Samvinnan


Samvinnan - 01.03.1964, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.03.1964, Blaðsíða 27
ægilega sjúkdómsbaráttu. Prestskonan í Saurbæ stýrði búinu með þeim ágætum að hjónin urðu vel bjargálna og gátu byggt af eigin rammleik prestssetrið og kirkjuna eftir bruna. Má kalla það þrek- virki, sem hjónin leystu af hendi í Saurbæ og verður seint fullþakkað. Þegar skáldfrægð Hallgríms Pét- urssonar óx svo, að hann varð því hjartkærari lands- mönnum eftir því sem lengra leið frá þjáningardögum hans, mynduðust óvinsam- legar og ósannar þjóðsögur um Guðríði konu hans. Var því haldið fram að Guðríður hefði tekið Múhameðstrú í Alsír og flutt sunnan úr löndum skurðgoð sér til efl- ingar á íslandi. Samkvæmt þessu átti séra Hallgrímur að hafa haft hina mestu skapraun af trúvillu konu sinnar og syndsamlegri myndadýrkun. Mjög gætti fáfræði og missagna í þess- um söguburði um prestskon- una í Saurbæ. Múhameðstrú- armenn hafa engar helgi- myndir og engin skurðgoð. Þar að auki kastaði Guðríður ekki trú sinni, svo sem fyrr segir, heldur lét það glögg- lega koma fram í bréfum til eiginmanns síns. En bréf sem fangar skrifa til útlanda eru lesin af þeim yfirvöldum sem hafa með þá gæzlu að gera, þannig að tryggð Guðríðar við mótmælendastefnuna, staðfest bréflega, gat ein- göngu orðið henni til álits- hnekkis í Arabalöndum. Það var enginn fótur fyrir þess- um sögusögnum, en þær urðu þó til þess að um langa stund hafa verið tengd við nafn þessarar konu tvö ósmekk- leg uppnefni. Hún hefur verið nefnd Tyrkja-Gudda. Mikil óvinsemd er í því að velja prestskonunni í Saur- bæ óvinsæla nafnstytting úr daglegu máli viðvaninga. Jafn fjarskylt var að kenna Guðríði við Tyrki. Hún var fangi í Arabalandi og ekki vitað að hún hafi fyrr eða síðar kynnzt nokkrum tyrk- neskum manni. Þótt furðu- legt megi teljast var þessi vansæmd sýnd Guðríði prestskonu í Saurbæ, sökum afvegaleiddrar aðdáunar á manni hennar. Fákænum ís- lenzkum mönnum þótti veg- ur hans meiri sem trúar- skálds ef hann, vegna grimmra örlaga, giftist konu, sem fylgdi framandi trúar- stefnu og átti, samkvæmt þjóðsögnunum, að hafa með skurðgoðadýrkun og á annan hátt, freistað að gera sam- búðarárin við eiginmanninn beiskari heldur en efni stóðu til. Kynni Guðríðar Símonar- dóttur og Hallgríms Péturs- sonar urðu hans mestu gæfu- spor. Áður en þau kynntust var Hallgrímur fjörugur en heldur stefnulítill ungur maður. Sökum kynna við Guðríði varð hann íslenzk hetja bæði sem skáld og í lífsbaráttu ör- eigans í Njarðvíkum og síðar á Hvalsnesi. Síðan mynduðu hjónin saman sterkt og á- hrifamikið heimili í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Fjár- málastjórn og atorka prests- konunnar vék bikar örbirgð- arinnar í fyrsta sinn frá dyr- um skáldsins. Heimilið í Saurbæ var í senn stoð og stytta sveitarinnar og safn- aðarins og griðastaður þar sem lengi hrjáðum lista- manni tókst að yrkja og koma á framfæri skáldverki, sem fram að þessu hefur ver- ið áhrifamest á íslenzku máli. Passíusálmarnir hafa verið gefnir út meira en fimmtíu sinnum. Sú bók hef- ur verið hjartfólgnust þús- undum íslenzkra manna. Bæði austanhafs og vestan hefur það verið siðvenja góðra manna, karla og kvenna, að leggja fyrir ætt- menn sína að láta Passíu- sálmana hvíla á brjósti þeirra á ferðalagi inn í ó- kunna veröld. Þegar Hall- grími Péturssyni elnaði sótt- in reyndi æ meir og meir á Guðríði konu hans. í hinni löngu banalegu var hún hon- um í senn móðir, eiginkona, systir og dóttir, sem veitti sjúklingnum alla þá nauð- synlegu aðstoð sem unnt var að veita á þeirri öld. Þegar að því kom að Hallgrímur varð að biðja um lausn frá prestsskap sökum vanheilsu, flutti kona skáldsins með sinn veika eiginmann að Ferstiklu, næsta bæ í sveit- inni. Þar bjó Eyjólfur sonur þeirra og þar lokaði Guðríð- ur Símonardóttir augum eig- inmannsins eftir langa og sögufræga samfylgd. Guð- ríður lifði mann sinn nokkur ár og andaðist hjá Eyjólfi syni sínum í Ferstiklu. Saurbær á Hvalfjarðar- strönd mun jafnan verða talinn einn af helgistöðum íslendinga, vígður minningu prestshjónanna, sem unnu þar eitt eftirminnilegasta af- rek þjóðarsögunnar. SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.