Samvinnan - 01.11.1963, Page 27
Hann lagði feita hendi á kist-
una.
— ... til að standa straum
af öllu þessu hér. Nú finnst
mér, að við getum ekki verið
þekkt fyrir annað en að skjóta
saman til að veita honum þá
útför, sem miklum listamanni
sæmir. Því vil ég biðja alla þá,
sem hér eru staddir, að leggja
af mörkum nokkra skildinga,
og þegar ég segi skildinga, þá
á ég við seðla.
Feiti maðurinn sneri sér
fram að dyrunum og gaf Gray-
son, líkmanninum, merki.
Hann kom þá með stóra postu-
línsskál, sem hann setti á lítið
borð við kistuna. Síðan gekk
hann fram aftur.
— Ég vil sjálfur verða fyrst-
ur til með þessum hérna, sagði
ræðumaður og hélt á lofti
tuttugudollaraseðli og sýndi
hann lengi, svo að allir mættu
sjá, hversu mikil upphæð þetta
væri. Hann hélt honum báðum
höndum fyrir ofan höfuð sér
eitt andartak, lagði hann í
skálina og gekk síðan út úr
salnum. Líkmaðurinn ræskti sig
og tvísté órólega. Stúkubræð-
urnir risu úr sætum, gengu
hægt framhjá kistunni og
lögðu hver um sig einn dollar
í sjóðinn. Aðrir fylgdu hikandi
dæmi þeirra.
Blue Tick stóð lengi fremst
í salnum og fylgdist með því,
sem fram fór. Hann braut heil-
ann um, hvernig Sledge hefði
varið fjármunum sínum. Þrátt
fyrir ummæli feita mannsins,
hlaut hann að hafa unnið sér
inn mikla peninga á svo löng-
um tíma.
Þegar allir aðrir voru farnir,
gekk Blue Tick að kistunni og
stóð lengi við hana og hug-
leiddi, hve langan tíma það
tæki, að deyja úr sulti í New
York. Hann horfði niður í kist-
una og tautaði við sjálfan sig:
— Sledge, gamli þrjótur, þetta
er í annað sinn, sem þú ferð
þína leið og skilur mig eftir
með sárt ennið. Og þegar lík-
maðurinn kom og hnippti í
öxlina á honum, varpaði Blue
Tick fyrir borð öllum góðum
áformum um að vera löghlýð-
inn borgari og tók skjóta á-
kvörðun. Hann stakk hend-
inni í buxnastrenginn og kippti
upp stórri Colt marghleypu,
sem hann hafði fundið í
kommóðuskúffu hjá matráðs-
konu nokkurri og rak hlaupið
í magann á líkmanninum.
— Nú verður þú þægur og
prúður og hefur hægt um þig,
sagði hann, — því að ég þarfn-
ast þessara peninga mjög og
auk þess eru þeir minir með
réttu, því Sledge skuldaði mér
þá og reyndar miklu meira.
Með vinstri hendinni tók
hann að troða seðlunum í vas-
ann þar til skálin var tæmd.
Hann litaðist um í salnum.
— Er enginn annar útgang-
ur? spurði hann.
Líkmaðurinn hristi höfuðið.
— Það eru bara þessar einu
dyr, sagði hann.
— Hefur þú lykilinn?
— Já, herra, svaraði lík-
maðurinn.
Blue Tick tók lykilinn, ýtti
líkmanninum í stól og gekk
öfugur fram að dyrum.
— Hér skaltu dúsa fyrst um
sinn, sagði hann. — Og ef þig
langar að vita eitthvað, þá
skaltu bara spyrja gamla
Sledge. Hann segir þér alla
söguna.
Og svo læsti Blue Tick lík-
manninn inni, og hélt leiðar
sinnar. Þegar hann nálgaðist
neðanjarðarstöðina, heyrði
blindi maðurinn hann koma.
Hann þekkti fótatakið, ein-
kennilega haltrandi eftir fót-
hlekki um árabil.
— Það var bæði synd og
skömm, að þú skyldir koma of
seint til að hitta vin þinn á
Draumar ....
Framhald af bls. 15.
var einnig líkleg til þess að
vera Samvinnusparisjóðnum
til mikils þroska. Og sú varð
raunin á. Stofnun sjóðsins
varð nauðsynlegt og heilla-
drjúgt skref í átt að Sam-
vinnubanka.
Samvinnumenn vita vel,
að Samvinnubankinn leysir
ekki alla lánsfjárþörf sam-
vinnufélaganna. En hann
verður ómetanleg hjálp og
styrkur. Þeir vita líka vel,
að stofnun bankans út af
fyrir sig er ekki neitt loka-
takmark. Takmarkið er það,
að efla nú bankann með
ráðum og dáð. Þrjátíu og
lífi. Hvernig fór athöfnin fram?
— Ég er nú lítið gefinn fyrir
þess háttar, sagði Blue Tick.
— En þetta var ekki sem verst.
Jón Ásgeirsson þýddi.
tvö þúsund félagsmenn í
kaupfélögum landsins standa
að baki hans í orði. Að þeir
geri það einnig á borði er
forsenda þess, að hann verði
sem allra fyrst því hlutverki
vaxinn, að verða öflug
styrktarstoð samvinnufélag-
anna um leið og hann stund-
ar alla venjulega bankastarf-
semi, samkvæmt landslögum
og reglugerð. Styrkur hins
unga banka er fólginn í því,
að vera banki þrjátíu og tvö
þúsund félagsmanna. Með
sameiginlegu átaki gera þeir
bankann að traustum gæfu-
banka.
Páll H. Jónsson.
SAMVINNAN 27