Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1964, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.03.1964, Blaðsíða 19
Þriðja bréf til æskufólks: SÝNIN í GUÐBRANDSDAL Stórfljótin á íslandi koma við sögu nú á tímum með allt öðrum hætti en áður fyrr. Enn eru þau að vísu hin sömu og fyrr, stórfengleg í umbrotum sínum, hvort heldur er í sumarleysingum á feðrum þeirra, jöklunum, eða er þau brjóta af sér klakadróma í skyndiblotum á vetrum. En sambúð mann- anna og þeirra er með harla ólíkum hætti og áður. Sú saga er sögð, að skömmu eftir miðja 19. öld var ungur maður einn á ferð yfir öræfi landsins í áríðandi erinda- gerðum fyrir ættbyggð sína. Hann hafði tvo gæðinga til reiðar. Er hann kom að einu hinna tröllauknu jökulfljóta norðanlands, var það með öllu óreitt. Enda beið allstór hópur ferðamanna á hinum bakkanum eftir því að vatn drægi úr ánni, svo fær þætti. Hinn ungi maður hafði lítil umsvif og enn minni töf er hann kom að ánni. Hann fór brýnna erinda og eirði lítt töfum. Hann hélt rakleitt út í ána og óð á milli hesta sinna, á meðan vætt var. En er hestarnir tóku sundið greip hann hendi í fax þeirra og lét þá draga sig yfir. Var það þeim miklum mun létt- ara en annars, enda komst hvort tveggja klakklaust yfir torfæruna, hestar og maður. Þetta var prestssonur frá Laufási við Eyjafjörð, Tryggvi Gunnarsson. Jökul- fljótið var Blanda. Röskum níutíu árum síðar en þetta gerðist, voru nokkr- ir menn að verki við aðra stórelfu norðanlands. Unnu þeir að því að taka niður forna trébrú, því að önnur ný og úr varanlegra efni var komin á elfina. Trébrúin var að undirbyggingu úr sverum stórtrjám, sem lögð voru saman og boltuð í gegn. Ofan á þessa bita voru reistar sperrur úr sams konar trjám. Gerðu þær burðarþol brúar- innar ásamt bitunum. Verkamenn leystu með ýmsum ráðum boltana úr stórviðunum, svo að hin saman njörfuðu tré féllu hvort frá öðru. Kom þá í ljós enn betur en vitað var fyrr, að tréð var ófúið og fletir þeir, er saman höfðu fallið, voru með sagarfari eins og nýir, rauðir í sárið og hinir fegurstu. En það sem þeim er að þessu unnu varð star- sýnast á, var það, að á fleti stórviðanna, þá er saman sneru, var skorið stórum stöfum fangamarkið T G. Mátti svo heita að hvert tré brúarinnar væri svo auð- kennt. Ekki þurfti að fara í graf- götur um það, hver átt hefði fangamarkið. Það var hinn sami prestssonur frá Laufási og fyrr var getið, Tryggvi Gunnarsson. Þetta tvennt, hin frækna för Tryggva Gunnarssonar yfir óreiða jökulelfi, og svo hitt, er fangamark hans blasti við undrunaraugum verkamanna, er unnu við að taka niður brúna, er með töfrandi hætti tengt hvort öðru, þótt langt væri á milli í tíma og rúmi. Tryggvi var 23ja ára gamall er hann fór yfir Blöndu. Eftir það varði hann allri ævi sinni til ein- hverra þjóðnytjastarfa. Hann hafði að vísu þrek og kunnáttu til þess að láta elfina ekki aftra för sinni. En hann vissi að aðrir höfðu það ekki og hann brann af löngun til þess að sigrast á þeim torfærum, sem um þús- und ár höfðu tafið för þjóð- ar hans. Mörgum árum síðar byggði hann trébrúna yfir Skjálfandafljót, sem fyrr er nefnd. Stórviðirnir voru fengnir frá Danmörku. Og þótt landsjóður legði fé til brúargerðarinnar, voru við- irnir merktir brúarsmiðnum, svo sem um hans einkaeign væri að ræða. Svo fyrirferð- armikill aðili var þessi hetja í málefnum þjóðarinnar, ekki aðeins í brúarsmíði, heldur og mörgum öðrum. Ekki þarf getum að því að leiða, að þegar Tryggvi Gunnarsson stóð alvotur á bakka Blöndu, muni honum hafa komið í hug, hversu æskilegt væri að þurfa ekki að leggja í slika svaðilför. En það sagði mér fóstra mín, sem sjálf var við vígslu brú- arinnar yfir Skjálfandafljót, að þar hefði Tryggvi skýrt frá því í ræðu, hvaðan sér hefði komið áræði til að hefja brúarsmíði á íslandi og hvar hann hefði séð það fordæmi, er sér hefði verið mestur skóli í þeim efnum. Hann sagði frá því, er hann var staddur úti í Guð- brandsdal í Noregi. Að morgni, um sólarupprás, var hann á göngu sér til ... Hann nam staðar og virti fyrir sér fegurð lœkjarins og umhverfisins alls, varð litið niður í silfurtœran strauminn og sá hvar könguló hafði spunnið net sitt með undur- samlegum hagleik yfir lœkinn......Hann varð gripinn hugsun um hað, hvílíkt þrek- virki og hugvit vceri i bví fólgið fyrir þessa undurlitlu skepnu, að hyggja brú yfir lœk- inn, sem í hennar augum hlyti að vera stór- fljót... SAMVINNAN 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.