Samvinnan - 01.03.1964, Blaðsíða 5
Hallgrímskirkja á Skólavöröu-
holti, líkan. Arkitekt: Guöjón
Samúelsson. Ljósm.: Þorvaldur
Ágústsson.
ljóði Matthíasar um Hall-
grim. Matthías var að setj-
ast við hlið Hallgríms Pét-
urssonar sem annar fremsti
maður íslenzkrar ljóðagerðar
um trúarleg málefni, gegn-
sýrður af undrun og aðdáun
á yfirburðum prestsins, sem
orti Passíusálmana. Afmæl-
isljóð Matthlasar verður um
allan aldur það bezta, hátið-’
legasta og listrænasta sem
sagt verður um Hallgrím
Pétursson. Eftir nokkur ár
er komið að þríggja alda ár-
tíð Hallgríms skálds i Saur-
bæ- Þessa afmælis munu
andríkir vinir íslenzkrar
kirkju minnast á margan
hátt. Eitt af átökum þeim
sem nú er unnið að í sam-
bandi við þriggja alda ártíð
skáldsins er Hallgrímskirkja
í Reykjavík. Hún er í smíð-
um, en svo mikið hefur verið
unnið að því verki, að nú er
öilum lýðum ljóst, að sú
kirkja mun um langan aldur
verða veglegasta guðshús á
íslandi og að makleikum
kennd við hið mikla trúar-
skáld.
Hallgrímur Pétursson var
umkomulítill drengur, fædd-
ur í Skagafirði árið 1614, ná-
frændi Guðbrands biskups.
Pétur faðir hans var hringj-
ari á Hólum vegna skyldleika
við hinn mikla kirkjuhöfð-
ingja. Menn vita það eitt um
æsku Hallgríms, að hann var
vaskur og fjörugur ungur
maður. Ljóðgáfa hans hef-
ur verið snemma vakin og
ertin gamanerindi eftir hann
um áhrifamenn á staðnum,
en þó ekki biskupinn, urðu
til þess að hann var ekki lát-
inn fara í Hólaskóla, sem þó
hefði átt að vera hægur leik-
ur, heldur sendur til út-
landa til iðnnáms. Hallgrím-
ur var mikill vexti, rammur
að afli og ekki léttur í hreyf-
ingum. í Kaupmannahöfn og
þýzkum bæ við Eyrarsund,
vann hann um stund að
ýmsum iðnverkum, einkum
járnsmíði. Það varð íslandi
til gæfu að Brynjólfur
Sveinsson biskup var um þær
mundir við nám og andleg
störf i Kaupmannahöfn. —
Biskupsefnið skildi, að skag-
firzki unglingurinn gæti orð-
ið góður járnsmiður, en líka
andans maður. Hann kom
Hallgrími í Latínuskóla í
Kaupmannahöfn. Gekk nám
hans þar vel, þó að undir-
búningur væri í brotum. Ár-
ið 1636 hafði Hallgrímur ver-
ið fjögur ár við skólanám í
Kaupmannahöfn og kominn
í efsta bekk. Þá kom til
Kaupmannahafnar sunnan
frá Alsír hópur íslendinga,
sem hafði verið rænt í Vest-
mannaeyjum 1627 og verið
síðan þræikaður hjá Aröb-
um suður á Miðjarðarhafs-
strönd. Nú hafði danska
stjórnin keypt þessa fanga
fyrir nokkurt fégjald og
skyldi flytja þá heim til ís-
lands, en þar sem sennilegt
þótti, að trú þeirra kynni að,
hafa raskazt í nokkurra ára.
sambúð við villutrúarmenn,,
var íslenzkur námsmaður í
Kaupmannahöfn fenginn til
að kenna þessu fólki góða og
rétta mótmælenda trú. Sá,,
sem valinn var til kennsl-
Framhald á þls. 26.
SAMVINNAN S.