Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1964, Side 12

Samvinnan - 01.04.1964, Side 12
Frétt að norðan Dreypir sorg í dagsins bikar döprum veigum. Svanir pagna einn af öðrum undir bliki af Svörtum fjöðrum. Ástum vígður, eldi skírður Eyjafjörður, heyrir hvorki um fjöll né flœði framar skáldsins dýru Kvœði. Festar leysir friðlaust skip til ferðar búið. Dánarklukkna köll frá sœnum Kveðjur flytja gamla bœnum. Hallfreðs ástir, Hrœreks stolt og Heiðmörk góða, höfðingslund í húsgangs klœðum hlusta eftir Nýjum kvœðum. Morgunsól á Sólarfjalli sortnað hefur. Húmar á jökulskildi skyggðum, skugga slœr á líf í byggðum. Fögur hlíð og fjarðarströnd og Fagriskógur, sveipuð öll í sorgarklœði syngja Að norðan harmakvœði. Heyrast kveðin lög við Ljóð frá liðnu sumri. Segið henni móður minni, mér er hvíldin efst í sinni. Segið henni móður minni mér til bóta: Gott er að elska, gott að sakna, gott í dögun nýrri að vakna. Páll H. Jónsson 12 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.