Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 36

Samvinnan - 01.11.1963, Qupperneq 36
Verzlunarhús það, sem hefur verið í byggingu hjá Kaupfélaginu, verður tekið 1 notkun að nokkru leyti núna um miðjan nóvember. í>á verður opnuð 1 húsinú matvörudeild, en í apríl-maí’ á næsta ári, er jjert ráð fyrir að hægt verði að opna vefnaðarvörudeildina í hinu nyja húsi. Skrifstofum félagsins er hins vegar ekki ætlað pláss 1 þeim hluta hins nýja húss, sem upp er risinn, heldur er gert ráð fyrir sérstakri viðbyggingu við það, sem hýsa á skrifstofurnar. DRÁTTARVÉLAR GEFA ÚT LEIÐARVfSI: Dráttarvélar h. f. , sem hafa umboð fyrir hina þekktu og margreyndu Massey-Fergu- son dráttarvélar hafa nú gefið út þarfan og góðan prentaðan leiðarvísi um notkun og við hald Massey-Ferguson dráttarvélanna. í bæklingi þessum er leiðbeint um notkun vélarinnar, sagt frá hreyflinum og öllu, sem honum við kemur, einnig er kafli um aðra hluta dráttarvélarinnar, svo sem tengsli, drif, stýrisútbúnað, hemla og sporvídd. Þar er auk þess að finna yfirlit um timabundið eftirlit og viðhald, hvað gera skuli eftir svo og svo margar vinnustundir. Bæklingur þessi, sem er prentaður á góðan pappir og með mörgum skýringarmyndum, nær yfir vélar, sem keyptar hafa verið 1960 og siðan. Mun hann verða sendur öllum, sem keypt hafa vélar á þessu timabili. ALLT MEÐ RAFHLÖÐUM: Fleiri og fleiri rafmagnstæki eru nú rafhlöðu- knúin. Þannig er það með rakvélar, ferðavið- tæki, segulbandstæki, sjónvörp og marga aðra hluti. Hin öra útbreiðsla ferðaviðtækja hefur gert það að verkum, að markaður fyrir rafhlöður hefur stóraukizt. Heimsins elzta rafhlöðuverksmiðja og sú stærsta ( Evrópu "Hellesens" í Kaupmannahöfn gerir ráð fyrir, að ekki liði á löngu, þar til hver einasta fjölskylda hefur að minnsta kosti þrjú "transistortæki" á heimilinu. Eitt stórt, annað minna fyrir börnin, og hið þriðja, sem hægt er að fara með út 1 garðinn og 1 skemmtiferðir. Þa er og hugsanlegt, að fjórða tækið sé 1 fjölskyldubilnum. Fleiri og fleiri "transistorferðaviðtæki" munu verða notuð 1 framtíðinni, og þessi aukning mun svo að spálfsögðu auka markaðinn fyrir rafhlöður. Hellesens fyrirtækið hefur, siðan það var stofnað af þeim, er fann upp þurru rafhlöðuna, Wilhelm Hellesen, 1887 stöðugt verið að auka framleiðslu sina sem nú er yfir 100 milljónir rafhlaða á ári. í dag framleiða Hellesens verksmiðjurnar 138 mismunandi gerðir af raf- hlöðum, frá 1, 5 volti og allt upp ( 300 volt, sem vega frá einu og hálfu grammi upp í 10 kg. Nýjasta gerðin notuð í "transistorviðtæki" er hin svokallaða Stálrafhlaða, sem umlukt er þunnri stálplötu og tryggir notandanum og tæki hans góða endingu.

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.