Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 25
— Þú hefur rétt fyrir þér,
sagði Sledge.
Þeir skoðuðu þjölina og
lögðu niður fyrir sér, hvernig
þeir skyldu taka á móti hund-
unum. Hundarnir tveir í
vinnubúðunum voru frægir um
gjörvallt fylkið. Þeir voru kyn-
blendingar, sem voru þefvísir
eins og sporhundar og grimmir
eins og bjarnarhundar. Þeim
þurfti ekki að fylgja fast eftir,
né hafa í bandi. Það var nóg
að sleppa þeim lausum. Þegar
þeir höfðu elt uppi flóttamann-
inn, héldu þeir honum föngn-
um og biðu varðanna. Venju-
lega glefsuðu þeir ofurlítið í
hann hér og þar.
— Hvað eigum við að gera,
sagði Blue Tick.
Sledge vingsaði þjölinni í
þungum þönkum.
— Ég verð að reyna að finna
upp á einhverju, sagði hann,
— ef ég get ekki kálað svona
hundkvikindi, á ég líka, svo
sem guð er uppi yfir mér,
skilið að verða gripinn aftur.
— Enn hefur enginn getc.ð
kálað þessum hundum, sagði
Blue Tick.
— Það hefur heldur enginn
gripið son móður minnar fram
að þessu, sagði Sledge. —
Komdu, við skulum reyna að
komast áfram.
Sólin var komin upp fyrir
trjátoppana, þegar þeir fóru
að hlaupa og brátt lagðist
hitasvækjan eins og slæða yfir
mýrarnar. Þeir áttu ekki gott
með að hlaupa eftir að hafa
verið í hlekkjum í tvö ár.
Hundgáin barst óðfluga nær.
— Ef við ætlum okkur að
ráða við þá, verðum við að
hætta þessum hlaupum, sagði
Sledge. —• Við verðum að kom-
ast að einhverri niðurstöðu
um, hvernig við eigum að taka
á móti þeim. En eitt er víst;
ég læt ekki setja mig aftur í
þessa óguðlegu hlekki.
Landið var nú ekki eins erf-
itt yfirferðar og áður, þeir voru
komnir út úr mýrunum og í
nokkurri fjarlægð skarst lítið
gil í gegnum hæðardrag og
niður að lítilli á. Vatnið myndi
ná þeim í mitti, straumurinn
þungur en þó ekki óviðráðan-
legur. Þegar þeir komu að gil-
inu, stanzaði Sledge og greip
í Blue Tick.
— Sjáðu, sagði hann, — hér
er gott að verjast.
— Flýttu þér, sagði Blue
Tick. — Mér finnst eins og
hundarnir séu farnir að glefsa
í mig.
— Hlustaðu nú á, sagði
Sledge. — Við hlaupum niður
gilið og út i ána. Síðan förum
við uppúr aftur og felum okkur
hér sitt hvoru megin á gil-
barminurn.
— Og hvað svo?
— Þá rekja hundarnir slóð-
ina niður gilið. Þegar þeir
koma að vatninu, stanza þeir
andartak og eru á báðum átt-
um um, hvað þeir eigi að
gera. Þá stökkvum við á þá
og gerum út af við þá í eitt
skipti fyrir öli.
— Hvað um verðina? Eigum
við líka að stökkva á þá? Þeir
eru með byssur, maður.
— Gerðu þér ekki rellu út
af þvi, sagði Sledge, — þeir
koma ekki fyrr en löngu síðar.
Svona, komdu nú.
Sledge hljóp niður gilið og
fleygði sér á jörðina. Hann
velti sér rækilega upp úr aurn-
um og útí ána.
— Nú fá þeir eitthvað til að
þefa af, sagði hann.
— Blue Tick gerði alveg eins
og, síðan skriðu þeir aftur upp
á bakkann og lögðust endilang-
ir i grasið, sem óx alveg fram
á gilbarminn.
— Þú þyrftir reyndar líka
að hafa eitthvað vopn, sagði
Sledge.
— Ég hef ekki tíma til að
leita r.ð neinu þess háttar,
sagði Fme Tick. — Heyrir þú
ekki 1 hundunum?
— Þeir heyrast vera eins ná-
lægt og þú, sagði Sledge. —
Ef ég sæi ekki að þú ert með
lokaðan munninn, myndi ég
halda að þú værir að gelta.
Rétt í þessu komu hundarn-
ir upp úr mýrunum og upp á
barðið. Blue Tick og Sledge
grilltu þá renna hiklaust eftir
nýrri slóðinni hnakkakerta
með glent ginin, öðru hverju
geltu þeir óðslega. Þeir hlupu
samsíða gegnum gilið, stönz-
uðu á árbakkanum og sneru
síðan aftur að upprótaða
svæðinu í gjánni.
Sledge ýtti við Blue Tick og
lét sig renna fram af bakkan-
um, beint ofan á annan hund-
inn. Blue Tick sá þjölina hefj-
ast og höggva í einni svipan.
Svo fleygði hann sér fram af
og reyndi að ná taki á feldi
hins hundsins. Honum mis-
heppnaðist, en náði þó taki á
feldi hans og hélt fast. Hund-
urinn streittist á móti glefs-
andi og urrandi, Blue Tick
missti jafnvægið og féll aftur
á bak í ána. Um leið og hann
féll, kenndi hann brennandi
sársauka í öðru hnénu. Svo
fór hann á kaf. Hann sleppti
ekki taki sínu á hundinum en
reyndi að drekkja honum áður
en hann drukknaði sjálfur.
Svo hætti hundurinn allt í
einu að brjótast um og Blue
Tick rétti sig upp. Þegar hann
hafði þurrkað leðjuna úr aug-
unum, sá hann, að Sledge hafði
líka drepið hans hund, hann
hafði farið á eftir Blue Tick
út í vatnið og beitt þjölinni
aftur. Hinn hundurinn lá enn
í gjánni.
— Flýttu þér, sagði Sledge,
— við höfum nauman tíma.
Hann dró hinn hundinn út í
vatnið. Svo fór hann aftur upp
á bakkann og eyddi verksum-
merkjunum eftir bardagann.
-—Nú verðum við að hlaupa
aftur, sagði hann. — En í
þetta sinn vita þeir ekki í
hvaða átt við höfum farið.
— Það getur svo sem vel
verið að þú hlaupir, sagði Blue
Tick, — en ég get að minnsta
kosti ekki hlaupið neitt.
Hann settist niður og tók
báðum höndum um hnéð.
Hann fann af sársaukanum, að
það hafði eitthvað rifnað í því,
sem ekki yrði lagfært að svo
komnu. Eftir nokkra stund
yrði það orðið digurt eins og
lærið á honum og hart eins
og girðingarstaur. Sledge leit
SAMVINNAN 25