Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1964, Page 14

Samvinnan - 01.04.1964, Page 14
TVEIR MENN Smásaga eftir Gunther Weisenborn Þýðing: Heimir Pálsson í febrúar þessa árs gekk á með skýfalli í Argentínu. Þegar stytti upp, stóðu allar vonir plantekrueigendanna í Santa Sabina undir vatni. Þar sem áður var iðjagrænt gull í mynd vel sprottinna teakra, var nú víðáttumik- ið stöðuvatn. Bóndinn vissi vel, að hann var kominn á vonarvöl. Hann sat á maískistu úti fyr- ir húsi sínu og taldi stóru loftbólurnar sem rak að skó hans og sprungu þar. Mais- akurinn var eins og stöðu- vatn yfir að líta. Þar hafði aleiga vinnumannsins farið. Stráþakið af kofa hans rak með straumnum. Það ýtti á undan sér dauðum strúti, sem virtist kinka kolli í sí- fellu. Vinnumaðurinn hafði flúið til húsbónda síns og sat við hlið hans. Breiðleit- ur Indíáni, sem starði út í fjarskann. Kona hans hafði drukknað, þegar hún sleppti takinu til aö fórna höndum í bæn til guðsmóður. Hann hafði talið þrjár loftbólur. Hönd hennar sprengdi þá síðustu, um leið og hún sökk. Bóndinn átti konu sína í borginni. Þar mundi hún nú árangurslaust bíða fótataks hans á varinhellunni. Því að bóndinn bjóst ekki við að lifa af nóttina. Fyrir koma þær stundir, að menn skipta síðustu síga- rettunni. Þegar bóndinn ætl- aði að brjóta hana, greip vinnumaðurinn í hann. „Húsbóndi,“ hrópaði hann, „Parana, — fljótið kemur“. Það var satt. í fjarska heyrð- íst þungur niður. Parana flæddi nú, sollið af vatni og vindí, yfir héraðið. Parana er stærsta fljót Argentínu, og þessi niður var dauða- dómur yfir mennina í Santa Sabina. Þeir skildu þessa tungu. Þeir höfðu áður horfzt í augu við dauðann. Þeir höfðu séð hvítuna í augum púmunnar og frán augu kóralslöngunnar, horfzt í augu við jagúarinn og séð kóbraslönguna blása upp blöðruna. Þeir höfðu farið með sigur af hólmi í öll þessi skipti, því að auga þeirra var rólegt og höndin styrk. En nú hjálpuðu engin skot, ekkert skotmannsauga. Þessi óvinur, vatnið, var grimmt eins og hundrað hvæsandi |slöngur, blóðþyrst eins og stærsta púma. Það var hægt að berja vatnið, það óx. Væri skotið á það, sótti það á. Vatnið hvorki beit né hjó, þaö leitaöi handfestu köid- um fingrum einhvers staöar á manni. Leitaði uppi munn- inn til að fylla hann, unz loftbólur streymdu frá lung- unum. Vatnið var gult og hljóðlaust. Og himinninn sást ekki fyrir skýjum og regni. A lítilli eyju, sem varla sást í rökkrinu, sátu bónd- inn og þjónn hans. Þá kom Parana. Það kom ekki með hornablæstri og bumbuslætti. Nei, maður tók ekki eftir þvi. En allt í einu rann vatn yfir skó bóndans. Hann færði sig, en brátt var aftur runnið yfir hann, — hvernig sem á því stóð. Og þótt maískistan væri flutt, varð brátt að flytja hana aftur, því að enginn situr sér til gamans í vatni. Þetta var allt og sumt, en þetta var Parana. Þegar leið að kvöldi, hrundi hænsnakofinn. And- artak heyrðist gargið í hálf- dauðum fuglunum, svo varð aftur hljótt. Seinna heyrðist snark inni í íbúöarhúsinu, þegar vatniö seytlaði inn í arininn. Þegar myrkrið skall á, stóðu mennirnir tveir í vatni upp í klof. Þeir klifu upp á stráþakið. Þar sátu þeir þegj - andi á mæninum, tveir myrkir skuggar í myrkustu nótt allra nótta, meðan pott- ar og kistlar flutu út úr hús- inu. Niðri braut stóll rúðu. Vatnið niðaði, loftbólur sprungu. Dauð hæna flaut í hringi úti fyrir húsdyrun- um. Þegar vatnið náði upp á þakið, ruddi það veggjunum um. Þakið losnaði af brotn- um stoðunum, vó salt, brak- aði í því, snerist í hring og rak með straumnum í myrkrinu. Þakið barst langt. Það rak Framhald á bls. 22. Teikning: Helga Sveinbjarnardóttir Gúnther Weisenborn fæddist árið 1902 í bænum Velbert í Rínarhéruðum Þýzkalands. Fluttist síðar til Berlínar. Nam læknisfræði og germönsk fræði. Dvaldist langdvölum í Argentínu og N.-Ameríku. Sneri aftur til Þýzkalands und- ir dulnefninu Christian Munk. Tók þátt í and-nazistahreyf- ingu og var varpað í fangelsi árið 1942. Sat þar til ársins 1945. Stofnaði ásamt Karl-Heinz Martin Hebbel-leikhúsið í Berlín og pólitíska ádeiluritið „UIespiegel“ (Ugluspegill). Réðst árið 1951 sem sjónleikafræðingur (dramaturg) að Kammerleikhúsinu í Hamborg. Stofnsetti þar „das Drama- tische Kollegium.“ Hefir gefið út allmargar bækur, þar á meðal eina með Bertolt Brecht. — H.P. 14 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.