Samvinnan - 01.04.1964, Qupperneq 4
ísraelskur landbúnaðarverkamaður
við gróðursetningu. Jörðin er grýtt,
eins og víða í Palestínu, en engu
að síður hefur ísraelsmönnum
víða tekizt að breyta henni í aldin-
garð.
Hér birtist
önnur grein séra Sigurðar
í Holti um samyrkju-
og samvinnubú
ísraelsmanna.
Er þar greint allnáið frá
hinum ýmsu greinum
skipulags,
sem landnemar Gyðinga
hafa tekið upp, landbúnaði
sínum til eflingar.
SIGURÐUR EINARSSON
II. Kennslustund í landbún-
aðarfræðum.
Morgun einn eldsnemma kom
Noah Pelled til þess að sækja
okkur þar sem við' bjuggum á
hótel Panorama á Karmel-
fjalli. Hann var forstjóri skóg-
ræktar- og landbótastarfs á
vegum Þjóðsjóðsins og Bústofn-
unarsjóðsins um sunnanverða
Galíleu, einn færasti maður
landsins í sinni grein, Noah
Pelled var pólskur að uppruna,
en hafði numið fræði sín í há-
skólum bæði í Norðurálfu og
Bandaríkjunum. Þó að hann
væri háttsettur embættismað-
ur í þjónustu hins opinbera,
var hann félagi í samvinnu-
búinu Ein Hashofet á Karmel-
hálsum, en vann algerlega utan
búsins. Laun hans runnu í sjóð
búsins og hann bjó þar við
sömu kjör og aðrir félagar, þó
að laun hans væru nálega fjór-
föld á við afraksturinn af vinnu
beirra. Þessum manni var ætl-
að að ferðast um með okkur
o? veita okkur fyrstu skipulegu
fræðslnna um landbúnaðarmál
fsraels. Það gat ekki betra ver-
bví að Noah Pelled var bæði
alöe-gur maður og greindur og
eerkunnugnr beim málum. sem
hér var nm að ræða.
í'g hafði í bók minni För um
fo^nar helgislóðir lýst fyrsta
rannveruleea, samyrkiu- og
samvinnnbúinu í fsrael, Degan-
fa, kynnt mér fyrirkomulag
b?ss nokkuð á för minni í
ísrael ) 957 og annarra sam-
vinnubúa, sem störfuðu á sama
skinulagsgrundvelli. Mér var
einnig kunnugt um, að þetta
var ekki hið unphaflega skipu-
lagsform ísraelsks landbúnað-
ar. Löngu áður, upp úr fyrstu
innflytj endabylgjunni, höfðu
risið upp landbúnaðarnýlendur
Gyðinga á grundvelli hreins
einkareksturs, sem sumar voru
orðnar að blómlegum sveita-
borgum, eins og Peta Pikva og
Rison le Zion. En ég hafði ekki
talað lengi við Noah Pelled,
þegar mér varð það Ijóst, að
þekking mín á þessum efnum
var æði mjög í molum. í þátt-
um þeim, sem hér fara á eftir,
styðst ég mjög við þá fræðslu,
sem hann veitti okkur, og því
er ég sá síðar í för með öðrum
mönnum. En fræðsla Noah
Pelled dró mig drýgst.
Ég lét í ljós, að mig langaði
til að skoða einhverja kibh-
utsim. Kibbutsim er fleirtala af
orðinu kibbuts, sem þýðir sam-
félag, en er nú í hebresku máli
eingöngu notað um samfélag,
sem til þess er stofnað að rækta
land í fsrael.
Gott, sagði Noah Pelled. En
þér þurfið helzt að sjá fleira,
t. d. kvutsa, mosja ovdim og
mosjav sjitufi.
Þegar hér var komið, varð
ég að játa, að ég vissi ekki um
hvað verið væri að tala.
Þá er að byrja á byrjuninni,
sagði Noah Pelled, og kennsl-
an hófst.
Landbúnaðarnýlendur okk-
ar, eða landbúnaðarbyggðir.
eins og nú væri réttast að
nefna þær, eru skipulagðar með
ýmsum og mismunandi hætti,
sagði hann. Fyrstu landnem-
arnir, sem komu hingað til
bess að rækta jörðina, keyptu
hver sína jarðarspildu eftir
bví, sem tækifæri gáfust til.
Þetta var udp úr 1880. Þeir
byggðu sér hver sinn bæ og bæ-
irnir mynduðu sveitaþorp, sem
í megindráttum voru eins og
sveitaþorp í Evrópu, enda fyr-
irmyndirnar þaðan. Þetta voru
siálfseignarbændur, sem ráku
bú sín að verulegu leyti með að-
keyptu vinnuafli, og seldu af-
urðir sínar þeim, er bezt bauð,
j HOLTI:
Smámsaman urðu þeir þess
megnugir að kaupa sér meira
land og margir þeirra, eða af-
komendur þeirra, sitja nú
hingað og þangað um landið
sem stórefnabændur. Þetta á
ekki einungis við um fyrstu
innflytjendurna. Alveg fram
á síðustu ár hafa Gyðingar
flutzt til landsins, sem hafa
getað keypt sér jörð fyrir eig-
ið fé og hafið búskap. Þessi
sveitaþorp geta verið mjög
mismunandi að stærð, frá 100
manns upp í bæi með 10—12,000
íbúa. Margir þeirra hafa kom-
ið sér upp fjölbreytilegum iðn-
aði, sem allur er einkarekstur.
Slíkt sveitaþorp sjálfseignar-
bænda heitir mosjava, í fleir-
tölu mosjavat. Það er annað
aðalskipulagsform landbúnað-
arins í fsrael.
Hitt aðalformið, sem grein-
ist raunar skipulagslega í ýmsa
flokka, einkennist af því, að
bændurnir eiga ekki jörðina,
heldur hafa fengið hana til
notkunar hjá Þjóðsjóðnum,
Keren Kajemet. Hópur land-
nema fær tiltekið landsvæði á
leigu. Þeir mynda samfélag sem
ýmist getur verið algert sam-
eignarfélag, einstaklingurinn á
ekki neitt og getur aldrei eign-
ast, eða samfélagið er skipu-
lagt með svigrúm fyrir meiri
eða minni einkaeign. En hvort
heldur sem er, einkennast öll
b^ssi samfélög af því, að þau
starfa á samvinmigTundvelli.
Þau eru öll undantekningar-
laust meðlimir í verkamanna-
sambandinu, Histadrut, og
samvinnufyrirtæki þess annast
öll kaup og allar afurðasölur
fyrir þessi samfélög. Algeng-
asta og útbreiddasta form
þeirra er kibbutsim.
Samfélagið, sem við nefnum
kvutsa (flt. kvutsat), er í
grundvallaratriðum skipulagt
4 SAMVINNAN