Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1964, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.03.1964, Blaðsíða 25
þeirri baráttu, sem síðar hefur verið háð um yfirráð á innhafi þessu, hafa aðrir látið meira að sér kveða en Norðurlanda- búar. En heimsókn rússneska galeiðuflotans 1719 er Svíum engu að síður enn í fersku minni, að minnsta kosti íbúum skerjagarðsins. Árið 1914, í upphafi fyrri heimsstyrjaldar, sigldu sænsk herskip einhverju sinni út fyrir skerjagarðinn til móts við erlendan tignarmann, sem var á leið til Stokkhólms í opinbera heimsókn. Af því tilefni var hleypt af nokkrum fallbyssuskotum. Þegar skerja- garðskarlarnir, sem stóðu við slátt á túnblettunum sínum í nágrenninu, heyrðu hvellina, köstuðu þeir orfunum og hlupu til skógar. Þar er hann kominn aftur, var fyrsta hugsun þeirra, þegar smellirnir bárust þeim að eyrum. dþ. (Aðalheimild: Erik Jonson: Skárgárdskriget 1719; Ra- bén og Sjögrén, Stockholm 1961). í BOLLA HVERJUM.4flff| dralon gam hleypur ekki - dralon garn lœtur ekki lit - dralon gam er hlýtt sem ull og mjúkt sem ull, en margfalt sterkara GEFJUN SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.