Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1964, Qupperneq 24

Samvinnan - 01.04.1964, Qupperneq 24
„CANADIAN MIST“ vatnsvarið efni — vattfóðrað — drengja- og herrastærðir. „100% NÆL0N“ léttar og þægilegar blússur - vattfóðraðar í herrastærðum. „C0RDUR0Y“ drengjablússur — sérstaklega hagstætt verð. Austurstræti HEKLU sportblússan KvovIvXvIv m ;•%% skip í förum um öll Norður- lönd, Suðureyjar, írland og jafnvel löndin austan og sunnan Eystrasalts, auk Grænlands og Norður- Ameríku. Þótt verzlun og siglingar séu mikið stundað- ar af landsmönnum, er land- búnaðurinn þó aðal bjarg- ræðisvegur þjóðarinnar allt fram á miðja 14. öld, en þá fer fiskveiðanna að gæta meir í lífsafkomunni. Að sjálfsögðu hafa íslendingar alit frá upphafi vega sinna fengizt við sjávarútveg, en það er ekki fyrr en á 14. og 15. öld að markaðir myndast fyrir aðalframleiðslugrein sjávarútvegsins, skreiðina. Á 12. og 13. öld er kúa- búskapur með miklum myndarbrag víða á landinu. Guðmundur ríki bjó rausn- arbúi á Möðruvöllum í Eyja- firði og hafði þar hundrað hjóna og hundrað kúa. Þá er þess getið í Sturlungu, að veturinn 1225 hafi fallið á einu búa Snorra Sturlusonar (Svignaskarði) hundrað (stórt) nauta. Smjörgerð var mikil á ís- landi í þá daga enda mikið etið af harðfiski, sem er við- bitsfrekur og sést af göml- um heimildum, að oft lágu biskupsstólarnir og klaustr- in með stórar smjörbirgðir af landsskuldum og kúgilda- leigum, sem greiddar voru í smjöri, enda var smjör al- mennur gjaldeyrir. Þannig átti Hólastóll árið 1548 meir en átta tólfræð hundruð vætta af smjöri, sem stafl- að var í háa hlaða í búrum og smjörgeymslum. Nautpeningafjöldinn helzt nokkurnveginn fram á 16. öld. Þá fór kúabúskapnum að hrörna, en sauðfénaði fjölgaði að sama skapi. Ár- ið 1703, þegar búpeningseign landsmanna er fyrst talin af þeim Árna Magnússyni og Páli Vídalín, reyndust nærri 36.000 nautgripir á íslandi og 279.000 fjár. Auk þess um 27.000 hross. Meðferð manna á skepnum hefur verið upp og ofan eins og gengur, geld- neyti gengið oft úti og jafn- vel kúm var stundum beitt úti á vetrum, þegar tíðin var sæmileg. Var eigi furða, þótt kýrnar mjólkuðu illa við slíkar aðstæður. Sauðfjár- ræktin hefur verið nokkuð stopul síðustu aldirnar; þannig töldust um 233.000 fjár árið 1783, en aðeins 42.000 ári síðar sökum Móðu- harðindanna miklu, sem þá gengu yfir landið. Árið 1853, á undan fjárkláðanum seinni, um 700.000, sex ár- um siðar aðeins 311.000, — en 1896 842,000. 1913 var fjárfjöldinn 635,000 (án lamba). Svín voru algeng hér á landi til forna eins og mörg bæjarnöfn vitna um og er talið, að svínarækt hafi haldizt nokkuð víða fram á 15. öld, einkum á Vestur- landi. Þá var talsvert um gæsir og endur á flestum meiri háttar bæjum og hélzt sá siður fram á miðja 14. öld, en lagðist þá að mestu nið- ur. Fornmenn höfðu gaman af hestum, enda hestaat eða hestaþing, eins og það var oft nefnt, ein af helztu skemmtunum þeirra. Hér í ógreiðfæru og harðbýlu landi reyndust þeir eins og bezt varð á kosið, bæði til áburð- ar og til reiðar, fótvissir, þolnir og ekki frekir á fóðr- um. Hross hafa verið mjög mörg hér á landi á öllum öldum, enda lítið þurft fyr- ir þeim að hafa. Flest þeirra hafa gengið þar sem haga- ganga var, sjálfala vetur og sumar. í Móðuharðindunum miklu féllu meir en 28.000 hestar, en um 1800 er þeim aftur farið að fjölga mikið á ný. Á miðri 18. öldinni áttu margir bændur 150—200 hesta, en þeir voru þá i mjög lágu verði, venjulega aðeins um 1—2 dali hver. Verð- mætasti hesturinn á íslandi var Tólf-dala-Brúnn um aldamótin 1700, eign Jóns biskups Vídalíns. Á miðöld- um var hrossaket stundum gefið kúm og kindum og not- að í hákarlabeitu fram á seinni ár. Þegar hart var í ári, lögðu menn sér það oft til munns. Sannast hið forn- kveðna, að flest er hey í harðindum. Á öndverðri 18. öld voru allir atvinnuvegir þjóðarinn- ar komnir í hina megnustu niöurlægingu, jarðabætur 24 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.