Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1964, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.04.1964, Blaðsíða 27
vefnaðarvöru, búsáhöldum, tóbaki, víni, fatnaði, fegrun- arvörum og ilmvötnum, svo eitthvað sé nefnt. Arsvelta þess nemur nú orðið hundruðum milljona ísraelspunda. Þá er komið að þriöju teg- und landbúnaðarnýlendna í ísrael, sem nefnast á hebresku mosjav ovdim. Þetta eru sveita- þorp smábænda, sem reka bú sín sem einkafyrirtæki. Keren Kajemet á jörðina. En hver íjölskylda á sitt hús og heim- ili, sina gripi, sína aldinlundi, sína akra og beitarhólf. Þess- um bændum er bannað að nota aökeypt vinnuafl, en samyrkja og samvinna i störfum er bein- línis skylda, sömuleiðis sam- nýting dýrra tækja svo sem uppskeruvéla. Það varðar brott- vikningu úr samfélaginu ef þessar samvinnu- og samyrkju- skyldur eru ekki ræktar ámæl- islaust og ráðstafar þá trún- aöarmaöur Þjóðsjóðsins jörð- inni til hæfari manns. Öll inn- kaup og öll afurðasala fer fram á samvinnugrundvelli á veg- um Truva og Hamasjbir Ham- erkatsi og öll undanbrögð frá þeirri reglu gersamlega óheim- il. íbúafjöldi smábændaþorp- anna er frá 100 upp í rúmlega þúsund rnanns; mjög fá eru stærri. Fyrsta nýbyggðin á þessum skipulagsgrundvelli var stofnuð árið 1921. Þær eru nú orðnar mjög margar og hef- ur fjölgað á síðari árum. Þetta skipulag virðist eiga mjög vel við fólk, sem gætt er ríkri einstaklingshyggju, eins og títt er um fjölda ísra- elsmanna. En þessi þrautskipu- lagða samhjálp veitir hinum einstaka bónda persónulegt svigrúm og frjálsræði, sem hann myndi annars ekki geta notið, auk þess, sem reynslan hefur sannað, að hún dregur til mikilla muna úr reksturs- kostnaði þessara einyrkja. ísraelsmenn hafa löngu lært það, að vísindalega rekinn rækt- unarbúskapur með fyllstu kröf- um til arðgæfis er einyrkjum og smábændum ofviða, nema viðtæk samyrkja og samvinna komi til. En þeirn hefur jafn- framt tekizt að leysa þann vanda. Ég skoðaði marga mosjav ovdim og reyndi eftir föngum að kynna mér allar hliðar fyr- irkomulagsins. Mér kom það hvað eftir annaö í hug, þeg- ar ég sá afköst og afkomu þess- ara bænda og einkum hvað þeir áttu frjálsara um vik, en einyrkjar okkar á íslandi, hvort hér væri ekki fundið búrekstr- arform, sem að einhverju leyti væri þess megnugt að létta einyrkjaánauðinni af okkar bændum, bæta rekstrarafkomu þeirra og veita þeim með skipu- lögðu samstarfi meira persónu- legt frjálsræði, en þeir njóta. Þetta íer að verða ærið brýn nauðsyn ef við eigum ekki aö missa landið í auðn og fella bændastéttina í strá. En til þess þyríti að sjálfsögðu að skapa nýbýla- og landnáms- starfi okkar nýja stefnu, koma upp fjölbýlishverfum, þar sem skilyrði eru fyrir hendi, og sjá bændunum fyrir ráðunauta- þjónustu í reksturs- og skipu- lagsfræðum í líkingu við það, sem gert er i ísrael. Þetta er í stuttu máli það, sem Noah Pelled vinur minn kenndi mér um skipulagsháttu landbúnaðar í ísrael, á meðan við ókum um sólbjartar byggö- ir og skuggasæla skóga milli staða, þar sem kynnast mátti þessum efnum af sjón og reynd. Við komum yfirleitt að fólkinu óvöru, sáum það í því umhverfi, sem það gegnir í daglegum störfum sínum, sá- um það úti og inni, í f jósi, elda- skála, á akri eða i ávaxtagarði, sáum það við máltíðir og við hátíðleg tækifæri. Við sáum allar þessar skipulagsgerðir sveitaþorpa og samvinnubúa, og sáum þær á öllum stigum framkvæmda: Gamlar og grón- ar sveitaborgir, þar sem iðn- aðurinn og verzlunin var smámsaman að verða fyrir- ferðarmeiri atvinnugrein en landbúnaöurinn sjálfur, þó að hann væri jafnframt rekinn með fullum blóma, gömlu vel- hirtu og velefnuðu kibbutsana, þar sem ruðningsstörf og ný- sköpun voru að mestu um garö gengin og störf og rekstur löngu komin í fastar skorður. Og loks nýju búnaðarnýlend- urnar, þar sem aðeins var bú- ið að koma upp nokkrum af húsunum, og ennþá var unnið af kappi að því að ryðja grjóti úr væntanlegu akurlendi, upp- ræta kjarr, eða ræsa fram vot- lendi. En það var sama hvar við komum og hvernig á stóö. Við hittum allsstaðar hraust- legt fólk og glaðvært, ham- mgjusamt, starfsamt fólk. ísra- elsmönnum hefur tekizt aö vinna þaö mennmgarlega og skipuiagslega þrekvirki, að gera landbúnaðinn að virkri og eft- irsóttri atvinnugrein i landi sínu. Það er barizt urn hverja spildu, sem landbótafram- kvæmdirnar, vatnsmiölunin, ruðningsstarfið, framræsla vot- lendis og þessháttar aögeröir gera nothæfa til einhverskonar landbúnaðarframleiðslu. Hér væri ef til vill ástæöa til þess að geta lítillega um eina tegund landbúnaðarsamfélaga, sem einnig finnast í ísrael, og raunar hefur fariö fjölgandi hin síðari ár. Það eru hinir svonefndu Mosjavim sjitufim (eint. Mosjav sjitufi). Þessi landbúnaðarþorp eru skipu- lagslega nokkurskonar milli- stig milli kibbutsins, hins al- gera sameignar- og samvinnu- bús, og Mo'sjav ovdim, smá- bændasamfélagsins, sem bygg- ir á einkarekstri með skipu- lagðri samvinnu i ræktun og vinnubrögðum og samvinnu- fyrirkomulagi í allri verzlun. í mosjav sjitufi hefur hver fjöl- skylda sitt eigið hús og hús- hald, í stað þess að í öllum kibbutsim er sameiginlegt mötuneyti. Hver fjölskylda fær greitt úr sjóði samfélagsins það, sem hún þarf sér til lifs- uppeldis og er það miðað við fjölskyldustærð, þetta er í framkvæmd á þá leið, að sam- eiginlegum framfærslusjóði samfélagsins er skipt eftir ákveðinni hlutfallstölu (kvóta). Er síðan hver fjölskylda frjáls að ráðstöfun síns fjár og fer þá eftir hyggindum og mynd- arskap, hversu vel spilast úr. Hinsvegar er allur rekstur og öll vinna í mosjav sjitufi skipu- lögð á sama hátt og í kibbuts og verzlun öll rekin á sam- vinnugrundvelli meö atbeina Truva og Hamasjbir Hamer- katsi. Fyrsta búnaðarsamfélag þessarar tegundar var stofnaö 1936, Kfar Hittim, sem hlýtur nokkurskonar forustuaðstöðu meðal þeirra, eins og Degania meðal kibbutsanna. Nú var mér tjáð að þessi samfélög væru orðin um 60 í landinu og meðlimir þeirra skipta tug- um þúsunda. Þó að þessi greinargerð fyrir skipulagsháttum landbúnaðar í ísrael verði nú ekki lengri en hér er orðið, langar mig til að vekja athygli á merkilegri stað- reynd, sem reyndar er að nokkru ljós af því, sem þegar er sagt. ísraelsmenn hafa frá öndverðu og allt fram á þenn- an dag sífellt verið að gera til- raunir með ný og bætt skipu- lagsform, sem betur féllu að þörfum lífsins og kröfum en það, sem fyrir var og áður var kunnugt. Þeir hafa sýnt á þess- um vettvangi tilraunaáræði og tilraunagleði, sem á sinn drjúga þátt i viðgangi land- búnaðarins. Þessi tilrauna- starfsemi er ekki einvörðungu bundin við kynbætur lifandi penings, afurðaaukningu, um- bætur í ræktunaraðferðum, áburðarnýtingu o. s. frv. fsra- elsmenn líta svo á, að æðsta rannsóknarefnið sé að finna landbúnaðinum svo fjölbreytt, hagkvæm og sveigjanleg lífs- form, að fólkiö uni sér ham- ingjusamt við hann. Að þeim málurn verður nú nokkuð vik- ið hér á eftir. NEPAL Framhald af bls. 17. alsætt ein að nafni Rana. Sat hún fyrir öllum helztu embættum í landinu og gerði konung þess að hreinu stofu- leikfangi. Undi hann þeim kjörum illa og gerði að lok- um samsæri með frjálslynd- ari öflum í landinu um að steypa Ranamönnum. Að til- hlutan Indlandsstjórnar var málum miðlað milli hinna tveggja stríðandi afla. Síðan hefur heldur þokað í fram- faraátt í landinu, en margt mun þó ógert í þeim efnum. Vegakerfi er til dæmis næst- um ekkert og fara flutning- ar aðallega fram á burðar- mönnum. Hinsvegar má ætla að landið geti átt allverulega framtíð fyrir sér. Þar eru SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.