Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Page 35

Samvinnan - 01.11.1963, Page 35
AUKIN VERKMENNING: SjávarafurSadeild SÍS hefur óskað eftir mönnum til þátttöku ( eins til tveggja ára námskeiði, er myndi gera þá hæfa til að veita forstöðu frystihúsum og fiskvinnslustöðvum. Mikill skortur hefur verið á mönnum til þessara starfa, er hefðu til að bera næ^ilega þekkingu og reynslu, en með þessu námi er væntanlega bætt ur brynni þörf. NÝR Bl~LL FRÁ VAUXHALL: Bifreiðaeign landsmanna eykst með hverjum deginum sem liður, og stöð- ugt bætast á markaðinn nýjar tegundir bifreiða. Ein ný tegund, sem landsmenn eiga áreiðanlega eftir að sjá á vegum landsins er Vaux- hall Viva frá Vauxhali verksmiðjunum ensku. Bill þessi er 5 manna tveggja dyra, með vélina framm (. Farangursgeymslan er mjög stór og bíllinn allur einkar rúmgóður. Vélin er fjögurra cylindra, og girar eru fjórir áfram allir samhraða. Fjöðrun á hverju hjóli er sjálfstæð, sem gerir það að verkum, að búllinn er mjög stöðugur og þægilegur 1 akstri. Nánari upplýsingar um búlinn fast hjá Vela- deild SÍS. KAUPFÉLAG NORÐUR-ÞINGEYINGA: A Kópaskeri var i haust slátrað^23. 879 fjár og er það 11 af hundraði færra en á s. 1. ári. 17. 434 skrokkar af dilkakjöti biða útflutnings hjá félaginu. Um 1100 fjár er slátrað á dag, þegar slátrun stendur yfir í fullum gangi og við slátrunina vinna að jafnaði um 90 manns. Nokkrum erfiðleikum var bundið að fá fólk til vinnu núna, en með börnum og eldra fólki bjargaðist allt við. Á Kópaskeri er notuð svokölluð hringfláning, þ. e. skrokk- arnir ganga frá einum fláningarmanninum til annars, og hver þeirra leysir af hendi sitt ákveðna verk við hve rn skrokk. Vænleiki fjárins var að meðaltali einu kg. minna nuna en í fyrra, 1 3, 2 kg. á móti 14, 2 þá. Kenna bændur um hreti þvx, sem gerði á miðju sumri og olli því, að gróður sölnaði á heiðum uppi. Verið er að reisa vörugeymslu fyrir kaupfélagið, sem er 45x18 metrar að flatarmáli. Hús þetta er steypt upp á venjulegan hátt og með stálgrindarþaki. í sumar var byggt við frystihúsið 200 tonna frystigeymslu, svo nú er hægt að geyma um 450 tonn af kjöti og sláturmat ( húsinu. Lokið var við viðbyggingu þessa skömmu áður en slátrun hófst, svo hún kom að fullum notum í slatur- tiðinni. KAUPFÉLAG AUSTUR-SKAFTFELLINGA: Lítill afli hefur verið hjá snurruvoðarbátum frá Höfn í sumar, en aftur á móti hafa humar- veiðibátarnir tveir, sem þaðan róa, aflað vel, og hefur aflinn verið nýttur á staðnum og skapað nokkra atvinnu. Slátrað var hjá kaupfélaginu tæpum 14 þús. dilkum og er það færra en í fyrra, þvi þá var 16. þús. slátrað. Dilkarnir voru vel 1 meðallagi og vænni en haustið 1962. Uppskera kartaflna heldur misjöfn. Hjá þeim, sem notað höfðu úðunarlyf á arfann brást uppskeran að mestu, en hjá þeim, er ekki notuðu lyfið var þó nokkur uppskera. Garðeigendur notuðu lyf þetta í fyrra, og urðu fyrir miður góðri reynslu af þvi þá, enda kennt um mistökum við úðunina. f vor var svo ráðunautur fen^inn til að leiðbeina um úðunina, og samt er slæm reynsla af lyfinu. Má buast við að menn verði ekki ginkeyptir fyrir notkun lyfsins á næsta vori, úr þvf það hefur algjörlega eyðilagt upp- skeruna. Rófnaræktin lagðist að mestu niður, þegar kálmaðkurinn komst austur í Hornafjörð. Þó hafa þeir, sem sáð hafa til rófna, fengið dagoða upp- skeru með þvi að eitra fyrir kálmaðkinn illræmda.

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.