Samvinnan - 01.04.1964, Síða 5
SAMYRKJU- OG SAMVINNUBÚIÍSRAEL
eins og kibbuts. Munurinn er
eiginlega aðeins sá, að kvutsa
er lítill kibbuts og stærð hans
takmörkuð. Hann má ekki telja
innan vébanda sinna meira en
í hæsta lagi 500 manns. Sjón-
armiðið, sem liggur til grund-
vallar, er það, að allir skuli
þekkjast persónulega — sam-
félagið mynda eina stóra fjöl-
skyldu. Hinsvegar eru engin
fyrirmæli, sem takmarka það,
hvað kibbuts má vera stór.
Þessi eiginlegu sameignar- og
samvinnubú telja mörg hver
yfir 2000 manns. Hinsvegar
þykir ekki allskostar hagkvæmt
að íbúatala fari að ráði yfir
3000, meðal annars vegna þess
að nytjalönd kibbutsins fara
þá sum hver að liggja æði langt
frá byggðinni.
Mjög algengt er það að hin
stærri sameignar- og sam-
vinnubú komi upp hjá sér ein-
hverskonar iðnaði. Mörg hafa
stofnað stórverksmiðjur til
niðurlagningar á ávöxtum,
grænmeti og fiski, önnur tré-
smiðjur, málmiðjuver eða vefj-
arstofur.
Mjög mikilsvert er að gera
sér vandlega grein fyrir skipu-
lagseinkennum kibbutsins.
Hann er algert sameignarfyrir-
tæki. Keren Kajemet, Þjóðsjóð-
urinn, á jörðina. Öll önnur
verðmæti eru eign samfélags-
ins, hús, vélar, áhöld, lifandi
peningur, aldingarðar, allt, sem
er arðgæft eða að einhverju
nýtandi. Einkaeign er óþekkt
fyrirbrigði, enda ekki heimil-
uð. Öll vinna er vandlega og
nákvæmlega skipuJögð. Megin-
reglan er sú, að vinna komi
sem jafnast niður, en flokkað í
störf eftir hæfni, þekkingu og
áhugamálum eftir því sem unnt
er. Fyllsta tillit er tekið til ald-
urs, heilsufars og annarra per-
Framhald á bls. 26.
SAMVINNAN 5