér stöðu við kistuna, stóð þar
andartak með lokuð augu og
tók síðan til máls:
— Vinir mínir, sagði hann,
— við erum hér i dag saman-
komin til að sýna jarðneskum
leifum Ellisworth Winchester
síðasta vott þakklætis og virð-
ingar. Hann söng á mörgum
frægum stöðum undir nafninu
Sledge. Hann var reglubróðir
okkar og hafði verið það allt
frá þvi hann í fyrsta sinn kom
til New York á för sinni um
þennan heim. Við sáum hann
ekki eins oft á stúkufundum
og við hefðum kosið, en hann
naut mikilla vinsælda meðal
stúkubræðra sinna....
Hitinn í salnum eftir hina
löngu og köldu ferð með vöru-
lestinni, gerði Blue Tick syfj-
aðan. Hann hætti að fylgjast
með ræðu stúkubróðurins. Hon-
um fannst heldur ekki mikið
til hennar koma. Hann efaðist
stórlega um að stúkubróðirinn
hefði þekkt Sledge nokkuð að
ráði. Hann var reyndar í mikl-
um vafa um, að nokkuð af
þessu fólki hefði í raun og veru
vitað nokkuð um hann. Hvað
skyldi það hugsa, ef hann nú
stæði upp, ýtti stúkubróðurn-
um til hliðar og segði því frá
flóttanum úr hegningarbúð-
unum þarna um árið. Hann
myndi byrja á deginum, þegar
Sledge fann þjölina.
Þeir höfðu verið tvö ár í
vegavinnuflokki, hlekkjaðir
saman á fótunum og þeim
hafði fundist það vera heil
eilífð. Síðar hefðu tvö ár ekki
vaxið þeim í augum, en í þann
tíð voru þeir Sledge ungir og
þeir töldu dagana. Dag nokk-
urn ók smiðurinn fram hjá
þeim við vinnu sína og þá datt
þjöl af vagninum og niður í
vegarrykið. Sledge hafði stung-
ið henni á sig áður en verð-
irnir sæju hann beygja sig.
Um nóttina svarf Sledge
öklajárnin á fótum sér næst-
um í sundur og makaði i sárið
trjákolum, sem hann stal í
eldhúsinu. Næstu nótt gerði
Blue Tick hið sama, og þriðju
nóttina struku þeir. Þeir lædd-
ust bsrfættir út úr búðunum
með skóna í beltinu, án þess
hundarnir yrðu þeirra varir.
Strax og þeir voru komnir úr
augsýn, greip Sledge steinvölu
og í hvert skipti, sem þeir
stönzuðu til að kasta mæð-
inni, brýndi hann þjölina með
henni, þar til hún hafði fengið
sæmilega hvassa egg. Þeim
sóttist ferðin vel yfir mýrarn-
ar, en þeir áttu samt eftir
drjúgan spöl að járnbrautinni,
þegar þeir heyrðu fyrst til
hundanna í morgunsárið. Þeir
námu staðar og lögðu við
hlustirnar. Blue Tick kólnaði
um hjartaræturnar. Sledge
hallaði sér upp að kýprustré
og hvatti þjölina í ákafa með-
an hann hleraði eftir leitar-
mönnunum.
— Þeir hafa ekki getað ver-
ið búnir að uppgötva flóttann
af sjálfsdáðum svona snemma.
Einhver hefur kjaftað frá. Sá
skal fá fyrir ferðina ef ég
kemst einhvern tíma í tæri við
hann.
— Það verður ekki langt
þangað til hundarnir verða
hérna, sagði Blue Tick.
24 SAMVINNAN